Fréttablaðið - 14.01.2004, Page 1
VIÐSKIPTI Guðmundur Kristjánsson
útgerðarmaður, sem rekur útgerð-
ina Tjald, bauð hæst í bæði Harald
Böðvarsson og Útgerðarfélag Ak-
ureyringa. Grandi ásamt afkom-
endum Haraldar Böðvarssonar á
Akranesi sitja hins vegar við
samningaborðið um HB. Náist
samningar má búast við að Grandi
yfirtaki HB. Í framhaldinu má bú-
ast við að þungi starfsemi Granda
færist smátt og smátt upp á Akra-
nes.
Talið er að rætt verði við Guð-
mund um kaup á Útgerðarfélagi
Akureyringa. Aðrir sem buðu í ÚA
voru Skinney-Þinganes og KEA.
Lengi var rætt um að Þorsteinn
Vilhelmsson og fjárfestingarfélag-
ið Afl vildu kaupa. Fundur með
Þorsteini var hins vegar stuttur
þar sem mikið bar á milli í verð-
hugmyndum. Eimskip setti, sam-
kvæmt heimildum, upp níu millj-
arða sem söluboð fyrir ÚA. Ísfé-
lagið í Vestmannaeyjum sýndi HB
einnig áhuga, en verðhugmyndir
þeirra og seljenda fóru ekki sam-
an.
Guðmundur Kristjánsson var
um tíma einn aðaleigandi útgerðar-
félagsins Básarfells. Samkvæmt
heimildum mun fyrst verða rætt
við hann varðandi sölu ÚA. Nafn
hans var ekki mikið í umræðunni í
aðdraganda sölunnar.
Skagstrendingar undir forystu
oddvita hreppsins, Adolfs Bernd-
sen, munu fyrstir setjast við borð-
ið varðandi Skagstrending. Sam-
kvæmt heimildum telja þeir sig
hafa fjárhagslega bakhjarla til
þess að geta keypt fyrirtækið.
Fiskiðjan Skagfirðingur bauð ein-
nig í Skagstrending.
Talið er að útgerðarhlutinn fari
á milli 15 til 20 milljarða króna.
Kaup Landsbankans og tengdra að-
ila voru á misjöfnu gengi. Verð-
mæti Eimskipafélagsins miðað við
lokagengi gærdagsins 7,35 er um
32 milljarðar. Þá stæðu eftir 12 til
17 milljarðar fyrir skipafélagið og
Burðarás. Miðað við þetta stefnir í
að fjárfestingar Landsbankans
beri þokkalegan ávöxt.
Magnús Gunnarsson, stjórnar-
formaður Eimskipafélagsins, bjóst
við að viðræður við Granda myndu
standa fram á nótt. Hann sagði eng-
ar ákvarðanir teknar um formlegar
viðræður við aðra. Hins vegar
heyrðu menn hljóðið hver í öðrum.
haflidi@frettabladid.is
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 23
Sjónvarp 28
MIÐVIKUDAGUR
STJÖRNULEIKUR Fyrsti stjörnu-
leikurinn í körfubolta kvenna, sem leikinn
verður í kvöld, fer fram í íþróttahúsi
Seljaskóla.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
ÓVEÐRIÐ GENGUR NIÐUR Í
KVÖLD Já þeir hafa fengið að finna fyrir
veðrinu á Norður- og Vesturlandi. Áfram
mun blása af norðri en það lægir í kvöld
og dregur úr mestu snjókomunni fyrir
norðan. Sjá síðu 6.
14. janúar 2004 – 13. tölublað – 4. árgangur
● tónleikar í iðnó
Converge:
▲
SÍÐA 26
Harðkjarnaguðir
stíga til jarðar
● 50 ára í dag
Sigurður Svavarsson:
▲
SÍÐA 16
Útgáfustjórinn
fær engar bækur
● gerir heimildarmynd um ólaf elíasson
Eva María:
▲
SÍÐA 30
Með barnið í
vinnuna
● frískandi að læra eitthvað nýtt
Dreif sig í
meistaranám
nám o.fl.
