Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. janúar 2004 27 Pondus eftir Frode Øverli TÓNLIST Bandaríski rapparinn Mystikal hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðis- lega líkamsárás. Mamma rapparans kallar pilt- inn Michael Taylor og er hann 33 ára gamall. Hann var dæmdur sekur fyrir að neyða hárgreiðslu- stúlku til þess að eiga munnmök við sig og tvo lífverði sína. Áður en hann gerði það sakaði hann stúlkuna um að hafa rænt af sér peningum en hún þverneitar því. Lífverðir Mystikal voru dæmd- ir í þriggja og fjögurra ára fang- elsi eftir að þeir játuðu sekt sína. Gengið tók árásina upp á myndband sem var svo notað gegn þeim á meðan á réttarhöld- unum stóð. Dómarinn í málinu sagði eftir að hafa horft á það að augljóst væri að Mystikal og félagar hans bæru enga virðingu fyrir lögum og reglu. Vinsælasta plata kauða er Tarantula frá árinu 2001, en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til Grammy-verðlauna í fyrra. ■ Dæmdur í sex ára fangelsi Tom Cruise hittir beint í mark,eina ferðina enn með The Last Samurai sem er ekta stórmynd hlaðin töffaraskap, flottum bar- dagatriðum og hæfilega þykku lagi af gömlum og góðum klisjum. Cruise er hér í hlutverki fylli- byttunnar og uppgjafarher- mannsins Nathan Algren sem hef- ur tekið þátt í ófáum indíána- slátrunum með riddaraliðinu en drekkur til að gleyma öllum við- bjóðnum sem hann hefur séð. Hann fær kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum þegar fulltrú- ar Japanskeisara ráða hann til að þjálfa her landsins sem ætlað er að brjóta á bak aftur uppreisn gamalla samúræja. Það er skemmst frá því að segja að eftir að Algren kemst í kynni við hinn magnaða leiðtoga samúræjanna, Katsumoto, áttar hann sig á því að hann á miklu meira sameiginlegt með andstæðingi sínum og lendir því öfugu megin við víglínuna og berst við hlið frumstæðs þjóð- flokks gegn tæknivæddum árás- arher. Það eru vandfundir meiri töffarar í mannkynssögunni en samúræjarnir japönsku og þegar þeir eru komnir með Tom Cruise sér við hlið getur ekkert klikkað. The Last Samurai er frábær hrísgrjónavestri sem svíkur ekki, enda gerist myndin í Japan í gamla daga þegar orð eins og heiður og hugrekki skiptu ein- hverju máli. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir THE LAST SAMURAI Leikstjóri: Edward Zwick Aðalhlutverk: Tom Cruise, Ken Watanabe, Timothy Spall Heiður og hugrekki MYSTIKAL Ætti að finna nægan efnivið í nýja texta í steininum. Hæ, Pondus! Hæ, Beta! Bara að taka til smá snakk fyrir leikinn! Hæ, hæ?! Halló!! HALLÓ! HÆÆÆ!!!!! Öh... nei vá! Ný klipping hjá þér! TAKK fyrir að taka eftir því! Jæja, hvernig finnst þér? Frekar dapurt... en völlurinn er líka blautur og þungur! Þarna byrjar það aftur! Hún er alltaf að gala eftir karlmönnum! Samt er hún gift og allt! En samt sæt klipping sem hún er með! KARLMENN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.