Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 8
"SfSrfííi •. . iHiimifi «liim i TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. júlf 1971 GÓÐAN DAGiNN i i i a i i i i i j j i i ■ a a a a i a a M I 1 B a a 9 ■ ■ ■ a Hann er nýkominn að norð- an. Þar leika nú fremur svalir vindar um byggð og bú. En vorið var gott og fénaður og fólk vel fram gengið eftir mild an vetur. Jón Andersen er vélgæzlu- maður við Skeiðfossvirkjun. En þaðan fá Siglfirðingar, Fljótamenn og að nokkru Ólafs firðingar orku til ljósa og iðn- aðar. Ekki verður þó sagt, að þessi orkugjafi væri fenginn án fórna, því að þarna hefur ver- ið sökkt undir vatn einni með- al fegurstu gróðurvinja á Norðurlandi, Stíflunni. Sú saga verður alltaf raunasaga, og ætti að verða framtíðinni ábend ing um að láta slíkt aldrei henda fyrr en fullkannaðar eru allar aðrar leiðir til lausnar þörfum mannkindarinnar á þessu sviði. Andersen telur, að tvímæla- laust séu þarna fyrir hendi skilyrði til meiri orkufram- leiðslu, með því að byggja aðra stöð lítið eitt neðar, og að þær framkvæmdir mætti gera án nokkurra teljandi náttúru- spjalla umfram þau sem orðin eru. Ég er íslenzkur í móðurætt. Móðir mín var Kristín Krist- insdóttir ættuð úr Kræklinga- hlíð í Eyjafirði, en faðir minn var danskur vélsmiður Georg Andersen. Hann kom hingað upp til íslands skömmu eftir aldamót, líklega á vegum Þor- steins Jónssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Dalvík, þeirra erinda að setja Danvél- ar í báta við Eyjafjörð. Hann fór ekki út aftur heldur ílengd ist hér og kvæntist móður minni. Þau settu saman heim- ili, bjuggu fyrst á Akureyri og þar fæddist ég 19. júlí 1910, og ólst þar síðan upp fram til átta ára aldurs, að foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur. Þetta var veturinn 1919, þann sama snjóflóðið féll á Siglufirði og olli þar mann- tjóni og skaða á mannvirkj- um. Við fórum frá Akureyri með „St'’rling“. Þ r t við komum til Siglufjarðar var allnr f’örð urinn þakinn snjók i : .u.r, og íshröngli. Móðir mín var eitt- hvað lasin og treysti sér ekki í land, en ég var látinn fara til þess að hitta aldraða móð- ursystur hennar, sem bjó í kaupstaðnum. Mér er það minnisstætt, að snjórinn var svo mikill, að ég varð að ganga niður átján tröppur til þess að komast að dyrum frænku minnar. í Reykjavík vorum við hálft annað ár og vann faðir minn þann tíma verkstjóri hjá Mal- berg í Hamri. Við fluttum svo aftur norður og settumst að á Siglufirði. Faðir minn fór þá til sjós á kútter Verðanda. Skip ið átti Helgi Hafliðason o. fl., en skipstjórinn var Kjartan Stefánsson frá Móskógum í Fljótiisss. Ég er því búinn að vera bú- settur á Siglufirði og í ná- ersen grenni Siglufjarðar í hálía öld, og vinna mín allan þann tíma verið bundin Siglfirzkum rekstri eða fyrirtækjum. Ég byrjaði að vinna í smiðju eða verkstæðisholu, sem faðir minn átti og hef síðan alltaf unnið við vélar eða eitthvað þeicn viðkomandi ýmist á sjó eða landi. Það er kannski varla í frá- sögur færandi, en ég var að- eins tólf ára gamall þegar ég fyrst fór á sjó sem vélgæzlu- maður. Þetta var á litlum báti með 4ra ha. Danvél. Vélstjór- inn hafði forfallazt og ég var fenginn í hans stað þennan róður. Veður var gott og ekk- ert gerðist sögujegt. Allt gekk að óskum. En ef til vill hefur mér sjálfum fundizt eftir á, að ég væri maður að meiri. Nítján ára gamall missti ég vinstri hendina. Við höfðum farið á nokkuð stórri trillu^ sem faðir minn, átti inn til Ólafs- fjai-ðar. Þann sama dag var Karlakórinn Vísir þar í söng- för, og fluttum við söngmenn- ina frá borði og um borð aftur að loknum „konsert“. Prestur á Ólafsfirði var þá séra Ingólf- ur Þorvaldsson, en mæður okk ar voru hálfsystur. Nú vildu presthiónin endi- lega að foreldrar minir gistu þar um nóttina og auðvitað fylgdi ég þá með. Ég vildi þó öllu fremur fara með kórnum Siglufjörð, en íaóxr mmxi kvað mér ekkert liggja á fyrr en þeim og varð svo. Um nóttina rauk upp með vonzku veður svo hvergi varð komizt út úr firðinum, hvorki á sjó eða landi. Urp morguninn tókst okkur að ná bátnum á land og forða því að hann brotnaði við bryggjukörin. Þeg ar því var lokið fórum við heim til að hafa fataskipli. Ég gekk svo niður eftir aftur og voru þá nokkrur menn, ásamt föður minum, við bátinn. Úti í brimgarðinum sé ég fugla, sem mér sýnist, að ekki séu vel á sig komnir, og spyr þvi hvort ekki sé rétt að skjóta þá .Faðir minn tekur undir það með mér og fer ég þá upp í bátinn til þess að ná í byss- una mína, sem var niðri í „lúkar". Ég hlóð hana með stóru haglaskoti, fer svo upp aftur og legg hana frá mér á hvalbakinn meðan