Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 16

Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 16
16 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Öldungadeild Bandaríkjaþingstók kröfu saksóknara um að Bill Clinton, þáverandi forseti, skyldi sviptur embætti þar sem hann hefði gerst sekur um meinsæri og að hin- dra framgang réttvísinnar í rann- sókn á kvennamálum hans og ásök- unum Paulu Jones um kynferðis- lega áreitni. Talsmaður Clintons sagði á sín- um tíma að málatilbúnaðurinn gegn forsetanum minnti helst á ómerki- legan reyfara þar sem sakargiftirn- ar tækju stöðugum breytingum frá degi til dags. Fréttir af upphafi rétt- arhaldanna yfir forsetanum féllu þó í skuggann af yfirlýsingum Larrys Flint, útgefanda klámblaðsins Hustler, en hann hélt því fram nokkrum dögum áður að Bob Barr, einn þingmanna repúblikana, hefði einnig gerst sekur um framhjáhald og meinsæri. Þá boðaði Flynt fleiri frásagnir af einkalífi annarra þing- manna. Clinton slapp, sem kunnugt er, með skrekkinn og hélt embætti sínu en 15 dögum eftir að öldungadeildin tók málið til umræðu hafnaði hún tillögu um að ákærum á hendur for- setanum yrði vísað frá og sam- þykkti að stefna þremur vitnum, þar á meðal Monicu Lewinsky, til að bera vitni fyrir luktum dyrum. Þetta var að vísu ekki draumaniður- staða Clintons en atkvæði féllu eftir flokkslínum og því þótti ljóst að aldrei næðust nógu mörg atkvæði til að fella forsetann. ■ Adolf Wendel, Kirkjubraut 12, Seltjarn- arnesi, er látinn. Arndís Björg Steingrímsdóttir, Nesi í Aðaldal, lést sunnudaginn 11. janúar. Geir Borg lést mánudaginn 29. desem- ber. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Guðný G. Guðmundsdóttir, Smáratúni 48, Keflavík, lést laugardaginn 3. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Hjálmar Willy Juliussen, Sörlaskjóli 7, lést laugardaginn 10. janúar. Hulda Harðardóttir, Kambaseli 85, lést fimmtudaginn 8. janúar. Ingimundur Kristjánsson, Yrsufelli 5, Reykjavík, lést föstudaginn 9. janúar. Kristinn Breiðfjörð Gíslason, Stykkis- hólmi, lést laugardaginn 10. janúar. Ólöf Jónsdóttir, Heiðarvegi 3, Selfossi, lést laugardaginn 10. janúar. Pálína Helgadóttir, Lönguhlíð 3, lést laugardaginn 27. desember. Útför henn- ar hefur farið fram í kyrrþey. DAVE GROHL Söngvari og lagasmiður Foo Fighters og fyrrum trommari í Nirvana fæddist þann 14. janúar 1969 og er því 35 ára í dag. 14. janúar ■ Þetta gerðist 1978 Breska pönksveitin The Sex Pistols heldur sína síðustu tón- leika í Winterland Theater í San Francisco. 1970 Diana Ross and the Supremes halda kveðjutónleika í Los Ang- eles. 1964 Bítlarnir gefa I Wanna Hold Your Hand út á smáskífu í Bandaríkj- unum. 1960 Elvis Presley er hækkaður í tign og gerður að liðþjálfa í banda- ríska hernum. 1954 Leikkonan Marilyn Monroe og hafnaboltahetjan Joe DiMaggio úr NY Yankees ganga í hjóna- band. 1742 Enski stjörnufræðingurinn Edmond Halley, sem uppgötvaði halastjörnuna sem ber nafn hans, andast 85 ára að aldri. BILL CLINTON Kvennamál forsetans enduðu á borðum öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar ákæruvaldið freistaði þess að fá Clinton sviptan embætti vegna þess að hann hafði reynt að ljúga sig út úr ásökunum um framhjáhald og kynferðislega áreitni. BILL CLINTON ■ Það blés hressilega um Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, í upphafi ársins 1999 en þann 14. janúar tók öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir kröfu saksóknara um að forsetinn yrði sviptur embætti vegna meinsæris. 14. janúar 1999 Ég hef verið að vasast í þessufrá því í fyrra en er nú orð- inn formlegur ræðismaður El Salvador,“ segir Ómar R. Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Ís- lenskra almannatengsla, sem af- henti utanríkisráðuneytinu skip- unarbréf frá Francisco Florez, forseta El Salvador, í fyrradag. „Ég sótti ráðstefnu ræðis- manna El Salvador út um allan heim í haust þannig að ég hef komið til landsins en sendiherra El Salvador í Svíþjóð er ágætis- kunningi minn og það var óskað eftir því að ég tæki þetta að mér eftir ábendingu frá honum.“ El Salvador er sjálfsagt þekktast fyrir fréttir af upp- lausn, borgarastyrjöld og of- beldisverkum en Ómar segir mikinn uppgang í efnahag lands- ins um þessar mundir. „Efna- hagslífið í El Salvador er með þeim framsæknustu í latnesku Ameríku og það er nú bara í Chile sem hagvöxturinn er meiri.