Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 31
Það mun koma í hluti nýbakaðaídolsins Kalla Bjarna að hita upp fyrir hina föngulegu og óhemjuvinsælu kvennahljómsveit Sugarbabes í Laugardalshöllinni í apríl. Gengið hafði verið frá því að sigurvegari Stjörnuleitarinnar fengi þetta eftirsóknarverða hlut- verk en það var þó ákveðið að bíða með að tilkynna það þangað til úrslitin lágu fyrir. Kalla bíður því spennandi verkefni þar sem margir íslenskir tónlistarmenn hafa verið lengi að án þess að fá tækifæri til þess að koma fram ásamt einni vinsæl- ustu hljómsveit heims, fyrir framan 6000 manns. No Name konur undanfarinnaára hittust í síðustu viku í kvöldverði á veitingastaðnum Caruso, til skrafs og ráðagerða. Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari hjá No Name, hefur nefnilega ákveðið að í ár velji hún ekki sjálf No Name andlit ársins eins og undanfarin ár, heldur velji konurnar sem nú þegar hafa skartað titlinum and- lit ársins í ár. Það var sannarlega glatt á hjalla hjá No Name stelpunum, enda allt valinkunnar eðal- stelpur. Þegar þær voru búnar að borða og stilla svolítið upp fyrir ljósmyndara, komu þær hver með sínar tillögur að næsta No Name andliti. Mörg nöfn voru nefnd, en þær tíu sem oft- ast heyrðust nefndar voru Rann- veig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, Ragnhildur Gísla- dóttir söngkona, Björk Jakobs- dóttir leikkona, Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona, Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Bára Guðjónsdóttir verslunarkona, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, Eva María Jóns- dóttir þáttastjórnandi og Sigríð- ur Arnardóttir, eða Sirrý í Fólk- inu. No Name andlit ársins verður valið 27. mars næstkomandi, en lesendur geta í millitíðinni skoð- að myndir af ofantöldum konum og myndað sér eigin skoðun. Við valið er haft til hliðsjónar hvað konurnar hafa verið að gera á árinu sem leið. ■ No Name ■ Þær 18 konur sem hafa verið No Name andlit á undanförnum árum munu velja No Name andlitið 2004. Þær reifuðu skoðanir sínar yfir málsverði með Kristínu Stefánsdóttur förðunarmeistara sem fram að þessu hefur verið ein um valið. Fréttiraf fólki 31MÁNUDAGUR 19. janúar 2004 ■ Hvað er... Desmerdýr er ætt ýmissasmávaxinna kjötæta, einnig nefnd þefkettir eða deskettir. Þó svo dýrin líkist köttum eru þau ekki af sömu ætt. Þau dýr sem talin eru bera veiru bráðalungnabólgu í Kína er algengasta tegund desketta og kallast grímudeskettir og má finna allt frá Pakistan til Kína. Þeir eru um 50 til 76 cm langir með álíka langt skott og geta vegið allt að fimm kílóum. Feld- ur grímudesketta er frekar stutthærður og oftast grár með vott af appelsínugulu, gulbrúnu eða gulrauðum lit. Þeir hafa eng- ar rendur eða doppur, hvorki á líkama né á skotti. Nafnið kemur frá „grímunni“, sem er hvít lína sem byrjar efst á höfði dýrsins niður að trýni, með hvítar rákir fyrir ofan og neðan hvort auga. Grímudesköttur er yfirleitt einsamall, býr í trjám og sést yf- irleitt ekki á kreiki nema á næt- urnar þegar hann leitar sér mat- ar. Helst lifa þessi dýr á ávöxt- um, en þau éta einnig smá hryggdýr, skordýr og fugla og hafa valdið usla þegar þeir ráð- ast á hænur. Þeir geta afkvæmi snemma að vori og seint að hausti og eignast allt að fjóra unga í hverju goti. Deskettir eru veiddir fyrir feldinn og til matar. Stundum eru þeir hafðir sem gæludýr og þá oft notaðir til rottuveiða. ■ GRÍMUDESKETTIR Alþjóða heilbrigðismálastofnunin staðfesti í síðustu viku álit kínverskra sérfræðinga að tengsl séu milli desketta og nýjustu tilfellanna um alvarlega bráðalungnabólgu í Guangdong héraði í Kína. Ekki er vitað hvernig veiran flyst frá dýrum til manna. Deskettir? Hver verður No Name andlit ársins 2004? GLÆSILEGAR NO NAME KONUR Glaðhlakkalegar fegurðardísir á Caruso. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R VIGDÍS FINN- BOGADÓTTIR Glæsilegur fulltrúi íslensku þjóðarinn- ar í 12 ár. EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Hvers manns hug- ljúfi, hvort sem er í sjónvarpinu eða daglega lífinu. SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR Hefur stjórnað þætti sínum Fólk með Sirrý af rögg- semi í þrjú ár og vaxið með hverjum þætti. BÁRA GUÐJÓNSDÓTTIR Var verslunarkona í Reykjavík um árabil og þekkt fyrir að vera hrifin af bleiku. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNN- ARSDÓTTIR Er margra barna móðir með eitt ný- fætt og nýtekin við embætti mennta- málaráðherra. JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR Gyðja sem vinnur hvern sigurinn af öðrum, nú síðast í söngleiknum Chicago. BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Enn einn fulltrúi þeirra kvenna sem þora og fram- kvæma. Einleikurinn hennar, Sellófan, sló í gegn á Íslandi og nú hyggur Björk á frekari landvinninga. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Hefur í gegnum árin sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og heillað alla upp úr skónum með sérstökum stíl. RANNVEIG RIST Rannveig hefur sannarlega látið til sína taka í atvinnulífinu og haslað sér völl þar sem áður var mikið karlaveldi. SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR umhverfisráðherra Spjótin stóðu stöðugt á Siv í vetur, en hún stóð eins og klettur í hafinu.                   ! "#  $$ % &' #((   & " )()  *$$+& " ,  -  # )#  ./0 123 % 45632*7 ) 8 )"  9$  $  :      ; &' '$ < 0 $   $  $  !79= >  $ * &'   ? $ @ > )( A   ,    ( ##" =112 7!17-3= .173B   C            7$'C " (((    % D< E #((  

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.