Tíminn - 22.07.1971, Side 5
FIMMTUDAGUR 22. júlí 1971
TIMINN
s
MEÐ MORGUN
KAFFINU
&
Mafður nofckur kom til Árna
bisfcups Helgasonar í Görðum
og baS hann um lán eða nokkra
hjálp, en gat þess um leið, að
það væri nú fyrir sér eins og
öðrum fátæklingum, að hann
byggist nú ekki við að geta
borgað' það, og hefði hann eng-
in önnur úrræði, en að biðja
guð að launa honum það.
Arni biskup svaraði; — Ekki
er nú í kot vísað; Þú munt eiga
hjá honum.
Préstur kom í fangelsi til
ungs manns, sem sat inni fyrir
þjófnað, og lét prestur hann
taka í höndina á sér til stað-
festingar því, að hann skyldi
hætta .að stela.
Fangavörðurinn spurði mann-
inn, hvað presturinn hefði ver-
ið að segja við hann.
— Hann spurði mig hvers
vegna ég væri hérna og ég sagði
honum, að ég hefði stolið.
— Hvað sagði presturinn þá?
spurði fangavörðurinn.
— Þá skulum við takast í
hendur, svaraði fanginn. .
Skólapiltar úr Menntaskólan-
um gengu eitt sinn um götur
Reykjavíkur með nokkrum
ærslum.
Geir Zoega var þá rektor.
Lögregluþjónn kærði piltana
fyrir rektor og nefndi nokkra
þeirra með nafni.
Rektor kallaði nú piltana fyr-
ir sig, en þeir bera af sér allar
sakir og segjast allir hafa verið
ódrukknir, og þetta hafi aðeins
verið saklaust gaman.
— Já, segir rektor. — Það
er heldur ekki hægt að taka
kæruna til greina af öðrum
ástæðum. Sjáið þið! Hann hef-
ur skrifað „hann“ með einu n-i!!
Halldór Briem kennari við
Möðruvallaskóla kvartaði einu
sinni yfir því við Skólastjóra,
Jón A. Hjaltalín, að hann fengi
ekki nemendurna til að lesa
dönsku, hvernig sem hann nudd-
aði í þeim.
Þá sagði Hjaltalín: — Ætli
það væri þá ekki rétt að sleppa
nuddinu.
H r:
sem eitt sjnn var, sýnd hér a
landi. í myndinni lék Ulla Jac-
obsen. Sænskt vikublað er ný-
byrjað að birta sérstæðar ást-
arsögur úr raunveruleikanum,
og sú fyrsta er einmitt um Ullu.
Segir hún frá því, hvernig slys
á íslandi varð til þess, að hún
hitti núverandi eíginmann sinn
eftir margra ára aðskilnað, og
þessi endurfundur varð til þess,
— ★ — ★ —
Bandaríski kvikmyndaleikar-
inn og framleiðandinn Kirk
Douglas hyggst nú bjarga Holly-
wood. Hann kom þangað eigi
alls fyrir löngu, og það varð
honum áfall að sjá, hvernig
borgin er orðin. — Það var bú-
ið að segja mér, að Hollywood
væri á niðurleið, segir Kirk, —
en mér datt ekki í hug, að
ástandið væri svona slæmt. Mað
ur þekkir varla borgina aftur.
— Mér hefur liðið vel hér, hélt
Kirk.áfram. — Ég fékk hér öll
mín tækifæri, svo og hundruð
annarra leikara og leikkvenna,
og við eigum að vera Holly-
wood þakklát fyrir það. Við fór-
um héðan, af því að við héldum
að við gætum grætt í Evrópu.
En við vissum ekki, hvað við
gerðum borginni, sem hefur ver
ið okkur allt, með því. Svo mörg
voru þau orð, og Kirk Douglas
ætlar framvegis að gera myndir
sínar heima í Hollywood, og
5vo er bara að sjá til, hvernig
bonum tekst að endurreisa stað-
inn.