“ Ómar gerir ekki ráð fyrir að verða kaffærður í verkefnum tengdum ræðismannsstarfinu enda lítil ferðamannastraumur frá Íslandi til El Salvador og öf- ugt. „Tengsl landanna eru aðal- lega í gegnum samstarf tengdu rannsóknum á jarðskjálftum og vistvænni framleiðslu á raforku en El Salvador stendur framar- lega á báðum þessum sviðum.“ ■ Enginn gefur honum bækur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Eyrún Auðunsdóttir frá Ysta Skála, Vestur-Eyjafjöllum, andaðist að heimili sínu að kvöldi 7.janúar. Auðbjörg Reynisdóttir Viktor Þór Reynisson Anna Kristín Kristófersdóttir Jóhann Reynisson Ingibjörg Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Nú er ég kominn upp á útsýnis-pallinn og get skyggnst um,“ segir Sigurður Svavarsson, út- gáfustjóri bókaforlagsins Iðunnar og formaður félags íslenskra bókaútgefenda, sem er fimmtug- ur í dag. Þrátt fyrir mikil veislu- höld undanfarið er stefnt að því að hóa í ættingja og helstu vini um næstu helgi til að fagna áfangan- um. „Föstudaginn þar á eftir mun ég svo hella upp á vinnufélagana.“ Sigurður, sem hefur verið lengi tengdur bókabransanum, segist fá allt annað en bækur í afmælis- gjafir. „Það er sjaldgæft að fólk gefi mér bók. Ég á talsvert mikið af þeim og alltof margar sem ég á eftir að lesa. Skiptimyntin fyrir bækurnar virðist vera silkisnifsið og viskíflaskan.“ Eftirminnilegasta afmælið var fyrir rúmum áratug þegar Sigurð- ur var einn að væflast um Helsingfors í 22 stiga frosti. „Ég fann ekki fólkið sem ég átti að hitta þarna á fundi, ráfaði einn um og hlustaði á ísbrjótana. Síðan reyndi ég að hringja heim, en þá var konan úti með börnin að halda upp á afmælið mitt. Þetta var rosalega einsemdarlegt.“ Þrátt fyrir að jólatörn bóka- útgefenda sé nú lokið er nóg að gera hjá Sigurði. „Menn eru að jafna sig, skipuleggja starfið framundan og raða útgáfuáætlun- um. Það er aldrei stopp, bara mis- munandi mikill erill. Það er alltaf skemmtilegt að geta hugað að framtíðinni.“ Þessir dagar eru mjög spennandi fyrir bókaútgef- endur, því í næstu viku verða bókaskil komin í hús og þá er ljóst hvernig sala bóka gekk fyrir jólin; hvaða bækur seldust betur en áætlað var og hverjar voru undir væntingum. Spenna næstu viku ríður ekki við einteyming, því á fimmtudag- inn eftir viku mun félag íslenskra bókaútgefenda tilkynna hvaða bækur hljóti íslensku bókmennta- verðlaunin. „Það er alltaf gaman að sjá hvað bætist við landsliðs- flokkinn í bókmenntum. Það er áberandi ef litið er yfir söguna hvað verðlaunin hafa alltaf ratað til verðugra höfunda þó sannar- lega séu margir aðrir góðir sem banka á dyrnar.“ ■ Emanúel Morthens er 83 ára í dag. Ræðismaður ÓMAR R. VALDIMARSSON ■ almannatengill er orðinn helsti tengiliður Íslands við El Salvador en gerir ekki ráð fyrir miklum önnum sem ræðismaður landsins. Clinton kærður ÓMAR R. VALDIMARSSON Hefur bæst í flokk um 70 ræðismanna er- lendra ríkja með aðsetur á Íslandi og er því í góðum félagsskap til dæmis Eyþórs Arnalds, ræðismanns Botsvana, og Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur fréttamanns sem er ræðismaður Sviss á Íslandi. Ræðismaður og almannatengill Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2004 Pilot Super Grip kúlupenni Verð 75 kr/stk NOVUS B4 FC heftar 50 blöð. Verð 1.798 kr NOVUS B 90 Rafmagnsheftari 25 blöð. Verð 7.485 kr Borðmotturnar frá Múlalundi Geisladiskar í miklu úrvali 13.30 Guðný Sigríður Sigurðardóttir verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Hrafnhildur Tómasdóttir, Kríuhól- um 4, verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju. 13.30 Karitas Bjargmundsdóttir, Baug- húsum 10, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Jónína Davíðsdóttir verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Sigþrúður Sigrún Eyjólfsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Stefanía G. Guðmundsdóttir frá Litla-Kambi, Breiðuvík, verður jarð- sungin í Seljakirkju. 14.00 Magnús Jón Þorvaldsson, Dranga- völlum 4, Keflavík, frá Sveinseyri við Dýrafjörð, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. SIGURÐUR SVAVARSSON Verður á Bessastöðum í næstu viku við afhendingu íslensku bókmenntaverðlaunanna. Afmæli SIGURÐUR SVAVARSSON ■ er fimmtugur. Ætlar að tvískipta afmælisfagnaðinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.