Fréttablaðið - 14.01.2004, Page 6

Fréttablaðið - 14.01.2004, Page 6
6 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir stærsta farþegaskipheims? 2Hvar verður skrifborð HannesarHafstein geymt hér eftir? 3Í hvaða lið gengur Árni GauturArason landsliðsmarkvörður ef að líkum lætur? Svörin eru á bls. 31 Opinber rannsókn hafin á Paul O’Neill: Sakaður um trúnaðarbrot BANDARÍKIN Bandaríska fjármála- ráðuneytið hefur hafið rannsókn á því hvort Paul O’Neill, fyrrum fjármálaráðherra, sem vikið var úr embætti í desember 2002, hafi lekið leynilegum skjölum stjórnvalda í nýja bók eftir blaðamanninn Ron Suskind. Bókin, sem ber titilinn „The Price of Loyalty“, fjallar um tvö fyrstu stjórnarár Bush Banda- ríkjaforseta og er O’Neill helsti heimildarmaður höfundarins. Um síðustu helgi var fjallað um efni bókarinnar og rætt við O’Neill í fréttaskýringaþættin- um 60 mínútur og meðal annars sýnt skjal merkt „leyndarmál“. Talsmaður fjármálaráðuneyt- isins sagði í gær að yfirmanni rannsóknardeildar ráðuneytis- ins hefði verið falið að kanna hvort O’Neill hafi brotið trúnað og lög um skjalaleynd og hvern- ig umrætt skjal hefði ratað inn í sjónvarpsþáttinn sem sagður er hafa valdið miklum titringi bak við tjöldin í Hvíta húsinu. O’Neill skýtur föstum skot- um á Bush Bandaríkjaforseta í bókinni og sakar hann meðal annars um óskipulögð vinnu- brögð. „Á ríkisstjórnarfundum var hann eins og blindur maður meðal heyrnarlausra,“ segir O’Neill. ■ HEILBRIGÐSMÁL „Ég hef ekki séð þær aðstæður í þjóðfélaginu sem rétt- læta niðurskurð á þessari þjónustu. Það þarf í raun að auka hana og það er óábyrgt að draga úr henni. Þetta er ekki leið til að spara, heldur er verið að varpa fyrir róða dýrmætri uppsafnaðri reynslu og þekkingu sem hefur verið byggð upp á síðustu 11 árum,“ segir Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Um 200 manns verður sagt upp á Landspítalanum um næstu mánaða- mót, en þegar hefur verið ákveðið að segja upp Guðrúnu Agnarsdóttur yf- irlækni. For- svarsmenn Land- spítalans segja að neyðarmót- tökunni verði haldið áfram í Fossvogi, en skipulaginu verði breytt. Ráðgjafar verða ekki leng- ur á sólarhrings- vöktum, og bakvöktum virka daga hefur verið sagt upp. „Verið er að skoða sam- starf við sérfræðinga á kvennasviði. „Við hjá Stígamótum erum mjög ósáttar við breytingarnar því nauðgun er miklu meira en það að líkamlegt inngrip eigi sér stað. Heil- brigðiskerfinu ber að endurspegla skilning á því. Við megum ekki fara til baka í gamla bílaverkstæðishugs- unarháttinn þar sem er bara lappað upp á sár á líkamanum. Það er mikil þröngsýni að einskorða þessa þjón- ustu við læknishjálp,“ segir Rúna. Á árinu 2003 leituðu rúmlega 100 konur til neyðarmóttökunnar vegna nauðgana sem er nokkur fjölgun frá árinu á undan. Til Stígamóta leituðu konur á síðasta ári vegna 155 nauð- gana, en árið 2002 varð 20% aukning á konum sem leituðu til samtakanna vegna kynferðisbrota. Rúna Jóns- dóttir segir ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að nauðganir séu orðnar grófari en áður og að meira sé um hópnauðganir. „Í fyrra leituðu konur til okkar vegna 10 hópnauðgana og þær voru sjö árið á undan. Það er ekki sami hópur sem kemur til okkar og leitar til neyðarmóttökunnar, en til Stígamóta koma fyrst og fremst konur sem leita sér hjálpar löngu eftir að þær urðu fyrir kynferðis- brotinu. Við hvetjum allar sem til okkar leita til að nýta sér alla þá þjónustu sem