Fréttablaðið - 14.01.2004, Side 24
14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
Árni Gautur Arason:
Gæti samið fyrir vikulok
FÓTBOLTI „Við gætum samið við
Árna fyrir vikulok en ég held ekki
að það sé raunhæft að reikna með
honum í leiknum gegn Blackburn,“
sagði Kevin Keegan, framkvæmda-
stjóri Manchester City, í viðtali við
heimasíðu félagsins. Á síðunni kem-
ur fram að Keegan vilji gera
skammtímasamning við Árna.
„Hann hefur ekki spilað í sex eða
sjö vikur. Ef við fáum engan annan
fyrir laugardaginn notum við Kevin
Ellegaard eða hinn unga Kasper
Schmeichel. Ég vona samt að það
komi ekki til þess því við erum að
reyna að fá annan markmann.“
„Við vitum að hann er hæfur
markmaður og vitum að hann er
landsliðsmaður,“ sagði Keegan.
„Við ætlum bara að vera vissir um
að hann sé í góðri æfingu og ef hann
er það getum við boðið honum
skammtímasamning.“ ■
KÖRFUBOLTI Í kvöld verður háður í
Seljaskóla stjörnuleikur kvenna í
körfubolta. Öll félög 1. deildar og
Haukar úr 2. deild standa fyrir
leiknum sem hefst klukkan 20.
Stjörnuleikur kvenna hefur ekki
áður verið haldinn en hann verð-
ur með sama sniði og leikur karl-
anna sem fram fór í Seljaskóla
um síðustu helgi. Þeir sem standa
að leiknum eru fullvissir um að
úrvalslið kvenna geti ekki síður
boðið upp á spennandi og
skemmtilegan leik en karlarnir.
Í stjönuleiknum mætast lið
Reykjavíkur, sem er skipað leik-
mönnum úr ÍS, KR og ÍR, og lið
Suðursins, sem er skipað leik-
mönnum úr Keflavík, Njarðvík,
Grindavík og Haukum. Valið var í
liðin með opinni kosningu á Net-
inu. Kosið var í fimm manna byrj-
unarlið en liðin skipuð þeim tíu
leikmönnum sem fengu flest at-
kvæði. Þjálfarar liðanna bættu
síðan við tveimur leikmönnum.
Þátttakan í atkvæðagreiðsl-
unni var mjög góð, því alls
greiddu 825 atkvæði. Alda Leif
Jónsdóttir (ÍS) fékk flest atkvæði
í kjörinu en Erla Þorsteinsdóttir
(Keflavík) fékk langflest atkvæði
í kjöri á Suðurliðinu.
Byrjunarlið Reykjavíkur er
skipað Öldu Leif Jónsdóttur (ÍS),
Eplunus Brooks (ÍR), Hildi Sig-
urðardóttur (KR), Lovísu Guð-
mundsdóttur (ÍS) og Katie Wolfe
(KR). Aðrir leikmenn eru
Kristrún Sigurjónsdóttir (ÍR),
Stella Rún Kristjánsdóttir (ÍS),
Guðríður Svana Bjarnadóttir (ÍS),
Rakel Margrét Viggósdóttir (ÍR)
og Svandís A Sigurðardóttir (ÍS).
Þjálfarinn Ívar Ásgrímsson valdi
ennfremur Jófríði Halldórsdóttur
(ÍS) og Hafdísi Helgadóttur (ÍS).
Byrjunarlið Suðursins er skip-
að Erlu Þorsteinsdóttur (Kefla-
vík), Helenu Sverrisdóttur
(Haukum), Erlu Reynisdóttur
(Keflavík), Pálínu Gunnlaugs-
dóttur (Haukum) og Birnu Val-
garðsdóttur (Keflavík). Aðrir
leikmenn eru Auður R. Jónsdóttir
(Njarðvík), Sólveig Gunnlaugs-
dóttir (Grindavík), Marín R.
Karlsdóttir (Keflavík), Anna
María Sveinsdóttir (Keflavík) og
Petrúnella Skúladóttir (Grinda-
vík). Þjálfarinn Pétur Guðmunds-
son valdi auk þeirra Maríu B. Er-
lingsdóttur (Keflavík) og Kesha
Tardy (Grindavík). ■
Alda Leif og Erla
fengu flest atkvæði
Fyrsti stjörnuleikur kvenna í körfubolta fer
fram í Seljaskóla í kvöld
TENNISNÁMSKEIÐ
AÐ HEFJAST Í SPORTHÚSINU!
Byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Verð frá 7500 kr.
Tennisnámskeið fyrir börn 7-10 ára á sunnudögum.
Litli Tennisskólinn fyrir 4-6 ára kl. 12:00 á sunnudögum.
Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis í vetur.
Skráning og upplýsingar
í síma 564 4030.
ÁRNI GAUTUR ARASON
Kevin Keegan vill semja við
Árni Gaut Arason.
ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR
Fékk flest atkvæði í netkosningu vegna stjörnuleiksins í kvöld.