Tíminn - 05.08.1971, Page 7

Tíminn - 05.08.1971, Page 7
S1MMTUDAGUR 5. ágúst 1971 TIMINN 7 í heimsókn - Framhald af bls. 8. að blómum. Koma þau þá gjarnan með „buketta“, sem þa# hafa búið til handa okkur stúlkunum. Það er ólýsanlega mikill munur að vera með . börn í þessu umhverfi en í miðri borg inni. Þau njóta þess áreiðan- lega betur og eðlilegar að vera til. Ég veit þetta líka af minni eigin reynslu, því að ég hef flest sumur dvalizt með mín börn í sumarbústað meðan þau voru á æsbuskeiði. Mér er fremur illa við tíðar heimsóknir foreldra. Þær virð- ast líka ástæðulausar að mestu, þvi að ef eitthvað alvarlegt hendir, veikindi eða því um líkt, þá eru þeir látnir vita um það. Barnaheimili verður að njóta þess trúnaðar, að þar sé vel annazt um börnin og ihlut un foreldranna því óþörf. Þeir sem ekki geta sætt þeim kosti ættu að hafa börn sín heima og fórna einhverju frá sjálfum sér í þeirra þágu. Mestu máli skiptir það I þessu sambandi, að sum börn veröa óróleg eftir slíkar heim- sóknir. Það er skilið við þau skælandi og okkur svo ætlað að sætta þau við umhverfi sitt aftur. Frá þessu eru þó margar undantekningar. Sum börn eru það vel öguð, að heimsókn er þeim aðeins gleðiefni en raskar ekki að öðru þeirra dag lega viðhorfi. Þessi börn mundu heldur ekkert Iíða við það að vera án heimsóknar. Kristín Guðmundsdóttir er ráðskonan á bamaheimilinu. Hun er hýr og brosmild ung kona og hjá henni setjumst við að kaffiborði. Já, ég er húsmóðir úr Reybjavík. Maðurinn minn er trésmiður og við eigum tvær dætur. Ég tók mér þetta fyrir hendur til þess að geta kom- ið telpunum í sveit og verið þar hjá þeim. Og auðvitað er ég ánægð þegar börnunum mínum líður vel. Ég held líka að mér sé óhætt að segja að allir dvalargestirnir okkar hafi það gotf og eru ánægðir með tilveruna. Hér er vítt athafnasvið og leiksvæði, svo börnin geta haft nóg fyrir stafni, enda eru þau vel matlystug. Þau fara árla á kreik á morgnana og snemma í rúmið á kvöldin. Já, ég endurtek það, að ég er ánægö hér, fyrst og fremst vegna þess að mér finnst ég vera að vinna fyrir velferð barnanna minna og þá annarra barna samhliða Úti á leikvellinum er allt á ferð og flugi. Stóru leiksysturn ar eru þar með börnin. Sum eru í boltaleik, önnur að róla sér, einhver í byggingarvinnu o.s.frv. Hildur Sigurðardóttir er 14 ára. Hún hefur ánægju af að vera með börnurn og er vön að passa þau. Guðrún Haraldsdóttir er 15 ára. Hún hefur oftast verið barnfóstra í sumrin og er sam- mála Hiidi um það. að börn séu skemmtilegt fólk. Báðar eru þær stöilur í skóla á vetr- um. „Skólinn, já, það er gaman að læra“. „Ég trúi, herra“, sagði TÍGRIS Þetta er KUBA Carmen. Carmen er stílhreinn, skemmtilegur og vandaður stereo radiofónn. Hann er ekki stór (utanmál B 100 x H 75 x D 35 cm), en hann leynir á sér. Hingað til hefur að minnsta kosti enginn kvartað yfir því, að hann skilaði ekki sínu (jafnve! ekki hinir gal- vöskustu gleðskaparmennl). Carmen hefur 4 lofttæmda hátalara (2 hátóns og 2 djúptóns) og sjálfvirkan „stereo Decoder“. Piötuspilar- inn er líka sjálfvirkur (fyrir 10 plötur). Viðtækið í Carmen er langdrægt og hefur 4 bylgjur; LB, MB, SB og FM. Carmen er sem s§ Biin. eigulegasti gripur í alla staði. Á Carmen, svó sem öllum öðrum KUBA og IMPERIAL. stereo- og sjónvarpstækjum, er- auðvitað líke 3JA ÁRA skrifleg ábyrgð, sem nær íil allra Wuta tækisins. Verðið á 'Carmen er 28.600,00 og er þá miðað við 8.000,00 kr. lágmarks útborgun og, að eftirstöðvar greiöist á 10 mánuðtim. Auk þess bjóðum við 8% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTT (verðið iækkar þá niður f fav, 26.312,00!). Er eftir nokkru að bíða?I RubaCarmenveitirallri fjölskyldunni fjölmargar ánægjustundir rKZmAHTh iMPERinL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192 þetta tæki á erindi inn á yðarheimili Tómas, þegar hann hafði séð og þreifað á. Og ég trúi því nú að litlu börnin séu þarna í góðum höndum. Undrist það hver seoi vill, þótt eldra fólk láti sig nokkru skipta hvemig að æskunni er búið. Og þá væri ég óminnug- ur þeirrar umhyggju, sem mér var sýnd ungum, ef ég gengi rangsælis umhverfis lítil börn. „Hér er enginn lærð fóstra“, sagði forstöðukonan. Sízt skal ég draga úr því að menntun og starfsþekking sé mikils virði — En þær konur, sem annazt hafa uppeldi þeirra kyn slóða, sem lifaö hefur, á ís- landi gegnum aldirnar, hafa fæstar haft aðra menntun en þá, sem þeim var frá náttúr- unnar hendi 1 brjóst lögð. Og lítils virði er þekkingin i samskiptum við lítil börn, ef sá sem henni á að miðla er kalinn á hjarta. Það er erfitt að draga full- gildar ályktanir af skyndiheim sókn, en ég held að hjarta- kuldi þjaki ekki þær konur, sem annast litlu börnin á Hrauni. Þ.M. Sveítavinna 17 ára stúlka óskar eftir að komast á gott sveita- heimili. Upplýsingar í síma 21979. FERÐAFÓLK Sumar. vetur. vor og haust, heppilegur áningar- staður. — Verið velkomin. — STAÐARSKÁLI, HRÚTAFIRÐI Sími 95-1150. Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Jóhannesar Pálssonar, Borg- arnesi, föstud. 9. ág. n.k. kl. lð í sýsluskrifstofunni Borgarnesi. Gerð verður m.a. grein fyrir rekstri og lokum á fyrirtæki búsins og sölu helztu eigna þess. Skiptaráðandinn i Mýra- og Borgarfjar'öarsýslu, Þorvaldur Einarsson, e. u.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.