Tíminn - 22.07.1971, Síða 9
FIMMTUDAGDR 22. júlí 1971
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framlrvæmdastjórl: Kristján Benedlktsson Kitstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb) Jón Helgason, IndriBi G Þorsteinsson oe
Tómas Karlsson Auglýslngastjóri: Stelngrímur Gislason Kit
stjórnarskrifstofur 1 Edduhúslnu. simar 18300 - 18308 Skril
«ioiur Bankastræti 7 - Afgreiðslusimi 12323 Auglýsmgasimi
19523. AOrar skrifstofur siml 18300. A.skriftargjaM kr 195.00
á mánuði innanlands t lausasölu kr 12,00 elnt. — Prentsm
Edda hf
JAMES P. STERBA:
SBEöaa
Vinnufriður er
forsenda hagsældar
í viðtali, sem Tíminn átti við Halldór E. Sigurðsson,
fjármála- og landbúnaðarráðherra og birtist hér í blað-
inu í gær, lagði hann á það áherzlu, að allar fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og þar með afkoma
ríkissjóðs byggðust á því, að ríkisstjórninni tækist að
tryggja vinnufrið í landinu og ná því takmarki, sem hún
hefði sett sér urn 20% aukningu kaupmáttar launa lág-
launastéttanna í áföngum á 2 árum, að ríkisstjórninni
tækist að halda verðbólgu í skefjum svo að hún verði
ekki meiri hér á landi en í nágranna- og viðskiptalöndum
og að henni tækist að halda uppi fullri atvinnu fyrir alla
vinnufæra menn í landinu. Tækist þetta, sagði fjármála-
ráðherrann, þá yrði þeirri varnarbaráttu, sem ríkisstjóm
in neyddist til að heyja nú, vegna ástandsins í efnahags-
málum, þ.e. „hrollvekjunnar“ margumtöluðu, snúið í
sókn til framfara og hagsældar fyrir þjóðina.
Fjármálaráðherrann sagðist hafa séð í blöðum stjórn
arandstæðinga þá spurningu, hvort „hrollvekjan“ væri
alls ekki til staðar, þegar allt kæmi til alls. Engum væri
það meira gleðiefni en sér, ef svo væri. En ,,hrollyekjan“
mun segja til sín. Ráðh. vakti athygli á því, að nú væri
mikið góðæri í landinu og tekjur rikissjóðs þar af'Teið-
andi mjög miklar. T. d. hefði ríkissjóður haft á s.l. ári
1400 milljón króna tekjur umfram fjárhagsáætlun fyrir
1970, eða nærri því eins mikil fjárhæð kom þá umfram
áætlun í ríkissjóð og fyrstu fjárlög viðreisnarstjornarinn
ar voru í heild. Þessi þróun um tekjur ríkissjóðs hefur
haldið áfram á þessu ári og það segir að sjálfsögðu til
sín. En þessu til viðbótar bætist, að verðlag á útflutnings
afurðum þjóðarinnar er nú hærra en nokkru sinni fyrr.
Eðli máls samkvæmt ætti staða atvinnuveganna að vera
góð. En þrátt fyrir þetta góðæri er kaupgjald hjá vinnu
stéttunum lægra en svo, að við verði búið, og ríkissjóður
verður að verja af sínum tekjum ca. hálfum öðrum mill-
iarð króna til þess að halda verðlagi í skefjum vegna at-
vinnuveganna.
Um þetta sagði ráðherrann: „Frá mínum bæjardyrum
séð er það „hrollvekja“, er sýnir hið raunverulega ástand
í efnahagsmálum, að það þurfi að gerast á sama tima og
viðskiptakjör atvinnuveganna eru jafn hagstæð og raun
ber vitni og kaupgjald svo lágt, sem það er, að svo miklar
tekjur ríkissjóðs, sem þyrfti að vera hægt að verja til
nauðsynjaframkvæmda skuli fara til þess að greiða niður
verðlag. Ef þessi mikla fjárhæð færi ekki til niður-
greiðslna væru þar til reiðu fjármunir til framkvæmda í
vegum, skólabyggingum, sjúkrahúsum og til félagslegra
umbóta svo sem í tryggingamálum. Vegna þessa fer
minna en ella til þessara brýnu verkefna og það er ein-
mitt ,,hrollvekjan“ og hún er svo sannarlega til staðar.“
Þessar aðgerðir. sagði fjármálaráðherra. voru gerðar til
að verja atvinnuvegina, en það var tilfærsla á vandanum
og vandinn er nú ríkissjóðsmegin og það dæmi verður
ekki gert upp fyrr en með fjárlagagerð fyrir árið 1972.
