Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 10
HÖFUÐBORGIN Átakshópur Höfuð- borgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð hefur sent borg- arráði erindi þar sem farið er fram á að borgarráð beiti sér fyr- ir því að fyrirætlanir um flutning Hringbrautar verði settar á hill- una. Örn Sigurðsson, stjórnarmaður í Höfuðborgarsamtökunum, segir að mikil verðmæti fari til spillis ef hafist verður handa við fram- kvæmdina eins og fyrirhugað sé, bæði fjárhagsleg og skipulagsleg. Hann segir að fyrirhuguð fram- kvæmd kosti um 7,2 milljarða sé tekið tillit til verðmætis þess lands sem fer til spillis. Hann seg- ir að sú hugmynd, sem átakshóp- urinn hefur kynnt, yrði fyrir val- inu yrði kostnaðurinn um fjórum milljörðum lægri. „Það er engin tilviljun að sam- gönguráðherra vill ýta þessari framkvæmd í gegn,“ segir Örn en hann heldur því fram að færsla Hringbrautarinnar suður fyrir BSÍ, eins og fyrirhugað er, styrki stöðu flugvallarins í Vatnsmýrinni. Að sögn Arnar er fyrirhugaður stór borgarafundur um framtíðar- skipulag Vatnsmýrarinnar. ■ 10 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR DROTTNINGARBROS Elísabet Bretadrottning brosti sínu breiðasta þegar hún og eiginmaðurinn, Filippus prins, komu frá messu í Maríukirkjunni í Flitcham í gær. Kjaraviðræður sjómanna og útgerðarmanna: Vísað til sáttasemjara Hjónavandi um allt land Hvers vegna tekst pörum og hjónum ekki alltaf að viðhalda rómantíkinni í sambandinu og hvað er hægt að gera til að styrkja það? Um sex þúsund manns frá 18 ára til sjötugs hafa sótt námskeið séra Þórhalls Heimissonar til að fá svör við þessu. HJÓNANÁMSKEIÐ Hvers vegna er hjónabandið ekki alltaf dans á rós- um og hvað veldur því að mörgum pörum tekst ekki að fóta sig í sam- búðinni? Á hjónanámskeiði séra Þórhalls Heimissonar, sem haldin hafa verið undanfarna átta vetur, leitar fólk á öllum aldri sem hefur annaðhvort búið saman í stuttan tíma eða á jafnvel margra ára sambúð eða hjónaband að baki. Athygli vekur að yngsta parið sem hefur skráð sig er 18 ára og það elsta um sjötugt. Þórhallur segir álag, stress og tímaskort einkenna sambönd þeirra sem leiti til sín og hann ræðir um leiðir til að losna úr vítahring deilna og átaka, til að styrkja sambúðina eða fjölskyld- una. En það eru ekki bara hjón á höfuðborgarsvæðinu sem eiga í vanda. „Ég hef í samvinnu við fræðsludeild Biskupsstofu nánast farið hringinn í kringum landið og haldið hjónanámskeið, þannig að það er fólk um allt land í vanda. Það er þó ekki skilyrði að fólk verði að vera í hjónabandi til að sækja námskeiðið,“ segir séra Þórhallur sem bætir því við að miklu máli skipti að fólk sé tilbúið til að vinna sína heimavinnu að námskeiði loknu. Segja má að hann leggi drögin að bættri sam- búð og það er síðan undir pörun- um komið að fylgja verkefninu eftir. „Það eru engin tvö sambönd eða hjónabönd eins og þarfir og vangaveltur þeirra sem ég ræði við eru misjafnar. Ég hef tekið eftir því að fólki finnst gott að hitta aðra sem eru í svipaðri stöðu og það sjálft og hefur frá sinni reynslu að segja. Ég væri eflaust löngu hættur að halda námskeiðin ef ég hefði ekki séð árangurinn af þeim. Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá hvernig fólk hefur fundið aftur taktinn og þró- að nýjar leiðir til að kveikja í gömlum glæðum. Það hefur gefið mér mikið kapp til að halda áfram.