Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 16
Minningarathöfn um þá sem fórust með Sigurfara KJ—Reykjavík, miðvikudag. f dag var haldin minningar- guSsþjónusta í kirkjunni í Höfn í HornafirSi um þá sem fórust meS vélbátnum Sigurfara fyrir utan innsiglinguna inn í Horna f jörð laugardaginn 17. apríl s.L Séra Skarphéðinn Pétursson prófastur flutti minningarorð, en kirkjukór Hafnarkirkju söno undir stjórn Eyjólfs Stef ánssonar.- Margt fólk var viðstatt minn ingarathöfnina, og var öllum vinnustöðum lokað á Höfn frá hádegi og til klukkan fjögur í dag. Með Sigurfara fórust átta menn, en tveir komust af og hafa fundizt lik fimm skap- verjanna. Skotið þaut hjá konunni KJ—Reykjavík, miðvikudag. f gærdag hljóp skot úr riffli í húsi einu við Snorrabraut, og má víst telja mildi að skotið hljóp ekki í húsmóðurina á heimilinu. Hjónin á heimilinu voru eitt- hvað við skál, og var húsbónd inn að handf jatla magasínriffil, sem hann á. Skyndilega hljóp skot úr byssunni, og lenti það í þili í íbúðinni. Húsbóndi var færður í fangageymsluna, og varð honum mikið um atburð inn, en þegar hann var búinn að jafna sig á ölvímunhi og skotinu gaf hann skýringar á því, hvers vegna skotið hafði hlaupið úr byssunni. Sagðist hann síðast hafa notað byssuna á rjúpnaskytteríi í haust, og þá tekið magasí’iið úr rifflin um, en þá hefur eitt skot orðið eftir í byssunni, og hljóp það nú úr henni — öllum að óvör um. Manninum var sleppt, eftir að hann hafði gefið þessar skýringar á slysaskotinu. Tvö tiráttar- vélaslys SB—Reykjavík, miðvikudag. 14 ára drengur varð undir dráttarvél sem vait á Hvítár- vallaengjum á sunnudaginn og handleggsbrotnaði. Þá varð það slys í gærmorgun á Fróða stöðum á Hvítársíðu, að maður sem var að gera við dráttar- vél, klemmdist undir henni og var fastur í um það bil klukku stund. Hann hlaut slæmt upp- handleggsbrot og var fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi, svo og drengurinn. Drengurinn, sem handleggs- brotnaði á sunnudaginn var að aka dráttarvélinni á Hvítár- vallaengjunum er hún valt og lenti drengurinn undir henni með fyrrgrdndum afleiðingum. Maðurinn, sem var að gera við dráttarvélina í gærmorgun, Framhald a oíb. 14. Báðir „Fokkerarnir" stóðu inni í fiugskýli í gær, og var búið að taka lok frá eldsneytisgeymunum, eins og sést neðan á væng fremri vélarrnnar (Tímamynd Gunnar) Á STÖÐUGU FLAKKI: Síldarbátarnir farnir úr Skagerak á Hjaltlandsmið ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. f nótt höfðum við samband við einn 'af íslenzku síldarhátunum í Norðursjó og fengum þær upplýsingar að bátarnir væru nú að fara úr Skagerrak aftur. síldar vart seinni partinn í síðustu viku. Bátarnir, sem þar hafa verið, hafa margir hverjir fengið ágætis afla og komizt upp í það að selja Síðan fyrir helgi hafa íslenzku síldarskipin haldið sig mikið á miðunum í Skagerak, en þar varð þrisvar á fjórum dögum, og mun verðið á síldinni úr Skagerak yfir- leitt hafa verið ágætt. í gær varð hins vegar lítið vart við sfld í Skagerak og fóru þá bátarnir að tínast af stað til Hjaltlands, en á miðunum vestur af Hjaltlandi