Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 24
24 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Kvennaknattspyrna FAGNAÐ Í SNJÓNUM Alessandro Del Piero marki sínu í 4-2 sigri Juventus á Siena í snjókomunni í Tórínó gær. Fótbolti FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sigurbjörg Ólafs- dóttir úr Breiðabliki bætti eigið stúlknamet í 60 metra hlaupi á stigamóti Breiðabliks á laugardag. Sigurbjörg hljóp á 7,66 sekúndum en fyrra met hennar var 7,71 sek- úndur. Sigurbjörg bætti einnig met Svanhildar Kristjónsdóttur í flokki 19–20 ára um einn hundraðasta úr sekúndu og jafnaði met Silju Úlf- arsdóttur í flokki 21–22 ára. Andri Karlsson úr Breiðabliki sigraði í 60 metra hlaupi á 6,95 sek- úndum og setti persónulegt met. Hann hljóp vegalengdina á 7,05 sekúndum eða á sama tíma í fyrra og vænta Blikar góðs árangurs af honum á meistaramótinu um miðjan næsta mánuð. Jón Arnar Magnússon, Breiða- bliki, varð þriðji í 60 metra hlaup- inu á 7,17 sekúndum en hann sigr- aði í langstökki og kúluvarpi. Jón Arnar stökk 7,19 metra í langstökki en kastaði kúlunni 16,07 metra, það er aðeins þrettán sentímetrum skemmra en á heimsmeistaramót- inu innahúss í fyrra. Þetta er jafn- fram lengsta kastið á móti í Fíf- unni. Sunna Gestsdóttir, UMSS, sigr- aði í langstökki og stökk 6,11 metra, Þórunn Erlingsdóttir, Breiðabliki, kastaði 12,13 metra og sigraði í kúluvarpi. Herdís Helga Arnalds, Breiðabliki, sigraði í 800 metra hlaupi á 2:26,81 mínútum. Skagfirðingurinn Ragnar Frosti Frostason sigraði í 800 metra hlaupi á 2:04,55 mínútum. Næsta stigamót Breiðabliks verður í Fífunni 7. febrúar. ■ Peterhansel sigraði Sexfaldur meistari í mótorhjólaflokki sigraði í keppni bílanna í fyrsta sinn. RALL „Þegar ég ók eftir ferjuleið- inni gat ég ekki annað en hugsað til keppninnar í fyrra,“ sagði Frakkinn Stéphane Peterhansel efir sigurinn í París–Dakar rallinu í gær. Peterhansel leiddi rallið í fyrra þar til hann skemmdi bílinn á næstsíðasta áfanga. „Það hefur verið löng bið eftir þessum sigri. Þetta hefur verið mjög erfitt en ég gæti ekki verið hamingjusam- ari,“ sagði Peterhansel sem sigr- aði sex sinnum í mótorhjólaflokki á árunum 1991–1998. „Ég varð að bíða í fjögur ár eftir fyrsta sigrin- um í mótorhjólaflokki. Það tók sex ár að ná fyrsta sigrinum í bíla- flokknum.“ Peterhansel varð í gær annar maðurinn í sögu París–Dakar sem sigrar í tveimur flokkum. Aðeins Hubert Auriol hefur unnið sam- bærilegt afrek. Peterhansel hefur einnig unnið fleiri keppnir en nokkur annar en þar til í gær höfðu hann og Tékkinn Karel Loprais, sem keppir í trukka- flokknum, unnið sex sinnum. Peterhansel tók fljótlega for- ystu í rallinu en fékk tímavíti á fimmta áfanga og tapaði sjö mín- útum til viðbótar vegan sprungins dekks í sjötta áfanga. Áttundi áfanginn, milli Atar og Tidjikja í Máritaníu, réð í raun úrslitum í keppni bílanna. Masouka leiddi fyrir áfangann en gírkassinn bil- aði á miðri sérleiðinni og varð hann 57 mínútum á eftir Peter- hansel í mark. Munurinn á þeim hélst svipaður það sem eftir lifði keppni og að lokum var Masouka rúmum 49 mínútum á eftir Peter- hansel. Lokaáfanginn í gær fór fram í Dakar, höfuðborg Senegal. Áfang- inn var samanlagt 106 kílómetrar en sérleiðin 27 kílómetra, að mestu eftir ströndinni. Sigurveg- ararnir í bíla- og mótorhjólaflokk- unum fóru sérleiðina á tæpu kor- teri en fljótasti trukkurinn þurfti tæpar nítján mínútur. Nani Roma, KTM, varð fyrstur Spánverja til að sigra í keppni mótorhjólanna. Hann var rúmum tólf míunútum á undan Richard Sainct, KTM, og 55 mínútm á und- an Cyril Després, KTM, sem varð í þriðja sæti. Stephan Hague, sem keppti fyrir KTM Iceland, varð í 46. sæti í gær og 49. sæti saman- lagt. Rússinn Vladimir Tchaguine sigraði af öryggi í keppni trukk- anna. Hann náði forystunni á af- mælisdegi sínum, 5. janúar, og lét hana ekki af hendi eftir það. ■ TENNISNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Í SPORTHÚSINU! Byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Verð frá 7500 kr. Tennisnámskeið fyrir börn 7-10 ára á sunnudögum. Litli Tennisskólinn fyrir 4-6 ára kl. 12:00 á sunnudögum. Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis í vetur. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030. ÍBV SIGRAÐI Í REYKJANESHÖLL- INNI Eyjastúlkur sigruðu á Hita- veitumóti Keflavíkinga sem fram fór í Reykjaneshöllinni um helg- ina. ÍBV og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í úrslitaleiknum í gær en Eyjastúlkur sigruðu 5-4 í víta- spyrnukeppni. KR vann Keflavík í leiknum um þriðja sætið. Á laugardag unnu Eyjastúlkur KR- inga 3-2 og Stjarnan vann Kefla- vík 5-0. BÍLAFLOKKUR Stéphane Peterhansel (Mitsubishi)53:47:37 Hiroshi Masuoka (Mitsubishi) + 49:24 Jean-Louis Schlesser (Ford) + 3:00:33 MÓTORHJÓLAFLOKKUR Nani Roma (KTM) 55:56:28 Richard Sainct (KTM) + 12:38 Cyril Després (KTM) + 44:31 TRUKKAFLOKKUR Vladimir Tchaguine (Kamaz) 68:13:49 Firdaus Kabirov (Kamaz) + 53:38 Gerardus De Rooy (DAF) + 1:28:28 LOKASTAÐAN Í París–Dakar rallinu 2004 NANI ROMA Nani Roma, KTM, varð fyrstur Spánverja til að sigra í keppni mótorhjóla í París–Dakar ralli. PETERHANSEL OG MASUOKA Keppinautarnir Stephane Peterhansel og Hiroshi Masuoka takast í hendur fyrir sextánda áfangann sem lá milli Nouakchott í Máritaníu og Dakar í Senegal. 1. stigamót Breiðabliks: Sigurbjörg setti stúlknamet SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Bætti stúlknametið í 60 metra hlaupi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.