ég stekk niður í fjöruna. í sömu svifum kemur þar piltur aðvifandi, þrífur byss- una og fer eitthvað að fikta við hana, með þeim afleiðing- um, að skotið hleypur úr henni og lendir í vinstri hand- legg á mér. Eins og fyrr segir var ekkert hægt að komast vegna illviðris, og því enga hjálp hægt að fá umfram þá, sem gamall læknir, Sigurður Magnússon, sem þá var í Ólafsfirði, gat í té látið. Hann fór með mig heim í hús Jóns Björnssonar og Dönu Jóhannesdóttur og tók þar af mér hendin.a Mun þetta hafa lánazt vel hjá honum, því að eftir að hafa legið sjö vikur á heimili þeirra Jóns og Dönu, fór ég heim. Hef ég síðan verið handarvana að öðru en því, að árið 1930 fór ég til Kaupmanna hafnar og fékk mér gervilim. Sú hendi kom mér að góðu gagni meðan ég var til sjós. Það fer ekki hjá því, að ungur maður veröur býsna lengi í sárum eftir svona áfall, jafnvel þótt gróið sé fyrir stúf- inn. Ég fór þó fljótlega að vinna við vélgæzlu í fiskibát- um og hafði það starf á hendi þangað til ég réðist að Skeiðs- fossvirkjuninni. Þó var ég átta sumur í síidarverksmiðjunni Rauðku á Siglufirði . Eftir einni sjóferð man ég, sem varð dálítið söguleg á ein- kennilegan og fremur óvið- felldin hátt .Við höfðum farið út í róður í blíðskaparveðri, lagt línuna og dregið aftur, án þess nokkuð bæri til tíðinda. Á landleiðinni var ofurlítið rjál en þó bezta veður. Þrír menn voru við aðgerð fram á dekkinu, en ég og formaðurinn stöndum í stýrishúsinu. Allt í einu sjáum við að báturinn sígur á hliðina og sjór fellur inn yfir lunninguna og fer að renna niður í lest. Við stöndum eins og stjarfir. r-r-. Hvað er að ske? — Þá er eins og kippt sé í mig og mér pagt fyrir a xrkum. Ég þýt niður í vélarrúm og kúpla frá vél- inni. Við það verður báturinn ganglaus og réttir sig aftur. Eftir það héldum við áfram í land. Einn hásetinn var Færeying ur. Honum hefur víst brugðið pll alvarlega, því að um leið og við vorum landfastir orðn- ir, stökk hann upp á bryggju, hvarf upp í bæinn, og hef ég ekki séð hann síðan. Þann 1. nóvember 1946 var ég ráðinn vélstjóri við Skeiðs- fossvirkjunina og hef starfað þar síðan. Mér hefur í flestu tilliti fallið vel. Ég hef haft góðan yfirmann og störfin hafa gengið snurðulaust. Ekki get ég þó neitað því, að sér- staklega fyrstu árin, langaði mig stundum út á sjóinn. Á fyrstu árunum hér við Skeiðsfossa var þetta talsvert erfitt. Á vet.urna máttum við heita innilokaðir hvað sam- göngur snerti, og x-.rðvjn því að draga að okkur forða sem dugað gæti til 5—6 mánaða, eða frá hausti fram tll vors. Vetrarferðir til Siglufjarðar gátu oft verið tvísýnar og alls ekki til aðdrátta landveginn, að vetrarlagi. Þetta hefur mik- ið lagazt síðan göngin komu gegnum fjallið og hætt var að fara skarðið. Samt eru sam- göngur fram eftir til okkar álltaf stopular yfir veturinn. Fyrir fjórum árum lét raf- veitan okkur í té snjósleða. Hann hefur oft komið í góðar þarfir. Fólkinu fækkar í Fljótunum. í Stiflu eru nú aðeins þrir bæir — Deplar, Lundur og Knappstaðir, kirkjustaðurinn. í Lundi býr einn maður. Þrasta- staðir, fremsti bærinn, sem alltaf hefur verið góðbænda- setur, fór í eyði síðastl. haust. f Holtshreppi — Austur- Fljótum, munu hafa verið 84 eða 86 á kjörskrá við síðustu kosningar. Ég hef mjög gaman af lax- veiðum. Stöðin hefur leyfi fyrir tveim stöngum á dag, tvisvar í viku. Þessu leyfi er skipt milli starfsmanna stöðvarinn- ar og rafveitustjóra. Telst það til hlunninda. Veiði hefur verið heldur treg undanfarin ár, en er þó dálítið að lagast. Stangaveiði- félag Siglufjarðar og rafveit- an hafa ána á leigu. Þessir að- ilar hafa látið í hana mikið af seiðum og virðist nú árangur þeirrar starfsemi vera að koma í ljós. Áin er, frá mínu sjónarhorni séð, mjög skemmtileg veiðiá, þótt einstöku sinnum geti hún æst sig, svo að erfitt eða jafn- vel ógerlegt er að fást þar við veiðiskip. En þeir dagar eru ekki margir, venjulega fellur hún fram tær og kitlandi. Þótt vetrarríki sé mikið í Fljótunum og við þarna hjá Skeiðsfossunum stundum inni- lokuð vikum saman, unum við lifinu vel. Við tökum þá skák okkur til dægrastyttingar og nóg er til að lesa. Á sumrin er sveitin mjög falleg og þá er um hana stanz- laus straumur ferðamanna, — hefur hann aukizt geysilega síð an vegurinn kom fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Konan mín, Stefanía Jóhanns dóttir, er ættuð frá Siglufirði og hjá okkur er 11 ára gamali dóttursonur, sem við hðfum alið upp. Fleira er nú ekki fólkið á bænum þeim. Ég hef nú verið aldarfjórð- ung við Skeiðsfossa. Og nú finnst mér ég eiga þar géða áaga. Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.