Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 12

Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 12
12 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Rjúpur Í HJÓLBÖRUFERÐ Breski leikarinn og dýraverndarsinninn, Brian Capron, með nokkra órangútaunga í hjólböruferð á Sepilok-stofnuninni á Borneó en þar er unnið að því að styrkja órangútastofninn sem er í útrýmingar- hættu á Borneó og Súmötru. Kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins: Vaxandi óþol gagnvart ríkinu KJARAMÁL Vaxandi óþols gætir hjá félagsmönnum Verkalýðsfélags Húsavíkur vegna þess að sérmál einstakra verkalýðsfélaga gagn- vart ríkinu hafa ekki verið rædd. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, skýr- ir á heimasíðu félagsins frá stöðu samningaviðræðna. Aðalsteinn segir að vaxandi óánægju gæti meðal félagsmanna með gang mála, það er að sérmál félaganna gagnvart ríkinu skuli ekki fást rædd fyrir alvöru. Hann segir einn kynningarfund hafa verið haldinn, það sé allt og sumt. Samninganefnd ríkisins þing- aði í gær með fulltrúum Starfs- greinasambandsins um kjara- samning ríkisins og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Ákveð- ið var að vinna áfram í málinu á næstu dögum. „Ljóst er að ef ekki fást við- ræður um sérmál félagsins gagn- vart ríkinu á næstu dögum mun félagið boða til fundar með félags- mönnum um næstu helgi og taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Stíft er þingað í húskynnum ríkissáttasemjara þessa dagana en framkvæmdastjórn Starfs- greinasambandsins hittist á föstu- dag og þá ættu línur að hafa skýrst til muna. ■ Æskilegt að sameina Eyjafjörðinn allan Best væri fyrir íbúa við Eyjafjörð að öll sveitarfélög á svæðinu sameinuðust undir einni sveitar- stjórn segir bæjarstjóri Akureyrar. Sameining Akureyrar og Hríseyjar gæti orðið fyrsta skrefið að því marki. Taka þarf reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til endurskoðunar. Sameining Akureyrar og Hríseyj-ar gæti orðið fyrsta skrefið að því að flest eða öll sveitarfélög við Eyjafjörð sameinuðust í eitt sveit- arfélag. Það er í það minnsta von Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjar- stjóra á Akureyri. Hann telur að með því mætti hvort tveggja gera sveitarfélagastigið betur í stakk búið til að sinna þjónustu við íbúana og eins samræma betur stefnumót- un á svæðinu. Eitt stórt sveitarfélag Kristján Þór segir frumkvæðið að viðræðunum um sameiningu Ak- ureyrar og Hríseyjar frá hrepps- nefnd Hríseyjar komið. „Hríseying- ar hafa ýtt töluvert á eftir þessu. Bæði sveitarfélögin, Akureyri og Hrísey, samþykktu á sínum tíma sameiningu sveitarfélaga í öllum firðinum. Það sem bæjarfulltrúar á Akureyri sjá í þessu máli, og vænt- anlega hreppsnefndarmenn í Hrís- ey líka, er að það er hagur íbúa alls svæðisins að styrkja þetta svæði sem einingu. Einn liður í því er að færa þetta svæði, helst allt, undir eina sveitarstjórn.“ „Vonandi,“ svarar Kristján Þór stutt og laggott, aðspurður um hvort þetta geti verið fyrsta skrefið að því að Eyjafjörður allur sameinist í einu sveitarfélagi. Á síðasta kjör- tímabili voru uppi hugmyndir um að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu en um það náðist ekki sam- staða þó nokkur þeirra hafi haldið áfram viðræðum; Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður. Kostirnir við sameiningu sveit- arfélaga við Eyjafjörð eru fyrst og fremst þeir að koma svæðinu undir eina sameiginlega sveitarstjórn segir Kristján Þór. „Við getum þá sett svæðinu öllu sameiginleg markmið fremur en að við séum að otast hvert í sinni sveit og oft á tíð- um jafnvel að vinna þvert á það sem kemur svæðinu í heild best. Við náum í rauninni að samræma betur áherslur, samræma þjónustu og verkefni sveitarstjórnarstigsins fyrir þá sem á þessu svæði lifa, búa og starfa.“ „Við sjáum, eins og staðan er í dag, að það verða ekki flutt fleiri verkefni til sveitarfélaga að óbreyt- tri sveitarfélagaskipan. Ekki nema við förum að skipta sveitarfélögum í einhverja ákveðna flokka,“ segir Kristján Þór og vísar þá til þess að þjónustustig sveitarfélaga gæti ver- ið misjafnt eftir stærð þeirra og gerð. „Það getur verið að einhverjir vilji það en um það hefur ekki verið mikil umræða. Ég er ekki endilega að tala fyrir því en hef í sjálfu sér ekkert á móti því.