*
hjóna hamingjusömust. — Arið
1952 mælir Ulla sér mót við
Hans Winfried Rohsmann í Vín-
arborg. Þau hittast og ræða sam
an, en síðan hverfur hún á
braut og heldur til Svíþjóðar,
heimalands síns. Hún giftist tví
vegis og skilur tvívegis og á
tvö börn. Árið 1957 leikur hún
gestaleik í Stokkhólmi og fer
með aðalhlutverkið í leiknum
— ★ — ★ —
Karl nokkur Kröyér, iðjuhöld
úr í Árósum, segist geta náð
lúxusskipinu Andreu Doriu,
sem sökk fyrir 15 árum við
strendur Bandaríkjanna, upp af
hafsbotninum, en hann segist
efa stórlega, að Bandai'íkjamað-
urinn, sem hyggst líka reyna,
geti það. Sá, sem getur náð
flakinu upp, verður milljóna- ef
ekki milljarðamæringur, því
þarna eru gull og gimsteinar,
ásamt einhvérjum ósköpum af
áfengi. Þá má vænta þess, að
skipið sjálft og tæki þess séu
einhvers virði. Bandáríkjamað-
urinn Mike Cushman iiyggst
nota kafbát til að koma loftpúð-
um undii' skipið og festa á það.
Þegar svo loftinu er dælt í, seg-
ir hann að skipið muni lyftast
þessa 75 metra, sem eru upp á
yfirborðið. Karl Kröyer segist
munu geta lyft skipinu með því
að fylla það af litlum, léttum
kúlum úr eins konar froðuplasti.
Þetta virðist vera skynsamleg-
asta hugmyndin, sem enn hefur
komið fram um björgun skips-
ins, enda má benda á að Karl
Kröyer hefur þegar reynslu í
slíkri björgunaraðferð, þar sem
hann náði upp með henni skipi,
sem sokkið hafði fyrir nokkrum
árum úti fyrir Færeyingahöfn
á Grænlandi. Kröyer segist þó
ekki munu gera tilraun til björg
unar Andreu Doriu nema hon-
um verði falið verkið, en hann
dauðlangar til þess.
Fröken Júlíu. Hans Winfried
Roshm'ann hefur aldrei kvænzt
frá því hann hitti Ullu, enda
ekki fundið neina henni líka.
Hann fer í ferð til íslands, verð-
ur fyrir því óhappi að brennast
mjög illa á fótum í heitum hver
hér, og endar með því að verða
að liggja á sjúkrahúsi í Noregi
í þrjá mánuði. Loks kemur að
því, að hann getur haldið heim
til Vínarborgar. Hann kemur
við í Stokkhólmi og ætlar að
skoða borgina í einn dag og
fara svo heim. Á miðjum degi
rekur hann augun í eitt Stokk-
hólmsblaðanna, og þótt hann
skilji ekki sænsku sér hann
samt, að Ulla nokkur Jacobsen
fer nú með aðalhlutverkið í
gestaleik í Intiman-leikhúsinu.
Hann hættir við að skoða borg-
ina og heldur til Intiman. Þar
hittir hann Ullu. Þetta gerðist
í ágúst 1957 ig 13. desember
ári síðar ganga þau í heilagt
hjónaband. Þau höfðu upphaf-
lega hitzt í Vín 13. desember
1952. Ulla segir, að hún sé glöð
yfir því, að hafa orðið að bíða
í fimm ár eftir að giftast Hans,
og jafnvel giftast og skilja tví-
vegis í millitíðinni, því við það
hafi húp hlotið þann þroska,
sem hún þurfi á að halda. Nú er
hún hamingjusöm, og það sama
mun hægt að segja um Hans
Winfried Rohsmann, sem varð
ástfanginn af stúlkunni, sem
lék í ,,Hon dansade en sommar",
hitti hana, missti hana, en hitti
hana á ný, eftir svo margra
ára aðskilnað. Slysið á íslandi
varð til þess, „ð leiðir þeirra
lágu saman á ný.
★
DENNI
dæmalausi
Ég sagði... hvenær fáum við
eigiulega að borða?