Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR Hallgrímur Helgason ogstrætóbílstjórinn og rit- höfundurinn Magnus Mills tóku að sér að velja 10 bestu bækur allra tíma fyrir The Guardian á dögunum. Hall- grímur heldur stórvirkjum ís- lenskrar bókmenntasögu á lofti og setur Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í fyrsta sætið en Íslendingasögurnar í annað sætið. Hann segir Sjálfstætt fólk vera bestu íslensku skáldsög- una og án efa eina ef bestu bók- um 20. aldarinnar enda bæði ljóðræn, hlý mjög sorgleg og mjög fyndin. „Ég las hana sem unglingur hef verið undir áhrif- um hennar alla tíð síðan.“ Hallgrímur segir Íslendinga- sögurnar vera best varðveitta leyndarmál heimsbókmennt- anna, 20 meistaraverk sem hafa beðið á hillunni í 800 ár eftir að vestrænir lesendur gæfu þeim gaum. „Fyrir okkur Íslendinga eru sögurnar eins og Biblían, bara miklu betri. Njáls saga er best en Grettis saga er skemmtilegust.“ Íslandsvinurinn Magnus Mills er greinilega ekki búinn að kveikja á þessu þar sem Joseph Conrad er í tveimur efstu sætunum hjá honum með Heart of Darkness og Typhoon. Sýrutrippsbókin Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S. Thompson rekur síðan lestina hjá bílstjóranum sem sækir efni í næstu skáld- sögu sína til Íslands. ■ Höfundur Íslands HALLGRÍMUR HELGASON ■ velur 10 bestu bækur allra tíma í The Guardian. Laxness er bestur að hans mati en síðan koma Njála og Grettla. Subbubókmenntirnar American Psycho og Öreindirnar komast líka á blað. ... fær Björgólfur Thor Björgólfs- son fyrir að leggja lóð sín á vog- arskálar íslensks menningarlífs með því að styrkja Ólaf Elíasson myndarlega. Sumarhúsabóndinn betri en Hamlet 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 í dag Klæðskeri í Óperunni barðist með Saddam Sjoppueigendur vígbúast gegn ræningjum Seinþroska stúlka rekin frá IKEA afsláttur gildir ekki um sérpantanir 12. - 24. jan. Einnig magna› úrval efna me› miklum afslætti Opnunartími mán. - mi›. 10 - 16 fim. - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 pnunartí i án. - i›. 10 - 16 fi . - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 Hann erf y r i r það fyrsta alveg ynd- i s l e g u r , mikill hug- sjónamaður og þess vegna er h a n n k a n n s k i ekki alltaf sá besti í að skipuleggja heimilisstörfin í sameiningu,“ seg- ir Björk Vilhelmsdóttir borgarfull- trúi um manninn sinn Svein Rúnar Hauksson. „Hann kemur sér til dæmis undan því að sópa gólfin til að svara áríðandi bréfum frá Palestínu. Baráttan er kannski þessi virði.“ ■ Safna íslenskum vefsíðum Við erum ekki alveg búnir aðátta okkur á því hvað umfang- ið verður mikið, en nú þegar erum við búin að safna tæplega tíu þús- und lénum og afrita af þeim um það bil 27,5 milljón vefskjala,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson að- stoðarlandsbókavörður. „Gagna- magnið er nú þegar farið að nálg- ast 350 gígabæt.