Tíminn - 22.07.1971, Síða 14

Tíminn - 22.07.1971, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR »8. júlí 1971 TÍMINN LAUGARAS Simar 32075 og 381M Enginn er fullkominn 9 Sérlega skemmtileg amerísk gamanmynd í litum með fslenzkum texta. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Launakjör sjómanna i Framhald af bls. 1 vi'cr hœrra heldur en áætlaS var þegar litreikningur var gerður. Taldi Lúðvík sennilegt, að Verð jöfnunarsjóðurinn yrði 900 milljón ir eða rúmlega það um áramót. Eins oa áður segir, hækkar lág- marksverð (skiptaverð) á aðalteg- undum fiskaflans, þorski og ýsu, um 18—19%, en aðrar fisktegund- ir eftir nánari ákvörðun Verð- lagsráðs. 'Þessi hækkun er þannig til kom in, að felld er niður greiðsla 11% kostnaðarhlutdeildar til útgerðar- aðila, sem ekki kemur til hluta- skipta, en auk þess kemur til viðbótarfiskverðshækkun, þannig að heildarhækkunin á aðaltegund um fiskaflans verður 18—19%, eins og áður segir. Til þess, að ekki verði breyting á rekstrargrundvelli útgerðarinn- ar, verða greiðslur í Verðjöfnunar- sjóðinn lækkaðar sem fiskverðs- hækkuninni nemur. Á blaðamannafundinum benti Lúðvík á, að kjör sjómanna væru svo léleg, að brýnt hefði verið að bæta þau. Á síðustu vetrarvertíð hefðu þeir haft mjög slæman hlut. Enda væri mikil mannekla á fiskibátunum, og augljóst, að það vandamál hefði farið stór- versnandi ef launakjör sjómanna væru ekki bætt verulega. Það væri því nauðsynlegt einnig út- gerðarinnar vegna að bæta kjör þeirra, svo að útgerðin og fisk- iðnaðurinn gætu gengið af fullum krafti. Án sjómanna á bátunum væri engin útgerð og enginn fisk- iðnaður. Mikiö var rætt um Verðjöfn- unarsjóðinn á fundinum. Fram kom, að þrátt fyrir lækkun á greiðslum í sjóðinn, 'verður hann mjög stór og sennilega lítið minni um næstu áramót heldur en áætl- að var fyrr á árinu með óbreytt- um greiðslum. Kemur þetta til af hækkuðu verðlagi á fiskafurðum erlendis. Lúðvík lagði á það áherzlu, að það væri alltaf matsatriði hvað leggja ætti fyrir af launum sínum til að mæta erfiðleikum sem síð- ar kunna að koma. Hins vegar væri augljóst, að ekki mætti hafa svo háar greiðslur í slíka sjóði, að rekstrargrundvöllurinn væri í hættu. Hann sagði einnig að á fund- um, sem hann átti með útgerðar- mönnum í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum, hafi útgerðarmenn talið að bætt kjör sjómanna væru mest aðkallandi vandamálið, og fagnað þessari aðgerð ríkistjórn- arinnar. Lúðvík minnti einnig á það, að með þessari breytingu væri jutt, úr vegi miklu ágreiningséfni milli sjómanna og útgerðarmanna, þar sem væru 11% greiðslan til út- gerðarinnar af óskiptu, en deila um það mál hefði getað kostað verkfall síðar. LÍÚ mótmælir í dag bárust mótmæli frá LÍÚ vegna bráðabirgðalaganna. Var því mótmælt, að afnumin væri kostnaðarhlutdeild sú, sem fisk- kaupendur greiða útvegsmönnum og ekki kemur til hlutaskipta (þ.e. 11%). Er sagt, að kjarasamn ingar sjómanna og útvegsmanna byggi á grundvelli laganna um þetta efni, og sé því hér um beina íhlutun um samningamál þessara aðila að ræða. Þá segir, að hættulegt sé fyrir framtíð sjávarútvegs að nota Verð jöfnunarsjóðinn til þess að jafna þá röskun, sem afnám á kostnaðar hlutdeildinni veldur, og sé sjóður inn gerður óhæfari til að gegna hlutverki sínu. LÍÚ telur, að bæta eigi kjör sjómanna með því að veita þeim skattfríðindi. Ármann - Haukar f gærkvöldi fór fram leikur í 2. deild fsJandsmótsins í knattspyrnu niilli Ármanns og Hauka og lauk honum með jafntefli 2:2. Aðeins 15% 11 Framhald af bls. 1 Lúðvík sagði, að rikisstjórn in hefði nú ákveðið að veita ríkisábyrgð fyrir 80% af kaup- verði á lán, sem fengin væru hjá smíðaaðilum erlendis eða öðrum aðilum, ef lánið upp- 1 fýllti kröfur um ’lánstíma og vexti (þ.e. a.m.k. 8 ára lán á eðlilegum vöxtum). Auk þess fengju kaupendur síðan 5% lán ið eins og áður. Kaupendur þurfi því aðeins að leggja fram 15% sjálfir. Lúðvík sagði, að þessi kjör giltu fyrir skuttogara af milli- stærð og uppúr, og gætu þeir, sem ætluðu sér að kaupa skut- togara á þessum kjörum, nú leitað fyrir sér hvar sem þeir vildu helzt, um smíði slíkra togara, og þeir réðu einnig gerð og stærð þeirra. Lúðvík taldi, að ef skuttog- arar yrðu smíðaðir innanlands, mætti búast við enn frekari fyrirgreiðslu. Mótmæli Fiiamhald af bls. 1 haft samband við Haag og sér tjáð, að hollenzk yfirvöld teldu, að hér væri um óskaðleg efni að ræða, ef þeim væri sökkt í tak- mörkuðu magni á nógu miklu dýpi. Utanríkisráðherra kvaðst þá hafa bent sendiherranum á, að hollenzka