Tíminn - 22.07.1971, Síða 10

Tíminn - 22.07.1971, Síða 10
TIMINN FIMMTUDAGUR 22. júlí 19n iD HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 24 aði hana alltaf Þóru litlu, og hún nefndi hann slæma strákinn. Óskar var ekki fyrr búinn að víkja sér að heiman, en Þóra var búin að senda bréf á eftir honum. Hann svaraði alltaf þessum bréfum, bréf hans voru full af ástúðlegu gamni, en ef til vill var Þóra dálítið óánægð, svona innst inni með þessi bréf, henni fannst þau varla regluleg ástarbréf, hún gat lesið ]oau öll fyrir Margréti frænku, en Óskar bætti fyrir öll vonbrigði og sagðist eiga að verða þingmannsefni, þá sá Þóra hann í anda mikinn mann og frægan. Henni fannst hann eins og fjalls- tindurinn sem þokan hefur svipzt af og sólin varpar geislum sínum á. Svo sagði hún: Nú verður slæmi strákurinn að leika við mig, hann hefur ekki farið í skollaleik við mig síðan í gær. Þóra var alsæl, hcnni fannst bara eitt skorta á hamingju sína, en það var, að Helga kæmi heim oc nyti hamingjunnar með henni. Einu sinni minntist hún á þetta við Óskar, hann var þá á kafi í kosn- ingaundirbúningnum og sagði bara: — Fyrirtaks hugmynd, Ilelga er stórkostleg, eftir myndinni að dæma. Þú skalt bara segja henni að lcoma heim, ef faktorinn sam- bykkir það, — og svo sneri hann sér aftur að þessum þrautleiðin- legu stjórnmálum. Næst talaði Þóra um þetta við Margréti frænku. Hún var ekki eins hrifin af hugmynd- inni. hún rak gleraugun sín næst- um í nefið á Þóru, hristi hárlokk- ana ákaft og sagði: —■ Láttu ekki eins og flón. Tvennt er of margt. Næst impr- aði Þóra á þessu við Önnu, sú móðurlega sál komst við pg sagði: — Það væri indælt, ef þér tæk ist að koma því í kring, það gæti orðið til þess að sameina fjöl- skylduna aftur, það væri sannköll- uð blessun. Eftir samtalið við Önnu leit Þóra á sig sem sáttasemjara fjöl- skyldunnar og með því hugarfari vakti hún máls á þessu við föð- ur sinn. Faktorinn hlustaði á hana af skilningi. Oft hafði faktorinn á«-ikað sjálfan sig fyrir að skiljast frá Helgu dóttur sinni, hann sagði því: — Hún gæti svo sem komið til að vera við brúðkaupið, hún gæti þá verið heima að minnsta kosti eitt ár, ég skal skrifa danska lög- fræðingnum. — Þóra skrifaði syst- ur sinni með sömu ferð. Elsku bezta Helga! Pabbi ætlar að skrifa lögfræð- mgnum og biðja hann um að senda þig heim til eins árs dvalar, ég vona, að mamma verði því ekki mótfallin, ég er viss um, að þú verður ekki á móti því, þegar ég segi þér, hvað stendur til. Hér á að halda brúðkaup og auðvitað verður veizla og mikið tilstand. Elskan mín, ég á að giftast Óskari Stefánssyni, sem er kominn heim frá Englandi. Hann er svo fríður og gáfaður, ef þú sæir hann núna, mundir þú verða ástfanginn af honum á stundinni, en honum þykir svo vænt um mig og éa er svo hamingjusöm. Ég átti fyrst að giflast Magnúsi, en sú trúlofun fór út um þúfur, ég hef samúð með honum, og ef þú heyrir hon- um hallmælt, þegar þú kemur heim, skaltu ekki trúa því. Magn ús er guli af manni, en mér gat bara ekki þótt vænt um hann. Elskan mín, það er svo margt, sem mig langar til að segja þér, en ég læt það bíða, þangað til þú kémur. í sumar gekk verzlunin illa, 'Óskar er orðinn hlulhafi í fyrirtæki föður okkar. Ég er að vefa efni í jólafötin hans pabba, en vefnum miðar lítið áleiðis, vegna þess að ákveðinn maður er alltaf að trufla mig og þegar mað- I ur ætlar að fara að gifta sig, þá er í mörg horn að líta eins og þú getur ímyndað þér. Elslcu