Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 8
8 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Bubbi og boðflenna? „Ætli það geti verið að Davíð telji sjálfan sig handhafa frelsisins, að það sé hans að deila því út til þóknanlegra? Og að frelsið hafi barasta aldrei verið ætlað Jóni Ás- geiri? Að hann sé boðflenna í veis- lu Bubba kóngs? Ég veit það ekki.“ Eiríkur Bergmann Einarsson á kreml.is um áhuga Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á forráðamönnum Baugs. Nýtt upphaf „Kannski er tími svona tímarita liðinn.“ Silja Aðalsteinsdóttir, nýráðinn ritstjóri Tímarits Máls og menningar, í viðtali við Morgunblaðið 13. janúar. Spítali í gíslingu „Það er skelfilegt til þess að huga að stjórnmálamenn ætli að halda Landspítalanum öllum í gíslingu.“ Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum, í DV 13. janúar. Guðrún er ein þeirra fjölmörgu sem hafa fengið uppsagnarbréf vegna niðurskurðar og uppsagna. Orðrétt BARNAKLÁM Netvæðingunni í heim- inum er kennt um þá hrikalegu aukningu sem orðið hefur á glæp- um í Bretlandi í tengslum við bar- naklám, en þeir hafa aukist um 1.500% frá árinu 1988. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu sem hags- munasamtök barna í landinu hafa látið vinna. Samkvæmt henni voru 549 barnaníðingar ákærðir í Bretlandi árið 2001, en þeir voru 35 árið 1988. Óttast er að ástandið eigi eftir að versna enn frekar og glæpum þar af leiðandi fjölga, meðal annars með tilkomu nýrra netsíma. Yfirvöld víða um heim hafa þungar áhyggjur af þessari þróun. „Netið hefur gjörbreytt mynstrinu í þessum efnum og gerir barnaníðingum kleift að fremja glæpi þannig að erfitt reynist að rekja slóð þeirra. Það hefur orðið gríðarleg aukning á glæpum sem tengjast spjallrásum á Netinu og við því verða yfirvöld að bregðast,“ segir John Carr, höf- undur bresku skýrslunnar. ■ Kárahnjúkar: Viðbrögð við bruna æfð KÁRAHNJÚKAR Starfsfólki Impreg- ilo og undirverktaka við Fremri Kárahnjúk verða kennd viðbrögð við eldsvoða og meðferð hand- slökkvitækja. Þá hefur Impregilo óskað eftir að slökkviliðið á Héraði haldi æf- ingar í reykköfun með slökkvilið- inu við Kárahnjúka svo betur megi bregðast við þurfi þess með. Það er ekki allt, þar sem ókeyp- is ítölskukennsla hefst í Kára- hnjúkaskóla í dag. Kennd verða undirstöðuatriði í ítölsku máli og málfræði, markmið kennslunnar er að nemendurnir geti bjargað sér á ítölsku. ■ ÁRÁSARMANNA LEITAÐ Þrjár herþyrlur hafa verið skotnar niður í súnní-þríhyrningnum að undanförnu. Þyrla skotin niður: Sú þriðja á stuttum tíma ÍRAK Enn ein herþyrlan var skotin niður í Írak í gær, að þessu sinni í nágrenni bæjarins Habbaniya um 80 kílómetra vestur af höfuðborg- inni Bagdad á svæði þar sem skæruárásir hafa verið tíðar á undanförnum vikum. Að sögn talsmanns hersins voru tveir flugmenn í þyrlunni, sem var af gerðinni Apache, og munu báðir hafa sloppið ómeiddir. Þetta er þriðja bandaríska þyrlan sem skotin er niður á svæðinu, sem er innan súnní- þríhyrningsins, á síðustu tveimur vikum en í síðustu viku fórust níu bandarískir hermenn þegar sjúkraþyrla var skotin niður í nágrenni Fallujah. ■ Við þurfum fleiri sjálfboðaliða! Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboða- miðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. janúar kl. 20. Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri: • Heimsóknavinir • Aðstoð við geðfatlaða • Föt sem framlag • Starf með ungum innflytjendum • Neyðarvarnir • Ökuvinir • Fataflokkun og afgreiðsla í L-12 • Fjölsmiðjan Nánari upplýsingar: Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11, opin virka daga kl. 12-14 Sími 554 6626 kopavogur@redcross.is www.redcross.is/kopavogur Kynningarfundur HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar sem hafa hlotið höfuðáverka eru líklegir til að þjást af þunglyndi og öðrum kvillum síðar, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af læknum í Iowa í Bandaríkjunum. Um hund- rað sjúklingar, sem allir höfðu meiðst á höfði, voru