“ Landsbókasafnið hefur fengið það verkefni að safna til varð- veislu nánast öllum íslenskum vefsíðum. Reikna má með að tveir starfsmenn verði í fullu starfi við þetta, en Þorsteinn hefur umsjón með því starfi. Fyrir ári voru sett ný lög um skylduskil til safna. Nú í desember kom svo í framhaldi af þeim reglu- gerð frá menntamálaráðuneytinu, þar sem lögin eru útfærð nánar. „Samkvæmt þessum lögum ber Landsbókasafni skylda til þess að safna íslenskum vefsíðum eftir því sem tök eru á,“ segir Þor- steinn, „og reyndar einnig þeim vefsíðum sem eru birtar á ís- lensku á erlendum vefsetrum og af íslenskum aðilum erlendis. Þetta er mjög hliðstætt því fyrir- komulagi sem hefur hingað til verið með prentað efni.“ Það sem er þó frábrugðið er að þeim sem birta efni á vefnum ber ekki skylda til að senda það til Landsbókasafnsins, eins og útgef- endur prentaðs efnis verða að gera. En þeim ber samt að gera safninu kleift að nálgast vefsíð- urnar og taka afrit af þeim. „Ekki er samt endilega ástæða til að safna öllu daglega. En við reikn- um með að öllu verði safnað svona þrisvar til fjórum sinnum á ári, en svo myndum við safna daglega efni af til dæmis fréttamiðlum og um- ræðumiðlum eins og Múrinn, Kreml, Tíkin og hvað þetta heitir nú allt saman.“ Tölvupóstur sem fer á milli manna verður þó ekki með í þessu safni. Heldur ekki innra net fyrir- tækja sem utanaðkomandi hafa ekki aðgang að. Gagnvirkt efni á borð við símaskrána verður einnig látið eiga sig. Og þótt bloggsíður og spjall- rásir falli í sjálfu sér undir skil- greiningu laganna um vefsíður sem öllum eru aðgengilegar, þá verða þær ekki teknar með í vef- safn Landsbókasafnsins, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. „Ég ætla ekkert að útiloka að af því geti orðið síðar, en tækni- lega séð ráðum við einfaldlega ekki við það sem stendur.“ ■ Lárétt: 1 kött,5ert, 6so,7fg,8sæl,9 dútl,10al,12tau,13vök,15rs,16ítak, 18ráfa. Lóðrétt: 1keflavík,2örg,3tt,4hollusta, 6sætar, 8sút,11löt,14kar, 17ká. Lárétt: 1 húsdýr, 5 stríðni, 6 sagnorð, sk.st., 7 í röð, 8 ánægð, 9 dund, 10 verkfæri, 12 þvottur, 13 op á ís, 15 í röð, 16 réttur til nytja, 18 eigra. Lóðrétt: 1 kaupstaður sem var, 2 gröm, 3 tveir eins, 4 heilnæmi, 6 laglegar, 8 kvíði, 11 værukær, 14 ílát, 17 stafur. Lausn: Rocky Ég held það sé frekar að heilinn sé dofinn þannig að maður fatti ekki að það er ennþá janúar! Ég las einhvers staðar að hættan við nætursund í frosti væri að maður dofnaði strax og fattaði ekki hvað manni væri ógeðslega kalt! En ég fatta það sko alveg, og ég er gjörsamlega á rassgatinu! HALLGRÍMUR HELGASON Tekur Halldór Laxness fram yfir James Joyce og sjálfan Shakespeare. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Maðurinn minn ÞORSTEINN HALLGRÍMSSON AÐSTOÐARLANDSBÓKAVÖRÐUR Landsbókasafn hefur fengið það verkefni að safna öllum íslenskum vefsíðum til varð- veislu. Bloggsíður og spjallrásir verða þó ekki teknar með fyrst í stað. Vandlega verður þó fylgst með fréttamiðlum og umræðumiðlum á borð við Múrinn, Kreml og Tíkina. Netið ■ Svipaðar reglur gilda um varðveislu prentaðs efnis og það sem birt er á Net- inu. Þetta þýðir að Landsbókasafninu ber að safna efni á vefsíðum saman til varð- veislu. Verkefnið er ærið og nú þegar er búið að afrita 27 milljónir vefskjala. Bloggið er þó enn undanskilið enda Landsbókasafninu tæknilega ofviða að ná utan um þau ósköp öll. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Ólafur Elíasson. Eimskip. Michellie Wie.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.