Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 4
4 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR Varstu sátt/ur við úrslitin í Idol? Spurning dagsins í dag: Borðar þú þorramat? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 22,9% 77,1% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is SVISS, AP Svissnesk yfirvöld eru að yfirheyra tvo meinta hryðjuverka- menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt fjórar sjálfsmorðsárásir í Tyrklandi í nóvember. Þann 15. nóvember voru tvö bænahús gyðinga sprengd og fimm dögum síðar var ráðist á bresku ræðismannskrifstofuna og breskan banka. Alls létust 62 í árásunum og um 700 manns slös- uðust. Hansjuerg Mark Wiedmer, talsmaður saksóknara, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að mennirnir væru í haldi og að þeir væru erlendir ríkisborgar- ar. Samkvæmt svissneskum blöð- um eru mennirnir tyrkneskir rík- isborgarar og meðlimir íslamskra öfgasamtaka sem kalla sig „Hina miklu íslömsku framvarðasveit Austurlanda.“ Þau samtök ásamt al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum. Svissnesk stjórnvöld segjast ekki hafa neinar sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn séu með skipulagða starfsemi í Sviss. Þau greindu samt frá því að Mo- hammad Atta, annar flugmann- anna sem flaug á tvíburaturnana í New York, hafi átt einhver sam- skipti við menn í Sviss. Einnig greindu þau frá því að hátt settir menn í al-Kaída hefðu notað sviss- neska farsíma til að hafa sam- skipti sín á milli í Afganistan og Pakistan. ■ Reiddist ofsalega og þeytti skúffunni Ránstilraun var gerð í söluturninum Dalsnesti í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld. Hettuklæddur maður vopnaður hnífi réðst inn í söluturninn og heimtaði peninga en fældist við þjófavarnarflautu og lagði á flótta. LÖGREGLA Lögreglan handsamaði manninn stuttu síðar í götu skammt frá og játaði hann á sig alla sök. Einnig játaði hann að hafa rænt söluturninn Egyptann í Hafnarfirði þann 9. janúar ásamt öðrum manni. Hann hefur einnig verið handtekinn og játaði á sig sök. Mennirnir, sem eru liðlega tvítugir, hafa báðir komið við sögu hjá lögreglu. Eigandinn Sigurður Lárusson var einn að störfum þegar atvikið átti sér stað. „Við lokum hér klukkan tíu. Ég er með tvo sölu- kassa, annan fyrir almenna sölu en hinn fyrir símakortin. Hann er innar í sjoppunni, nær inngöngu- dyrunum,“ segir Sigurður. „Ég stend við þann kassa, er með hann opinn og er að gera upp símakort- in. Ég heyri að einhver kemur inn og þegar ég lít upp frá talningunni sé ég framan í einhvern með lambhúshettu.“ Sigurður hélt fyrst í stað að um hrekk væri að ræða og hváði þeg- ar maðurinn heimtaði peninga. „Ég bara reiðist ofsalega á svip- stundu, þeyti skúffunni aftur og geng í áttina frá honum, fyrir smá horn og að öryggishnapp sem þar er. Ég ýti á hann og öryggiskerfið fer í gang. Þá sé ég undir iljarnar á honum,“ segir hann og segist ekki hafa orðið skelkaður. „Ég var fyrst og fremst reiður. Ég reiðist ekki oft en ef ég geri það get ég reiðst mjög illa. Það var eins gott fyrir hann að koma ekki alltof ná- lægt mér í þessari stöðu.“ Að sögn Sigurðar hefur fjórum sinnum verið brotist inn í söluturninn á þeim fimmtán árum sem rekstur- inn hefur staðið yfir. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem vopnuð ránstilraun er gerð. Sigurður hefur vakið athygli fyrir að neita að taka við kredit- kortum frá viðskiptavinum sínum. Hann segist ekki hleypa gráðugum milliliðum inn í verslunina sína. „Ég er á varðbergi gagnvart krimmum, hvort sem þeir eru gangandi á götunni eða hvít- flibbakrimmar. Þeir eru sýnu verri þessi með hvítu flibbana.“ Að- spurður hvort töluvert af lausafé sé ekki í kassanum hjá sér segist hann ekki vilja gefa upp neitt um það. „Það eru peningar í kassan- um, við skulum orða það þannig.“ freyr@frettabladid.is SVARTI KASSINN Svarti kassinn fannst á þús- und metra dýpi. Rauðahafið: Kassarnir fundnir KAÍRÓ, AP Franskur smákafbátur náði í gær seinni svarta kassanum sem var í egypsku flugvélinni sem hrapaði í Rauðahafið með þeim afleiðingum að 148 manns fórust. Í kassanum eru hljóðritanir af samskiptum flugmanna í flug- stjórnarklefanum. Kassinn var á þúsund metra dýpi og segja egypsk stjórnvöld að hann sé illa farinn en vonast sé eftir að innihaldið sé ekki ónýtt. Kafbáturinn náði einnig myndum af flakinu á hafsbotni. Tveir svartir kassar voru í flug- vélinni. Hinn fyrri fannst á laugar- daginn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en egypsk stjórnvöld hafa útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. ■ Kanadamaður féll í loftárás: Fjölskyldan krefst bóta TORONTO, AP Fjölskylda kanadísks hermanns, sem féll í loftárás banda- ríska hersins í Afganistan, ætlar að fara fram á sem svarar um 130 milljónum íslenskra króna í bætur frá bandarískum stjórnvöldum. Richard Green var einn fjög- urra kanadískra hermanna sem létust þegar bandarískur orustuflugmaður varpaði fyrir mistök 225 kílógramma sprengju á kanadískar þjálfunarbúðir hjá Kandahar í apríl 2002. Flugmað- urinn hefur verið ákærður fyrir vanrækslu í starfi og á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi verði hann fundinn sekur. ■ BJÖRGUN Í gær voru 210 rollur flutt- ar úr fjárhúsunum á Bakka, en þar höfðu þær verið fastar frá því snjó- flóð féll á bæinn síðastliðinn þriðju- dag. Björgunarsveitin Tindur á Ólafsfirði bjargaði rollunum, sem voru fluttar yfir á Burstabrekku á Ólafsfirði. „Rollurnar voru fluttar í fjárhús við Burstabrekku og einnig var út- búin aðstaða fyrir þær í hlöðu við bæinn. Þær voru vel á sig komnar, enda hafði tekist að gefa þeim að éta allan tímann. Þetta gekk allt mjög vel, björgunarstörf hófust um hádegið og var lokið um sexleytið.“ segir Sigurbjörn Þorgeirsson, lög- reglumaður á Ólafsfirði. Við sama tækifæri var ótömdum stóðhesti við Bakka bjargað í hús. Hesturinn var rólegur og ótrúlega meðfærilegur, að sögn björgunar- sveitarmanna. ■ Sjálfsmorðsárásirnar í Tyrklandi í nóvember: Tveir menn í haldi í Sviss 62 LÉTUST Í NÓVEMBER Sprengjurnar voru mjög öflugar og ollu miklum skemmdum á bænahúsunum sem voru full af fólki sem var við bænahald. EIGANDI DALSNESTIS Sigurður Lárusson varð bálreiður þegar maðurinn með lambhúshettuna heimtaði peningana. Snjóflóðið á Ólafsfirði: Rollum bjargað frá Bakka BJÖRGUNARSVEITIN AÐ STÖRFUM Moka þurfti ofan af fjárhúsunum til að bjarga rollunum, en björgunaraðgerðir tóku um það bil sex klukkustundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.