er í boði, þar á með- al hjá neyðarmóttökunni,“ segir Rúna. bryndis@frettabladid.is Í BANNI Þingkonan Elaheh Koulaei en ein þeirra sem bannað hefur verið að fara í framboð. Framboðsdeilur í Íran: Stjórnin hótar afsögn ÍRAN Ríkisstjórn umbótasinna í Íran hefur hótað afsögn vegna deilna við tólf manna æðstaráð harðlínumanna, sem bannað hefur meira en 3000 umbótasinnum, þar á meðal 80 þingmönnum, að bjóða sig fram í þingkosningum sem fram fara í næsta mánuði. Umræddir frambjóðendur eru í hópi 8.200 frambjóðenda sem buðu sig fram til íranska þingsins, sem telur 290 sæti og byggir æðstaráðið úrskurð sinn á því að þeir hafi gerst brotlegir við lög um trúnað við íslam. Mohammad Sattarifar, vara- forseti landsins, varaði við því í gær að ríkisstjórnin segði af sér gæti hún ekki tryggt frjálsar kosningar í landinu. ■ Kauphöll Íslands: Mikil hækkun VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala Kauphall- ar Íslands hækkaði um 2,8% í gær. Á mánudag hækkaði vísi- talan um tæp 2%. Sérfræðingar telja að gott gengi Pharmaco hafi áhrif á hækkanir annarra félaga. Miklar hækkanir hafa orðið til þess að margir fjár- festar innleysa hagnað með sölu hluta bréfa sinna í Pharmaco. Þeir peningar leita svo annarra tæki- færa á hlutabréfamarkaðnum. KB- banki hækkaði mest allra félaga í gær eða um 5,5%. ■ HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Lögreglan í Reykjavík: Rán í 10-11 upplýst UPPLÝST Vopnað rán sem framið var í verslun 10-11 við Arnarbakka í byrjun desember er upplýst. Að sögn Harðar Jóhannessonar hjá Lögreglunni í Reykjavík hefur verið unnið markvisst að rannsókn málsins frá því að ránið var framið. Í síðustu viku var ræninginn, tæp- lega tvítugur maður, handtekinn og færður í yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni. Málið telst upplýst. Ræninginn ruddist inn í verslun- ina vopnaður hnífi og ógnaði starfs- manni. Hann heimtaði peninga úr búðarkassanum og fékk afhentar um 100.000 krónur. Að svo komnu hvarf hann út í myrkrið. ■ PAUL O’NEILL Bandaríska fjármálaráðuneytið rannsakar nú hvort O’Neill hafi brotið trúnað og lög um skjalaleynd. „Við meg- um ekki fara til baka í gamla bíla- verkstæðis- hugsunar- háttinn þar sem er bara lappað upp á sár á líkam- anum. Mikil fjölgun grófra hópnauðgana Stígamót hafa þungar áhyggjur af breytingum á starfsemi neyðarmót- töku fyrir fórnarlömb nauðgana og uppsögn yfirlæknis. Forsvarsmenn Landspítalans segja ekki verið að loka neyðarmóttökunni. RÚNA JÓNSDÓTTIR Talskona Stígamóta segist ekki hafa séð þær aðstæður í þjóðfélaginu sem réttlæti niðurskurð á þjónustu við fórnarlömb nauðgana. Hún segir verið að varpa fyrir róða dýrmætri uppsafnaðri reynslu og þekkingu. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69.11 -1.00% Sterlingspund 128.11 0.08% Dönsk króna 11.95 0.08% Evra 88.99 0.09% Gengisvísitala krónu 121,51 -0,06% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 594 Velta 3.924 milljónir ICEX-15 2.255 2,80% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 671.621.135 Pharmaco hf. 249.877.080 Össur hf. 226.556.718 Mesta hækkun KB banki hf. 5,51% Össur hf 4,47% Afl fjárfestingarfélag hf. 3,83% Mesta lækkun Medcare Flaga hf. -1,61% Opin Kerfi hf. -0,52% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.410,2 -0,7% Nasdaq* 2.088,4 -1,1% FTSE 4.440,1 -0,2% DAX 3.996,2 0,0% NK50 1.382,5 -0,3% S&P* 1.119,9 -0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.