“ – Hver er lykillinn að góðu hjónabandi? „Þetta er þúsund dollara spurn- ingin og ef ég vissi svarið við henni þá væri ég orðinn milljóna- mæringur. Það er engin skyndi- lausn til, en umfram allt verður fólk að setja ástina og sambandið í forgang,“ segir séra Þórhallur. bryndis@frettabladid.is Alþjóðleg bænavika verður haldin í kirkjum um heim allan vikuna 18. - 25. janúar. Um allan heim er beðið fyrir einingu kristins fólks þessa viku. Bænir vikunnar koma frá söfnuðum í Aleppo í Sýrlandi og er sérstaklega beðið fyrir friði. MINN FRIÐ GEF ÉG YÐUR Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18. - 25. janúar: Dagskrá: Mánudagur: Bænastund kl. 12 í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Bænastund kl. 20 í Karmelklaustri í Hafnarfirði. Þriðjudagur: Bænastund klukkan 12 í Fríkirkjunni Veginum, Smiðju- vegi 5, Kópavogi. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20 í Kristskirkju í Landakoti. Ræðumað- ur: Jóhannes Gijsen, biskup. Fimmtudagur: Samkoma kl. 20 hjá Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Ræðumaður: Högni Valsson, forstöðumaður í Fríkirkj- unni Veginum. Föstudagur: Samkoma kl. 20 hjá Hjálpræðishernum á Akureyri, Hvannavöllum 10. Ræðumaður: Sr. Guðmundur Guð- mundsson, héraðsprestur. Laugardagur: Lokasamkoma kl. 20 í Íslensku Kristskirkjunni, Bílds- höfða 10. Ræðumaður er Svanhild- ur Sigurjónsdóttir frá Óháða söfn- uðinum. Undirbúningur bænavikunnar hérlendis er í höndum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga. Aðild að nefndinni eiga: Aðventistar, Frí- kirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Allir eru hjartanlega velkomnir. FRÁ AFHENDINGUNNI Nýsköpunarverðlaunin voru veitt tölvunar- fræðinemum. Nýsköpunarverðlaun: Finna lag með söngli VERÐLAUN Fjórir tölvunarfræði- nemar úr Háskólanum í Reykja- vík fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir hönnun sína á leitarkerfi í tónlistargagna- grunnum. Notendur gagnagrunna geta fundið lög með því að söngla hluta lagsins. Verkefni þeirra Freys Guð- mundssonar, Gunnars Einarsson- ar, Jóhanns Grétarssonar og Ólafs Örvars Guðjónssonar var eitt fjögurra verkefna sem voru til- nefnd til verðlaunanna sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti veitti fyrst árið 1996. ■ KJARAMÁL Sjómannasamband Ís- lands vísaði á miðvikudag kjara- viðræðum fiskimanna við útgerðarmenn til ríkissátta- semjara en gerðardómur um kjör liðlega 3.500 fiskimanna rann út um áramótin. Formaður Sjómanna- sambandsins segir að ekki megi lesa það út úr þessari ákvörðun að snurða sé hlaupin á þráðinn. Þvert á móti hafi menn verið að ræðast við óformlega að undan- förnu og þessi háttur hafi verið hafður á við gerð undangeng- inna kjarsamninga. „Viðræðuáætlun okkar gerði ráð fyrir því að kjaraviðræður hæfust í haust. Jafnframt var gert ráð fyrir að ef ekki hefði náðst árangur um áramót, hefði hvor aðili um sig heimild til að vísa deilunni til sáttasemjara,“ segir Sævar Gunnarsson. Búist er við að sáttasemjari kalli sjómenn og útgerðarmenn til fundar í næstu viku. „Ég held að þetta verði þungt, það er það oftast. En vöndurinn sem yfir okkur vofir núna, liðkar ekki fyrir,“ segir Sævar Gunnarsson og vísar til áforma um afnám sjómannaafsláttarins. „Það var afskaplega óvitur- legt að henda málinu í okkur með þessum hætti. Við munum ekkert loka samningum við einn eða annan öðruvísi en að það mál sé frágengið,“ segir Sævar Gunnarsson. ■ SJÓMENN TIL SÁTTASEMJARA Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, segir áform um afnám sjómannaafsláttar ekki liðka fyrir kjaraviðræðum. Sjómenn vísuðu kjaraviðræðum við útgerðar- menn til ríkissáttasemjara í vikunni. SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON Segir álag, stress og tímaskort einkenna sambönd þeirra sem leiti til sín og hann ræðir um leiðir til að losna úr vítahring deilna og átaka til að styrkja sambúðina eða fjölskylduna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÖRN SIGURÐSSON Stjórnarmaður í Höfuðborgarsamtökunum. Áskorun til borgarráðs: Vilja frestun útboðs vegna Hringbrautar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.