Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 13
SPRENGJULEIT „Ég er bæði ánægður
og stoltur af mínum mönnum,“
segir Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, um
framgöngu þeirra Adrians King og
Jónasar Þorvaldssonar sem áttu
stærstan hlut í því að finna
sprengikúlur, hlaðnar sinnepsgasi
í grennd við borgina Basra í Írak
um seinustu helgi.
Jónas og Adrian eru starfsmenn
sprengjudeilar Landhelgisgæsl-
unnar en voru lánaðir til Íraks um
þriggja mánaða skeið. Búist er við
að þeir snúi aftur heim í lok næsta
mánaðar.
Hafsteinn segir að Adrian hafi
numið sín sprengjufræði í Bret-
landi en Jónas sé aðstoðarmaður
hans. Hann segir starf íslensku
sprengjusveitarinnar vera það
helst að gera óvirk tundurdufl en
einnig sé Landhelgisgæslan með
samning við Varnarliðið um að
eyða sprengjum.
„Ég tel að þetta sé eina borgara-
lega sprengjusveitin sem starfar
fyrir Bandaríkjaher. Sprengju-
sveitin okkar er mönnuð einvala-
liði og hefur unnið gott starf en oft
áhættusamt,“ segir Hafsteinn. ■
13MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 2004
ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON
Mælt er með því að hann verði skipaður
sóknarprestur.
Neskirkja:
Örn Bárður
er útvalinn
ÞJÓÐKIRKJAN Valnefnd Nespresta-
kalls í Reykjavík ákvað á fundi
sínum í vikunni að leggja til að
séra Örn Bárður Jónsson verði
skipaður sóknarprestur frá 1.
mars næstkomandi.
Þrír umsækjendur voru um
embætti sóknarprests í Nes-
prestakalli. Kirkjumálaráðherra
skipar í embættið til fimm ára. Í
valnefnd sitja fimm fulltrúar úr
prestakallinu, auk vígslubiskups.
Séra Örn Bárður hefur gegnt
embætti prests í Nesprestakalli
síðustu misseri en áður starfaði
hann á biskupsstofu. Hann er
meðal annars þekktur af smásögu
sem hann reit. Sagan fjallaði um
sölu Esjunnar og olli uppnámi í
samfélaginu. ■
Súðavík:
Hreppur í
rækjuvinnslu
SJÁVARÚTVEGUR Hugmyndir eru
sagðar uppi um að Hraðfrysti-
húsið-Gunnvör hf. hætti rekstri
rækjuverksmiðju í Súðavík og
stofnað verði nýtt félag um
vinnsluna þar sem Súðavíkur-
hreppur verði aðaleigandi. Frá
þessu segir á fréttavefnum bb.is
og jafnframt að Súðavíkur-
hreppur skoði leiðir til þess að
tryggja áfram rekstur verk-
smiðjunnar.
Hugmyndin er sögð sú að
verðmæti hlutar Súðavíkur-
hrepps í HG verði notaður til
þess að stofna nýtt fyrirtæki
sem reki rækjuverkmiðjuna og
hafi yfir að ráða skipum og
kvóta til rækjuvinnslu. Ómar
Jónsson, sveitarstjóri Súðavík-
urhrepps, staðfesti við bb.is að
rætt sé um að mynda nýtt fyrir-
tæki. ■
VG mótmælir:
Uppsögnin
afturför
NEYÐARMÓTTAKA Þingflokkur Vinstri
grænna mótmælir harðlega upp-
sögn yfirlæknis neyðarmóttöku fyr-
ir fórnarlömb nauðgana og áform-
um um breytt skipulag og þjónustu
í þessum málaflokki.
Flokkurinn telur að flutningur
neyðarmóttökunnar af slysa- og
bráðasviði Landspítalans á kvenna-
deildina við Hringbraut sé algjör-
lega vanhugsuð aðgerð. Þetta sé
skref aftur á bak vegna þeirrar
miklu sérstöðu sem þjónustan hafi
innan heilbrigðiskerfisins. Vinstri
grænir segja að það yrði stórslys ef
neyðarmóttakan yrði liðuð í sundur
og reynslunni kastað á glæ. ■
Kaupfélag Árnesinga:
Styttist í
niðurstöðu
NAUÐASAMNINGAR Framtíð Kaupfé-
lags Árnesinga ræðst væntanlega í
byrjun mars næstkomandi þegar
nauðasamningur verður borinn upp
á fundi með helstu kröfuhöfum til
samþykktar eða synjunar. Héraðs-
dómur Suðurlands veitti félaginu
heimild til að leita nauðasamninga.
Einar Gautur Steingrímsson,
lögfræðingur og tilsjónarmaður
KÁ, segir að búið sé að senda Lög-
birtingablaðinu innköllun og að
lánardrottnar hafi nú einn mánuð
til að lýsa kröfum sínum. Kaupfé-
lagið hefur verið í greiðslustöðvun
frá 14. júlí, en heildarskuldir nema
um einum milljarði króna. ■
Forstjóri Landhelgisgæslunnar stoltur:
Eina borgaralega sprengjusveitin
SPRENGJULEITARMENN GÆSLUNNAR
Adrian King og Jónas Þorvaldsson, sem
áttu stærstan hlut í því að finna
sprengikúlur hlaðnar sinnepsgasi í Írak,
eru hér á vettvangi.