Það er ekki séð ennbá. hve vandi ríkissjóðs verður mikill,
en ég geri mer fullkomlega grein fyrir því, að það er
auðlevst verk að ná þar endum saman. Það breytir
'úns vegar alls ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar að bæta
kjör þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það mun
hafa forgang. En vegna þessa skulu menn fara sér hægt
að tala um það, að „hrollvekjan" sé ekki til, þar sem
hvort tveggja er óunngert kaupgjaldsmálin með haustinu
og ríkissjóðsdæmið fyrir næsta ár. — TK
Hagur Indónesíu þykir heldur
hafa vænkazt hin síðustu ár
Sukarno forseti barst mikið á og lagði höfuðáherzlu á eflingu hersins og ytri valda-
tákn. Suharto eftirmaður hans hefur hins vegar lækkað framlög tii hersins til mik-
illa muna, en snúið sér i þess stað að samgöngubótum og eflingu matvælafram-
leiðslunnar.
Greinin, sem hér fer á
eftir, var birt daginn sém
gengið var til kosninga i
Indónesíu snemma í þessum
mánuði. Úrslit kosninganna
urðu ekki kunn fyrri en nú
fyrir skömmu, enda eru um
1000 eyjar byggðar í Indó-
nesíu og næsta löng og fá-
förul leið til þeirra, sem
fjarst liggja.
Flokkur Shuhartos for-
seta vann mikinn sigur í
kosningunum, eins og flestir
þóttust vita fyrir. Andstæð-
ingar forsetans fullyrða hik-
laust, að framkvæmd kosn-
inganna hafi verið meira en
lítið vafasöm. Álitamál get-
ur þó verið, hvaða kröfur er
eðlilegt að gera í því efni
þegar þess er minnzt, að
kosningar hafa ekki verið
leyfðar í Indónesíu í 16 ár
og það er hernaðarstjórn,
sem til þeirra efnir að þessu
sinni.
„ÞESSU hefði ég ekki trúað
’ef *ég hefði ekki séð það með
eigin augum,“ sagði námsmað-
ur einn, sem dvalið hafði í
Evrópu við nám undangengin
sex ár, en kom heim til Indó-
nesíu um síðast liðin mánaða-
mót. „Þegar ég kom heim og
leit f kring um mig flaug mér
í fyrsta sinn í hug, að ef til
vill gætum við sigrast á erfið-
leikunum.“
Námsmaðurinn sagði enn-
fremur, að nú væru flest börn
f fötum, en hefðu áður klæðst
lörfum, vegirnir væru mun
betri en áður, nú væru brýr úr
járnbentri steinsteypu yfir hin
stærri fljót, en áður hefðu þar
verið trébrýr, sem árnar tóku í
flóðum á hverju ári. Ennfrem-
ur væru flugvélar farnar að
standast áætlun og betlarar sæ-
ust minna á ferli en áður.
INDÓNESÍA er fimmta
stærsta ríki heims að flatar-
máli og þjóðin fimmta fjöl-
mennasta þjóðin. Margir Indó-
nesíumenn eru enn haldnir
svartsýni og telja -þjóðina
dæmda til að lifa við gremju
og skort sem gustukaþjóð.
Framtíðarhorfurnar eru að
ýmsu leyti óglæsilegar og enn
finnast þess dæmi í Djakarta.
að heilar fjölskyldur búi i
skolpræsum. Enn eru meðal-
tekjur á mann neðan við 80
dollara á ári.
Lengi virti°' óstöðugleikinn í
stjórnmálum og fjármálum
óviðráðanlegur, en nú telja
margir þeirra, sem með mál-
um hafa fylgzt árum saman, -að
bjartara sé framundan m
nokkru sinni fyrr síðan árið
1946 að leiðtogar Indónesíu-
manna lýstu yfir sjálfstæði
landsins og sögðu skilið við
hollenzku nýlendustjómina.