Helga mín, nú hef ég ckki fleira að skrifa þér, færðu mömmu ástarkveðju frá mér, og reyndu að koma sem fyrst, því að brúðkaupið getur orðið fyrr en varir, þó að ekki sé enn búffl að ákveða daginn. Þín elskandi systir, Þóra. P.S. Komdu fljótt, ég hlakka svo til að kynna þig fyrir Óskari. Hálfum mánuði seinna sagði faktorinn, að hann væri búinn að fá bréf frá danska lögfræðingnum, og að Ilelga kæmi með næsta skipi. — Hún kemur þá með Láru, hún á að vera hérna fyrsta nóv- ember, það er á kosningadaginn, — sagði Óskar. — Það er góðs viti, — sagði Þóra, og hún söng íslenzk ástar- ljóð, það sem eftir var af degin- um, hún var svo hamingjusöm. 2. KAFLI. Morguninn, sem von var á Láru, hafði Þóra farið snemma á fætur oa var komin niður á bryggju fyrir morgunverð. Enn sást ekki til skipsins, allt hitt fólk- ið sem hún átti samneyti við, var á kafi í kosningabaráttunni. Ósk- ar var á þönum með silkiborða í hnappagatinu, menn komu ríðandi á kjörstað með blaktandi silki- bönd á beizlisstöngunum og það var flaggað um allan bæinn. Einni stundu áður en kjörstaður opnaði, heimsótti landshöfðinginn faktorinn og sagði: Ég er hræddur um úrslitin. Ég sé nú, að Óskar var hinn óheppilegasti frambjóðandi, sem hægt var að velja fyrir málstað okkar. Allir, sem hafa eitthvað á móti mér, munu kjósa gegn syni mínum, og allir scm eru þér mót- snúnir munu kjósa gegn tengda- syni þínum. — O, ég þekki fólkiö. Það set- ur.sig á háan hest, þegar maður stólar á það, en er eins og þrælar7 þegar það þarf á manni að halda. En við skulum nú sjá tilv — sagði faktorinn. Þegar faktorinn hafði lokið við morgunverðinn í mestu rólegheit- um, gekk hann niður á skrifstof- una sína og bað um höfuðbókina. Hann fletti henni ow sá næstum helmingur kjósenda skulduðu hon um, sumir smávegis, aðrir mik- ið og nokkrir svo mikið, að þeir mundu aldrei geta greitt skuldir sínar með góðu móti. Hann lagði saman skuldirnar og upphæð- in var geysihá. Svo sagði hann stundarhátt: „O, jæja, lifið er aldrei eins dýrmætt og þegar dauð inn er við dyrnar.“ Svo kveikti hann í pípunni sinni, lét höfuð- bókina undir arminn og gekk setfc- lega á kjörstað. Faktorinn var formaður í kosninganefndinni í flokknum, hann átti því rétt á að sitja inni í salnum, hann bað um stól og settist fyrir framan borðið sem kjósendurnir gengu að, til að kjósa, hann sneri baki að dyrun- um og sat andspænis sýslumann- inum og sagði: „Oft er lágur sess lötum hægur.“ Þegar kjósendui-n- ir fóru að koma, lagði faktorinn höfuðbókina opna á hnén og tók upp sveran bláan blýant Þegar svo kjósandi gekk að borðinu og nafn hans var nefnt, sáu menn, að faktorinn fletti opineni siðunni, þar setn skuldir viðkomandi kjós- enda voru skráðar. Þegar svo sýslumaður spurði: „Hvom kýst þú? Óskar Stefánsson eða Jón Öddson, — og kjósandi svaraði: „Óskar Stefánsson,“ þá dió fakt- orinn tvö breið strik yfir nafn og er fimmtudagurinn 22. júlí — Maríumessa Magdal. Árdegisháflæði í Rvík kl. 06.26. Timgl í hásuðri kl. 13.44. HEILSUGÆZLA SlysavarðstofaD i Borgarspltalan om er opin allan sólarhrtngiL'n Simi 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Revkjavík og Kópavog simt 11100 Sjúkrahifreið i aafnarfirði simi 51336 Tannlæknavakt er i Hellsu'’erndar stöðinnl. þar sem Slysavarðstoi aii vai. og et opin laugardaga os sunnudaga kl. f>—0 e. h. — Stnv 22411 Almennar applýstngar um tækna þjónustu i borginnl eru gefnai simsvara Læknafélags Reykjavtk ur. siml 18888 FæðingarhelmlliB i