rannsakaðir og voru þeir bornir saman við einstak- linga sem einnig höfðu slasast en þó ekki á höfði. Hóparnir voru undir eftirliti í ákveðinn tíma og var sér- staklega skoðað hvort sjúklingarnir ættu við andleg vandamál að stríða. Í ljós kom að rúmlega þriðjung- ur þeirra sem höfðu slasast á höfði þjáðist af alvarlegu þunglyndi og öðrum geðröskunum fyrsta árið eftir að þeir slösuðust. Margir sýndu ennfremur einkenni kvíða og ríflega helmingur áverkasjúkling- anna reyndist vera árásargjarn. Rannsóknin sýndi að líklegra væri að þunglyndi hrjáði þá sem hlotið höfðu höfuðmeiðsli en þá sjúklinga sem orðið höfðu fyrir annars konar líkamlegu hnjaski. Þegar læknaskýrslur um 900 heilaskaddaðra sjúklinga voru skoð- aðar reyndist helmingur þeirra eiga við einhvers konar geðræn vanda- mál að etja. Til samanburðar voru rannsakaðar skýrslur hundruð ann- arra sem hlotið höfðu aðra áverka, en aðeins einn af hverjum fimm greindist með slík vandamál. ■ ÞUNGLYNDI Bandarísk rannsókn leiðir í ljós að þeir sem meiðst hafa á höfði einhvern tímann á ævinni geta síðar átt á hættu að þjást af þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Rannsóknir á höfuðáverkum: Geta leitt til alvar- legs þunglyndis BARNAKLÁM Á NETINU Óttast er að barnaníðingum eigi eftir að fjölga enn frekar á næstu árum vegna tilkomu Netsins. Barnaklám á Netinu: Glæpir hafa aukist um 1.500% Mæst á miðri leið Heilbrigðisráðherra fagnar samkomulagi sem samninganefndir heilbrigðisráðuneytisins og Læknafélags Reykjavíkur náðu í gær. Læknar fjölluðu um málið langt fram á kvöld. HEILBRIGÐISMÁL Samninganefndir Læknafélags Reykjavíkur og heil- brigðisráðuneytisins komust í gær að samkomulagi um samning sem lagður var fyrir lækna í gærkvöldi. Hinn nýi samningur, sem samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur fyrir hönd sérfræði- lækna og samninganefnd heil- brigðisráðuneytis gerðu með sér, gildir út þetta ár. Helstu breyting- ar frá fyrri samningi eru þær, að sérfræðilæknar geta nú sagt sig frá samningi með eins mánaðar fyrirvara. Úrsögnin er þó skilyrt að því leyti, að samstarfsnefnd verður að samþykkja afsögnina. Sé ekki völ á samsvarandi þjón- ustu innan almannatrygginga- kerfisins og viðkomandi læknir veitir, getur nefndin hafnað úr- sögn hans. Læknar sem segja sig frá samningi geta, samkvæmt samkomulaginu verið utan samn- ings tvo mánuði á ári. Læknar fjölluðu um málið á fundi í gærkvöldi en niðurstaða þeirra lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. „Þetta tryggir að það sé eitt kerfi í gangi í landinu og það er meginat- riðið,“ sagði Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra eftir undirritun samningsins í gær. „Þarna hafa menn mæst á miðri leið,“ sagði Jón. Önnur atriði sem náðst hafði samkomulag um áður en upp úr samningaviðræðum slitnaði eru óbreytt. Einingaverð er 206 krónur Afsláttarkerfið verður áfram í gildi, en einhverjar breytingar verða á því innbyrðis. Nýi samn- ingurinn kostar tvo milljarða króna, sem er innan ramma fjár- laga. Um er að ræða þriggja pró- senta hækkun frá fyrra samningi. Fyrri samningur, sem sérfræði- læknar höfðu sagt upp rann út um áramót. Þá slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum og deilan var í hörð- um hnút þar til nú að aðilar mætt- ust á miðri leið, sem leiddi til sam- komulags. Spurður um hvernig farið yrði með mál sjúklinga, sem greiddu fullt verð fyrir læknisþjónustu meðan samningurinn var ekki í gildi sagði ráðherra, að athugað yrði hvort hægt yrði að koma til móts við þá. Hann kvaðst þó ekki geta fullyrt um endurgreiðslur Tryggingastofn- unar til þeirra á þessu stigi. Hann kvaðst myndu þurfa að ræða það mál í ríkisstjórn. Sjálfur hefði hann vilja til að koma til móts við þennan hóp. jss@frettabladid.is UNDIRRITUN Formenn samninganefnda, Garðar Garðarsson fyrir hönd heilbrigðisráðuneytis og Óskar Einarsson fyrir hönd Læknafélags Reykjavíkur, skrifuðu undir nýjan samning síðdegis í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.