Margir Indónesíumenn, sem
heim koma eftir langa fjar-
Ný verksmiðja i byggingu í Indónesíu.
yeru, segja breytingarnar, sem
fýrir augu b’erá, „furðulegar“
og jafnvel „kraftaverkum lík-
astar“. Játa verður þó, að
margra breytinganna gætir,
einkum á yfirborðinu.
FRAMFARIRNAR, sem um
er að ræða, hafa orðið undir
forustu Suharto forseta og hers
höfðingjanna, sem tóku völdin
þegar búið var að kveða niður
byltingartilraun kommúnista
1965. Þeir beittu afli og alvar-
Fyrri grein
legri kúgun að sumra sögn,
efldu vald hersins og hnepptu
stjórnmálalíf landsins í fjötra
til þess að reyna að stuðla að
framförum í stað þess að láta
allt lenda í blóðugum hug-
sjóna- og trúarátökum, eins og
lengst af hefur tíðkast.
Shuharto forseti hefur slak-
að ofurlítið á taumunum á
þessu ári. Hann leyfði 57 millj-
ónum Indónesíumanna að
ganga til kosninga undir miög
ströngu eftirliti og að viðlagðri
valdbeitingu, , ef út af settum
reglum yrði brugðið. Þetta eru
fyrstu kosningarnar síðan árið
1955. Embættismenn líta svo á,
að kosningarnar séu fyrsta
skrefið á braut til almenns
lýðræðis og niðurfellingar
hernaðarstjórnar smátt og
smátt.
INDÓNESÍUMENN treysta
mjög á aðstoð Vesturlanda-
manna, enda þótt þeir aðhyllist
hlutleysi og leiti að nýju eftir
vináttusambandi við ríki komm
únista.
Nixon Bandaríkjaforseti kom
í heimsókn til Indónesíu fyrir
tveimur árum, en éður hafði
enginn forseti Bandaríkjanna
stigið þar fæti á land. Nixon
fór þessa för til að lýsa þeirri
von sinni, að Indónesía væri
upprennandi ríki andkommún-
ista í Asíu. Ekkert virðist hafa
gerzt, sem líklegt sé til að gera
þessar vonir að engu. Veruleg-
ar efnahagsframfarir hafa orð-
ið undir handleiðslu kapítalista
og glæðir það þessar vonir
fremur en hitt.
Nokkur festa er komin á í
efnahagsmálum Indónesíu, en
gífurleg verðbólga óð þar uppi
fyrir fjórum árum. Verðbólgu-
áhrif til lækkunar á gjaldmiðli
landsins námu ekki nema 8%
á síðast liðnu ári og hefur
hann því staðið sig öllu betur
en bandaríski dollarinn.
SÚKARNO forseti, fyrirenn-
ari Suhartos, varði til þess
óhemju mikh lánsfé á árun-
um milli 1950 og 1960 að látast
fara með forustuhlutverk með-
al þjóðanna. Hann keypti eink-
um þiing vopn og reisti hvers
konar tákn um ytri glæsileika,
en lét vegi landsins og áveitu-
kerfi ganga úr sér. Nú verja
Indónesíumenn fé fyrst og
fremst til þess að lagfæra veg-
ina og bæta allt samgöngukerfi
landsins.
Fimm ára áætlun ríkisstjórn-
arinnar er nú á þriðja ári, og
fullum þriðjungi af áætluðum
útgjöldum er varið til ýmiss
konar framfara, en ekki nema
þremur af hundraði til hernað-
arþarfa og þó lýtur þjóðin hern
aðarstjórn. Árið 1963 runnu 87
af hundraði af útgiöldum ríkis-
ins til varnamála undir stjórn
Sukarnós forseta
Óstöðugleiki í efnahagsmál-
um fældi erlent fjármagn frá
Indónesíu fyrr á árum, en það
hefur streymt til landsins und-
angengin þrjú ár og er því
einkum varið til að nýta auð-
lindir landsin svo sem námur,
Framhald á bls. 12