Gísli Sverrir Árnason:
▲
SÍÐA 18 og 19
UNDIRRITUÐU SAMNING Eftir
harðvítugar deilur náðu samninganefndir
lækna og heilbrigðisráðuneytis saman í
gær. Samkomulagið beið þó staðfestingar
félagsfundar lækna. Sjá síðu 8
BJÖRGÓLFUR BILLJÓNER Eignir
Björgólfs Thors Björgólfssonar athafna-
manns virðast komnar yfir eins milljarðs
dollara markið eftir hækkanir á markaði
síðustu daga. Slíkar eignir duga mönnum
til að komast á lista Forbes yfir 500 ríkustu
einstaklingana. Sjá síðu 2
NIÐURSKURÐI MÓTMÆLT Stígamót
telja það stórt skref aftur á bak að dregið
verður úr þjónustu sem neyðarmótttaka
fyrir fórnarlömb nauðgunar veitir. Yfirlækn-
inum hefur verið sagt upp og þjónustan
verður færð. Sjá síðu 6
RÉTTARHÖLDIN HEFJAST Réttar-
höldin yfir meintum morðingja Önnu
Lindh, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar,
hefjast í dag. Meintur morðingi segir verkn-
aðinn hafa verið tilviljun en saksóknarar
telja morðið á Önnu Lindh framið að yfir-
lögðu ráði. Sjá síðu 10
VEÐUR Veðurstofan hefur sett upp
snjóflóðavakt vegna veðursins
sem hefur gengið yfir norðanvert
landið. Viðbúnaðarástand er fyrir
Norðurland og norðanverða Vest-
firði vegna snjóflóðahættu. Fylgst
er með Siglufirði og Ólafsfirði.
Ástandið hefur ekki verið metið
þannig að komið sé hættustig og
því hefur ekki þótt ástæða til að
rýma hús.
Veginum um Óshlíð og Súða-
víkurhlíð var lokað vegna snjó-
flóðahættu í gærmorgun, snjó-
spíur hafa runnið úr hlíðunum og
því ekki talið ráðlegt að aka þar
um. Ófært hefur verið á öllum
Vestfjörðum og skólahaldi hefur
verið aflýst víða. Almannvarnir
eru í viðbragðsstöðu, á þeim stöð-
um sem snjóflóðavaktin nær til, ef
þarf að rýma hús.
Að sögn Harðar Þórs Sigurðs-
sonar, snjóflóðavaktmanns á Veð-
urstofunni, er snjóflóðahætta
víða, en ekki mikil í næsta ná-
grenni við þorp og bæi. ■
Átti hæsta verð í
bæði ÚA og HB
Viðræður við Granda um kaup á Haraldi Böðvarssyni eru lengst komnar af viðræðum um sölu á
Brimi. Rætt verður við Guðmund Kristjánsson útgerðarmann um kaup á ÚA.
Skagstrendingar munu fyrstir setjast að samningum um Skagstrending.
Viðbúnaður hjá Veðurstofu vegna veðursins:
Vakt vegna snjóflóðahættu
ÍSAFJÖRÐUR
Ófært var um alla Vestfirði og skólahaldi víða aflýst
Lögreglumaður:
Gisti í
fangaklefa
ÓFÆRÐ Illviðrið sem hefur gengið
yfir norðanvert landið hefur sett
strik í reikninginn hjá þeim sem
þurfa að vera á ferli.
Lögreglumaður á Ísafirði, sem
býr á Flateyri, komst ekki heim til
sín vegna ófærðar eftir vaktina í
gærkvöldi og brá því á það ráð að
gista fangageymslur lögreglunn-
ar. Hann svaf í klefa númer sex.
Mjög vont veður hefur verið á
norðanverðum Vestfjörðum síð-
ustu tvo daga og hefur víða verið
ófært. Þá féll 50 til 60 metra
breitt og um 40 sentímetra þykkt
snjóflóð á Flateyrarveg, nánar til
tekið á Selakirkjubólsburð. Leiðin
verður ekki mokuð fyrr en veðr-
inu hefur slotað. ■
Flugslys:
37 fórust
ÚSBEKISTAN Að minnsta kosti 37
manns fórust þegar farþegaþota
að gerðinni Yak-40 fórst í að-
flugi við flugvöllinn í Tashkent,
höfuðborg Úsbekistans, í gær-
morgun.
Að sögn yfirvalda varð
sprenging í vélinni, þegar hún
hrapaði niður á aðflugsbrautina
og mun enginn hafa komist lífs
af. Sjónarvottar segja að brak
hafa dreifst um stórt svæði við
flugvöllinn.
Ekki er vitað um orsakir
slyssins en létt þoka var yfir
flugvellinum þegar þotan nálg-
aðist. Þotan var í eigu ríkisrekna
flugfélagsins, Uzbekistan Airwa-
ys og var að koma frá Termez við
landamæri Afganistans. ■
SAMNINGABORÐIÐ:
Haraldur Böðvarsson
Grandi og heimamenn á Akranesi
Skagstrendingur
Heimamenn á Skagaströnd
Útgerðarfélag Akureyringa
Guðmundur Kristjánsson