mun einhver veiði hafa verið í nótt, en fáir bátar á miðunum. Mikil ásókn erlendra ferða- manna í bflaleigubila hér KB—Reykjavík, miðvikudag. Háannatími er nú hjá bílalcigustöðvum hér á landi. Kom fram í viðtölum, er Tíminn átti í dag við margar bílaleigustöðvar í Reykja- vík, að stöðvarnar geta nú varla annað eftirspurn, og hefur liún aukizt mikið frá því í fyrrasumar; sést það á því, að um 70 bifreiðar hafa bætzt við flotann á þessu ári og þrátt fyrir það, mun vera crfiðara nú, að útvega sér bíl hjá bílalcigu, en var á sama tíma í fyrra. Um 220 bílaleigubílar eru í Reykjavík. bílar leigðir út. Sagði Sigurður að þessa dagana væri ekki unnt að anna eftirspurn. Tíminn hafði samband við fleiri bílaleigustöðvar í Reykjavík og var þar álíka upplýsingar að fá. Sumar stöðvar gátu ekki annað eftirspurninni, hjá öðrum var það á takmörkunum. Dagana í kringum verzlunar- mannahelgina er að sjálfsögðu Það sem veldur þessu er aukinn ferðamannastraumur til landsins, og þrátt fyrir að mikið af erlendu ferðamönnunum ferðist um landið í hópferðabílum, má fullyrða að 50% af þeim, sem taka bíl á leigu í sumar eru útlendingar. Þá má búast við, að tímabil aðalvertíðar- innar hjá bílaleigunum verði nokkuð lengra í sumar en á und- anförnum árum. í ár hófst aðal- tíminn um mánaðamót maí—júní og búast má við að honum ljúki ekki fyrr en komið verður fram í septembermánuð. Sigurgeir Svanbergsson hjá Vega leiðum kvaðst a.m.k. vona að anna tíminn yrði fram í september en , hjá Vegaleiðum hef- ur verið mikið annríki í sumar, og mun nú vera upppantað hjá þeim fram að mánaðamótum júlí- ágúst. Sigurgeir sagði, að erlendu ferðamennirnir væru fyrirhyggju samir og hjá sér hefði fólkið t. d. pantað bíla einkum í janúar, fe- brúar og marz. Vegaleiðir hefur 57 bíla. Hjá bílaleigunni Fal, fékk Tím inn svipaðar upplýsingar, en þar munu 60—70 bílar vera leigðir út. Hins vegar fengum við þær upp- lýsingar að fleiri íslcndingar tækju þar bila á leigu heldur en útlend ingar. Sigui-ður Magnússon, blaðafull- trúi Loftleiða, sagði Tímanum að rekstur nýju bílaleigu Loftléiða gengi mjög vel, en þar eru 45 langmest að gera hjá bílaleigu- stöðvunum, svo að reikna má með að eitthvað róist hjá þeim, þegar sú helgi er að baki. Tíminn hafði að lokum samband við eina bílaleigustöð út á landi, en hún er á Egilsstöðum. Talsmað ur hennar, Björgvin Lúthersson, sagði, að reksturinn gengi mun betur hjá þeim en reiknað hafi verið með, en 5 Volkswagen-bíl- ar eru þar leigðir út og 2 Land Rover - bílar. Var á Björgvin að heyra, að eigendur stöðvarinnar hefðu í hyggju að stækka hana vegna hinnar góðu útkomu, en bílaleigunni var komið á fót á þessu ári. Björgvin sagði, að anna tíminn hefði hafizt í júní. 2 „þristar“ og 2 „sexur“ í ferðum fyrir Fokker-skrúfuþoturnar KJ—Reykjavík, miðvikudag. — Þetta hcfur gengið sæmilega í dag, sagði Svcrrir Jónsson af- greiðslustjóri hjá Flugfélagi ís- lands, þegar Tíminn spurði hvern ig væri með innanlandsflugið, þcg ar taka varð báðar Fokker Friend sliip skrúfuþoturnar úr notkun, vegna þess að í ljós kom að þétti efni innan á eldsneytisgeymum vél anna