Tíminn - 22.07.1971, Side 6

Tíminn - 22.07.1971, Side 6
TÍMINN FTMMTUDAGUR 22. júlí 1971 LARSEN VERÐ FRÁ KR. 9,950, Beint þotuflug — 8 dagar, gisting og 2 máltiSlr á dag. Brottfarardagar: 11. ágúst — 18. ágúst — 31. ágúst 7. september ferðaskriístofa bankastræti 7 travel símar 16400 12070 SMYRILL — Rafgeymir j— gerð 6WT9 með óvenjumikinn ræsikraft, miðað við kassastærð, 12 volt — 64 ampt, 260x170x204 m7m SÖNNAK rafgeymar í úrvalj Ármúla 7 — Sími 84450. <J Ég held, að það Wjóti að verða samhljóða álit flestra, sem kynnt hafa sér gang skákanna í þessu einvígi, að 5. skákin skeri sig al- gjörlega úr, hvað gæði áhrærir. Taflmennska Fischers í þessari skák er blátt áfram lýtalaus, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, og ekki rýrir það heldur gæði skák arinnar, að Larsen veitir harðvít- ugt viðnám frá upphafi til enda. Það fer ekki á milli mála, að þama gerir Larsen lokatilraunina tU að rétta sinn hlut í einvíginu, en við- leitni hans má sín ekki mikils gagn vart hnitmiðaðri taflmennsku Fischers. Snemma í miðtaflinu for- smáir Larsen möguleika, sem gefið hefði góða von um jafntefli og Fischer er fljótur að færa sér þessa vafasömu ákvörðun í nyt. Með snjallri skiptamunsfóm, sem hann var raunar búinn að sjá fyrir, tekst Fischer að ná slikum tökum á stöðunni, að andstæðingur hans má sig vart hræra og þessar aö- stæður notfærir hann sér á meist- aralegan hátt. Vömin verður sí- fellt erfiðari fyrir Larsen og loks kemur að þvi, að hann verður að gefa skiptamuninn til baka, án ið tál tafljöfnunar komi. A ' n og rpkréttap þátt þving- ar Fischer svo fram auðunnið enda- tafl og Larsen tekur fljótlega þann kostinn að leggja niður vopnin. Sannfærandi sigur! Hv: Robert Fischer Sv: Bent Larsen SiMleyjarvöm L e4, c5 2. Rf3, d6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, Rc6 6. Bc4. (Eftirlætisafbrigði Fischers, sem hann beitti einnig í 3. skákinni. Fischer veit að sjálfsögðu mæta- vel, að Larsen hefur einhverja ákveðna ráðagerð á prjónunum, en hann kærir sig kollóttan.) 6. —, e6 7. Bb3, Be7 (I eina tíð var mikið notazt við framhaldið: 7. —, a6 ásamt 8. —, Ra5 með möguleikann — b5 f bak- höndinni, en þessi leikaðferð er nú horfin af sjónarsviðinu. Virðist vera full ástæða til, að hún komi fram á sjónarsviðið aftur.) 8. Be3, 0—0 9. 0—0 (í 3. skákinni varð framhaldið: 9. f4, Bd7 10. 0—0, a6 11. f5, Dc8??, sem hafði slæmar afleiðingar í för með sér fyrir Larsen eftir 12. fxe6, Bxe6 13. Rxe6, fxe6 14. Ra4 og sv. tapaði peðinu á e6. Larsen gaf þá skýringu á afleiknum 11. —, Dc8, að hann hefði ruglað saman tveim- ur afbrigðum og þetta er ekki ó- sennilegt, þegar athugað er fram- hald 5. skákarinnar.) 9. —, Bd7 10. f4, Dc8 (í þessari stöðu á leikurinn við, en hlutverk hans er að stemma stigu rið framrás hvíta f-peðsins. Fisch- er unir illa slíkri afskiptasemi um áform sín og leikur peðinu fram engu að síður.) 11. f5! (Fórnar peði til að skapa sér sterka aðstöðu á miðborðinu, en vv- '.í-1 vL þessi aðstaða gæti auðveldlega orð- ið vísir að, hættulegri kóngssókn.) 