Kópavogi Hlfðarvegl 40 slmt 42644 Kópavogs Apóteh er opið ^irkt daga fcL 9—19, laugardagB k P —14, helgldaga kl 13—18. Keflavikur Apótek ® opið vlrka daga kL 9—19, laugaxdaga kL 9—14, helgidaga fcl 13—18. Apótek Hatnarfjarðar er opið a11» rlrka dag frá kL 9—1, á laugar cðgum kL 9—2 og á sunnudög- nm og öðrum helgidögum er op- ið frft kl 2—4 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i Reykjavík vikuna 10. — 16. júlí annast Laugavégs Apótek og Holts Apótek. Næturvarzla lækna í Keflavík 22. júlí annast Arinbjörn Ólafsson. Nætur- og helgidagavarzia iækna Neyðarvakl: Mánudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 eingöngu i neyðartilfellum sími 11510. Kvöld-, nætur- og helgarvakt. Mánudaga — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá kl. 17.00 föstudag til kl. 08.00 mánudag. Sími 21230. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Sólfaxi fór frá Kaupmannahöfn kl. 08:40 í morgun til Keflavíkur, Narsarssuak, Keflavíkur og væntan legur aflur til Kaupmannahafnar kl. 18:00 í kvöld. Gullfaxi fór frá Rvík kl. 08:30 í morgun til Lundúna, Keflavíkur, Kaupmannahafnar og væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 22:00 í kvöld. Sólfaxi fer frá Kaupmannahöfn í fyrramálið til Keflavíkur og vænt- anlegur aftur til Kaupmannahafnar annað kvöld. Gullfaxi fer frá Keflavík kl. 08:30 í fyrramáli til Glasgow, Kaup- mannahafnar, Glasgow og væntan- legur til Keflavíkur kl. 18:15 annað kvöld. Innanlandsflug. I dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Akureyr- ar (4 ferðir) til Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, og til Egilsstaðar. .4 morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Akureyrar (2 ferðir) til Horna- fjarðar, ísafjarðar og til Egils- staðar. Loftleiðir h.f.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 0700. Fer til Luxemborg ar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til NY kl. 1645. Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer til Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1845. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 0830. Fer til Glasgow og London kl. 0930. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá Ósló, Gautaborg og Kaup- mannahöfn kl. 1500. Fer til NY kl. 1600. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fer frá Svendhorg i dag til Rotterdam og Hull. Jökulfell væntanlegt til Rvíkur á morgun. Dísarfell fer frá Gdynia í dag til Rvíkur. Litlafell er í Rvík. Helga- fell losar á Austfjörðum. Stapafell er í Rvík. Mælifell er í Keflavík, fer þaðan í kvöld til Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá Rvík í gærkvöldi austur um land í hringferð. Esja var á Hornafirði í gærkvöldi á suðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 10.30 til Þorláks- hafnar og þaðan aftur kl. 17.00 í dag til Vestmannaeyja. ÁRNAÐ HEILLA Sextugur er í dag 22. júlí, séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðs- vörður Þingvöllum. ;S5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS«SSSSSSSSSSSSS5SSSS$SSsSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSa í í töfrakofanum reynir Úlfsauga að lækna liöfðiiigjann. — Þetta cr lækningadans- inn, hver cr vcikur? — llöfðinginn. Horn á buffli rakst í hann, og særði hann á öxlinni. Töfralæknirinn cr að revna að lækna hann. — Ef höfðinginn er alvar- lega meiddur,. þarf hann á aðstoð lærðs læknis að halda, Arnarkló.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.