“ Jöfnunarsjóður vandar málið Sjálfur hefur Kristján Þór reynslu af sameiningu sveitar- félaga. Hann var bæjarstjóri á Ísa- firði þegar sex sveitarfélög sam- einuðust í eitt um mitt ár 1996. Halldór Halldórsson, núverandi bæjarstjóri Ísafjarðar, sagði í við- tali við Fréttablaðið í gær að reynslan af þeirri sameiningu væri góð, að fjárhaglega hlutanum und- anskildum. Því væri um að kenna að reglur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga hefðu neikvæð áhrif á tekj- ur sveitarfélaga sem sameinuðust. Undir þetta tekur Kristján Þór. „Reglur Jöfnunarsjóðsins eru þannig að öll viðbót við íbúafjölda Akureyrarbæjar skerðir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Akureyrar,“ segir Kristján Þór og er alls ekki sáttur við hvernig hag- ræðingarkúrfa Jöfnunarsjóðsins virkar. Hún gerir ráð fyrir að sveit- arfélög verði betur í stakk búinn að takast á við verkefni eftir því sem þau verða fjölmennari og því skerðast framlög Jöfnunarsjóðs til þeirra með auknum íbúafjölda. Minni sveitarfélög fá því hærri framlög en stærri og þau framlög geta skerst þegar sveitarfélög sameinast. „Reglurnar hvetja ekki til sameiningar. Reglur um greiðslur úr Jöfnun- arsjóði koma til með að skipta máli í viðræðum bæjarstjórnar Akur- eyrar og hreppsnefndar Hríseyjar um sameiningu sveitarfélaganna. Kristján Þór segir að óskað verði eftir því að félagsmálaráðuneytið leggi mat á hvaða áhrif reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – um hvernig greiða megi fyrir samein- ingu sveitarfélaga – hafi á fyrir- hugaða sameiningu Hríseyjar og Akureyrar. Kristján Þór segir mikilvægt að reglur um Jöfnunarsjóðinn komi ekki í veg fyrir sameiningu sveit- arfélaga. Því verði að endurskoða reglurnar. Sú vinna er komin í gang. Sett hefur verið á fót verk- efnisstjórn á vegum félagsmála- ráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem fjallar um sameiningu sveitarfélaga sem er gert ráð fyrir að verði mikið um á næsta ári. Önnur tveggja undir- nefnda verkefnisstjórnarinnar fjallar um tekjustofna sveitar- félaga, þar á meðal hvaða áhrif reglur um framlög úr Jöfnunar- sjóði hafa á sameiningu sveitarfé- laga. Ekki er langt síðan nefnd und- ir forsæti Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokks, fjallaði um mál Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og var þá ráðist í nokkrar breytingar með hliðsjón af sameiningu sveitarfélaga. ■ Keppa við Ræsi: Vilja vera ódýrastir BÍLASALA „Undanfarin ár höfum við aðallega verið að flytja inn notaða bíla. Núna erum við hins vegar að undirbúa innflutning á nýjum bíl- um,“ segir Halldór Baldvinsson. Hann rekur í félagi við Hjört Jóns- son bílasölu sem sérhæfir sig í Mercedes Benz bifreiðum. Ræsir hefur flutt inn Mercedes Benz um áratuga skeið en hefur ekki lengur einkaleyfi á sölu bíla þeirrar tegundar. „Okkar fókus er að vera ódýrari en aðrir á mark- aðnum,“ segir Halldór. „Við erum komnir með heimasíðu, mer- cedes.is, og erum með litla yfir- byggingu.“ ■ SILVIO BERLUSCONI Stjórnlagadómstóll úrskurðaði friðhelgislög Berlusconis ógild. Berlusconi: Nýtur ekki friðhelgi ÍTALÍA Stjórnlagadómstóll á Ítalíu hefur ógilt lög, sem veittu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, og fjórum öðrum háttsettum embættismönnum friðhelgi frá lögsókn. Stjórnlagadómstóllinn segir lögin brjóta í bága við ítöl- sku stjórnarskrána. Ítalska þingið samþykkti lögin í júní á síðasta ári eftir að mál hafði verið höfðað gegn Berlusconi fyrir meinta spillingu og var þeim að áliti stjórnarand- stæðinga aðeins ætlað að forða Berlusconi tímabundið frá lög- sókn meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn lagaákvæðum um jafnan rétt þegnanna. ■ AKUREYRI Bæjarstjórn Akureyrar hefur mikinn áhuga á sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Formlegar viðræður við Hríseyinga eru að hefjast og viðræður hafa átt sér stað við Dalvíkinga, Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Telur til mikils vinnandi að sameina sveit- arfélögin við Eyjafjörð. FYRIRHUGUÐ SAMEINING Akureyri 16.048 Hríseyjarhreppur 180 Samanlagt 16.228 FJÖGUR SVEITARFÉLÖG SEM HAFA RÆTT SAMAN Akureyri 16.048 Dalvíkurbyggð 2.025 Ólafsfjarðarbær 994 Siglufjörður 1.438 Fréttaviðtal BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ ræðir við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra Akureyrar, um sameiningu sveitarfélaga KANNA ÁRANGUR FRIÐUNAR Rjúpnanefnd, sem Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra skipaði til að gera tillögur um styrkingu rjúpnastofnsins, safnar upplýs- ingum um hvernig verndun rjúp- unnar hefur verið háttað hingað til og hvaða árangur það hefur borið, sérstaklega árangur af því að bændur hafi bannað veiði í löndum sínum, að því er Bænda- blaðið greinir frá. HÚSVÍKINGAR ÓÞOLINMÓÐIR Aðalsteinn Baldursson, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, hyggst boða til félagsfundar um næstu helgi og ræða aðgerðir ef ekki fást viðræður um sérmál félagsins við samninganefnd ríkisins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.