11. —, Rxd4 12. Bxd4, exf5 13. Dd3!, fxe4 (13. —, g6 væri einfaldlega svarað með 14. Hael og Larsen á erfitt um vik.) 14. Rxe4, Rxe4 15. Dxe4, Be6 (Larsen reynir nú að færa sér liðs- yfirburðina i nyt, en hann verður þess fljótlega áskynja, að sterk að- staða andstæðingsins á miðborðinu er meira en peðsins virðL) 16. Hf3 (Aðgerðir Fischers á kóngsvængn- um eru nú að komast á hættulegt stig og Larsen sér sig tilneyddan að stofna til drottningakaupa, sem merkir, að hann verður að láta peðið af hendi aftur.) 16. —, Dc6 (Svartur virðist ekki hafa mögu- leika á að svara yfirvofandi kóngs- sókn andstæðingsins á annan hátt. Þannig strandar t d. 16. —, He8 á 17. Bxe6, fxe6 18. Hh3, g6 (18. —, h6 19. Hxh6) 19. Hfl og sv. á enga viðunandi vörn gegn hótuninni 20. Dxg6+. Eftir 16. —, He8 17. Bxe6, Dxe6 18. Dxb7 stendur hvítur líka UrvalshjólbarÖar Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi lo'irars'yji ^ 1 11 cnlii k. Fljötog göö þjónusta ^ A 1 11 oUlU Kaupfélag ▼ HÉRADSBUA EGILSSTÖDUM fasteignirnar nr. 4 og 6 við Tryggvagötu og nr. 14 við Vesturgötu í Reykjavík. AHar nánari upplýsingar veitir lögfræðingur bankans, Stefán Pétursson hrl- LANDSBANKE ÍSLANDS betur að vígi. Uppskipti á drottn- ingum er áreiðanlega bezta úrræði svarts í þessari stöðu.) 17. Hael, DxD 18. HxD, d5 (Eftir 18. —, Bxb3 19. Hxb3 vinn- ur hv. peðið aftur með betri stöðu.) 19. Hg3!, g6 20. Bxd5, Bd6? (Þetta er í rauninni eini afleikur- inn, sem Larsen verður á í þessari skák, en hann nægir Fischer til að ná undirtökunum. Út af fyrir sig er skiljanlegt, að Larsen hafi lítinn áhuga á framhaldinu 20. —, Bxd5 21. Hxe7, sem gefur ekki von um meira en jafntefli, en af- leiðingar 20. —, Bd6 eru mjög slæmar fyrir Larsen. Rangt stöðu- mat en e. t. v. skiljanleg ákvörðun, þegar litið er til stöðunnar í ein- víginu.) 21. Hxe6!, Bxg3 22. He7, Bd6 23. Hxb7 (Larsen hefur nú að vísu skipta- mim yfir, en sterkir biskupar hvíts og vel staðsettur hrókur gera gæfu muninn í þessari skák. Vörn svarts er erfið og Fischer gefur engin grið.) 23. —, Hac8 24. c4, a5 25. Ha7, Bc7 (Staðan getur ekki verið góð, þeg- ar slíkir leikir eru nauðsynlegir. Manni virðist í fljótu bragði, að 25. —, Bc5 hljóti að vera betri leikur, en eftir 25. Bxc5, Hxc5 26. Kf2 verður manni ljóst, hversu hjálparvana svartur er. Kóngurinn „labbar sig“ einfaldlega til d4 og sv. fær ekkert að gert) 26. g3, Hfe8 27. Kfl, He7 28. Bf6! (Fischer er ávallt vel á verði og hér kemur hann í veg fytír, að Larsen geti tvöfaldað hróka sína á e-línunni.) 28. —, He3 29. Be3 (Nú strandar 29. —, He7 á 30. Bxa5 o. s. frv.) 29. Bc3 30. Ha6 (Larsen hefur e. t. v. vonazt eftir 30. Kf2, Hxc3! ásamt 31. —, Bb6f, en Fischer leggur það ekki í vana sinn að falla í svo einfaldar gildr- ur.) 30. —, Be5 (Þessi leikur hefur þær afleiðing- ar, að Larsen verður að láta skipta- muninn af hendi aftur, en hann átti fárra kosta völ.) 31. Bd2, Hd3 32. Ke2, Hd4 33. Bc3, H8xc4 34. Bxc4, Hxc4 35. Kd3 (Nú er taflið auðunnið.) 35. —, Hc5 36. Hxa5, Hxa5 37. Bxa5. Bxb2 38. a4, Kf8 39. Bc3, BxB (39. —, Ba3 40. a5, Bc5 41. Bd4.) 40. KxB, Ke7 41. Kd4, Kd6 42. a5, f6 43. a6, Kc6 44. a7. Kb7 45. Kd5, h4 46. Ke6 Larsen gafst upp. F. 6.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.