hafði flagnað upp að hluta. Sverrir sagði að Flugfélagið hefði tvær DC 3 vélar og 2 DC 6 flugvélar í förum á innanlandsleið um. Fara „sexurnar" til Akureyr ar og Egilsstaða, en „þristamir“ til annarra staða, og verða þá að fara fleiri ferðir á hvem stað, til að anna flutningaþörfinni. Flögnunin á þéttiefninu kom í ljós í gær, segir i fréttatilkynn- ingu frá Flugfélaginu, og við at- hugun kom í Ijós að um samskon ar skemmdir var að ræða í báðum vélunum. Sérfræðingar frá Fokker-verk- smiðjunum í Hollandi koma í kvöld til landsins, en ekkert er vitað um orsök þessara skemmda. Flugfélagið biður. farþega og aðra viðskiptamenn velvirðingar á töfum sem þessu kunna að verða samfara. 5 sækja um embætti lagaprófessors Liðinn er umsóknarfrestnr um prófessorsembætti í Iög- fræði við lagadeild Háskóla ís- lands. Umsækjendur um embættið eru: Bjöm Þ. Guðmundsson, fulltrúi yfirborgardómara, Lúðvík Ingvarsson, lögfræð- ingur, Sigurður Baldursson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Gizurarson, héraðsdómslögmað ur, og Sigurður Líndal, haesta- réttarritari. Menntamálaráðuneytið, 20. júlí 1971. Mývatnsrannsókn- irnar ganga vel ÞÓ Reykjavík, þriðjudag. f dag höfðum við samband við Kákon Aðalsteinsson, en hann er staddur norður í Mývatnssveit, og sér um að taka sýnisliorn vegna Laxár- og Mývatnsrannsókna. Ilákon tjáði okkur að það sem af er, hefði rannsóknum miðað vel áfram. • Alls væri búið að taká sýnis- horn . svar sinnun á 20 st-ðum í Mývatni og einum 10 til 15 stöðum í Laxá. Hákon sagði, að tíðin hefði verið hagstæð, og þar af leiðandi hefði taka sýnishorna gengiö mjög vel. En eins og oft hefur áður komið fram í fréttum, þá verða tel— sýni úr vatninu og ánni alveg þangað til að vetur verður kominn í vatnið, en það er að öllu jöfnu kringum miðjan október. Að auki sagði Hákon, að i- "t æri hægt að scgja um útko una á r -nsóknunum að svo komnu máli. Það væri rítt byrjað að rannsaka sýnishornin og stæði rannsókn þeirra yfir langt fram á vetur. Ennfremur verðui rann- sóknunum haldið áfram næsta sumar, þannig að fullnaðarrann- óknum verður ekki lokið fyrr en árið 1973. og þá rst er hægt að segja til um niðurstöðu af rannsóknunum. Spanskflugan Æfði raust / sína í Dimmuborgum SB-Reykjavík, þriðjudag. Fólkið á landsbyggðinni virð ist kunna að meta Spanskflug- una ekki síður en Reykviking- ar. Eftir framúrskarandi að- sókn á Akureyri, er leikflokk- urinn nú kominn til Húsavik- ur og hefur nú í þrjá daga sýnt þar tvisvar á dag fyrir fullu húsi. Ferðafólk, sem statt var í Dimmuborgun- um helgina, fékk þar ókeypis ágætis skemmtun, því að þar voru líka staddir leikararnir i Spansk- flugunni. Fannst þeim greini- lega mikið til hljómburðarins í Dimmuborgum koma og fóru að æfa rig. Ekki var það þó Spanskflugan sem æfð var, enda ættu þau að vera farin að kunna hana, heldur ýmislegt grín og söngur úr eldri leik- ritum úr ýmsum áttum. Hinn almenni ferðalangur í Dimmuborgum settist bara nið ur og hlustaði og segja þeir, sem viðstaddir voru, að þetta hafi verið afbragðs góð og ódýr skemmtun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.