stjórnin hefði tekið mót mæli ríkisstjórnar Noregs til greina. Það væri almenn skoðun íslenzku ríkisstjórnarinnar, að það yrði að hætta nú þegar að sökkva eitruðum efnum í hafið. Þar við bættist að staðarvalið til að sökkva þessum efnum væri mjög óheppilegt, því að þaðan myndu hafstraumar bera þessi efni beina leið að íslandsströnd- um. Vegna þessa sæi íslenzka rik- isstjórnin sig tilneydda að mót- mæla þessum fyrirætlunum við hollenzku ríkisstjórnina og fara þess á leit við hana, að við þessi áform yrði hætt. Ambassadorinn lofaði að koma mótmælunum á framfæri við hollenzku ríkisstjóm ina. Tíminn verður svo að leiða í ijós, hvort hollenzka stjórnin virðir þessi mótmæli ríkistjórnar ísTands. í framhaldi af ummælum utan- ríkisráðherra má geta þess að Haf- rannsóknarstofnunin hefur rann- sakað nánar þann stað, þar sem sökkva á eiturefnunum, og kemur í ljós, að þaðan iiggja straumar upp að ströndum fslands. Þá hefur komið í Ijós, að dæla á eitur- efnunum úr skipinu og í yfirborð sjávarins. Heillaóskir Framhald af bls. 2. lögþingsmaður í Færeyjum og Bent A. Koch, ritstjóri í Dan- mörku. Ennfremur bárast utanrikis- ráðherra, Einari Ágústssyni, kveðjur frá: Utanríkisráðherra Dana, Poul Hartling, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, Will- iam P. Rogers, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, A. Gromy- ko, aðaiframkvæmdastjóra At- landshafsbandalagsins, Manlio Brosio, utanríkisráðherra ír- lands, dr. Patrick Hillery, utan- ríkisráðherra Póllands, Stefan Jedrychowski, utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands, O. Wincher og forstjóra Evrópuráðsins, Toncic-Sorinj. Forsætisráðuneytið, 19. júlí 2 dráttarvélaslys Framhald af bls. 16. lá undir vélinni, en hún rann út af tjakknum og klemmdist maðurinn undir henni, ofan í skurði. Hann var einn er slys ið varð, en tók til að grafa frá sér og eftir klukkustund eða þar um bil, var komið honum til hjálpar. Hann brotnaði illa á upphandlegg. ARÁVÖRP Hugheilar þakkir til þeirra mörgu vina og vanda- manna, er glöddu mig á einn og annan hátt á 70 ára afmæli mínu 19. júlí s.l. Guð blessi ykkur öll. Rannveig S. Bjarnadóttir, Stóru-Sandvik. Eiginkona mín, móSir og tengdamóðir Guðríður Hansdóttir, Laugateig 42, verSur Jar3sungin frá Lrfjgarneskirkju föstudaginn 23. júlí kl. 3 e.h. Júlíus Jónsson, börn og tengdabörn. Hjartkœr eiginmaSur minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurður Jónsson, múrarameistari, Þykkvabæ 11, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju undir Eyjafjöllum föstu- daginn, 23. júlí, kl. 3,30. Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu kl. 10,30 f.h. Þeir sem vildu minnast hans, eru beðnir um að láta Krabbameinsféiag íslands njóta þess. Magnea J. Ingvarsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Guðlaugur Borgarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Eyjólfur G. Jónsson og barnabörn. Þckkum innilega au'dsýnda samúð og vinarhug við andiát og útför eisku litlu drengjanna okkar, Bergþórs Kristinssonar og Friðþjófs Halldórs Jóhannssonar frá Rifi á Snæfellsnesi- Þórbjörg Alexandersdóttir Kristinn Jón Friðþjófsson Svanheiður Friðþjófsdóttir Jóhann Lárusson Halldóra Kristleifsdóttir Friðþjófur Guðmundsson Kristjana Bjarnadóttir Lárus Þjóðbjörnsson Margrét Jóhannsdóttir og aðrir vandamenn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Katrín Sigurðardóttir, , Eskihlíð 23, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, laugardaginn 24. júlí kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamiegast afbeðnir. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Gunnar Loftsson Maggý Jónsdóttir Ingi Loftsson Anna Lára Þorsteinsdóttir Málfríður Loftsdóttir Kristján Sigurðsson og barnabörn. Móðir mín, Guðbjörg Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja að Snartartungu, Mirt ý heimili okkar 20. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Guðborg Sturlaugsdóttir. ^ÍBÍnmaðwr minn Kári Guðmundsson, < flugumferðastjóri er lézt af slysförum sunnudaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fösfudaginn 23. júlí kl. 10,30. Unnur Jónsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar Jónas Oddsson, læknir sem lézf 11. júlí, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 20. þ.m. María Sigurðardóttir og börn. MELAVÖLLUR í KVÖLD KL. 20.30 LEIKUR Úrval K.S.Í. — Úrvalslið Glasgowborgar Komið og sjáið spennandi leik. Skotarnir eru enn ósigraðir! F.H. Knattspyrnudeild.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.