Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 18
SÖLUAUKNING HJÁ PEUGEOT CITROËN Franski bílaframleiðand- inn PSA Peugeot Citroën segir að bílasala á síðasta ári hafi aukist örlítið frá því árið á undan. Tæp- lega 3.300 bílar seldust á síðasta ári, sem er 0,6% meira en árið 2002. Góð útkoma tegundanna Peugeot 307 og Citroën CR áttu stóran þátt í því að halda rúmlega 15% markaðshlutdeild framleið- andans í Evrópu. METSALA Í BRETLANDI Sala á nýjum bílum í Bretlandi hefur aldrei verið meiri en í fyrra. Jókst hún þriðja árið í röð. Alls seldust tæplega 2.580.000 bíl- ar í landinu á árinu, sem er örlítil aukning frá árinu á undan. Mest seld- ist af Ford en þar á eftir komu Vaux- hall, Renault, Peugeot og Volkswagen. Verslun & Varahlutir Grjóthálsi 1 • Sími: 575-1240 • www.bl.is WOLFRACE ÁLFELGUR Vörumerki þekkt fyrir einstök gæði í öllum stærðum og gerðum sjá vöruúrval á www.wolfrace.co.uk Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður *Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði, að teknu tilliti til gengi erlendra mynta og vaxta þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í rekstrarleigunni. Engin útborgun / Rekstrarleiga 21.5306 kr. á mánuði án vsk.* 1.228.916 kr. án VSK. Kangoo Express 1400 6 dyra - beinskiptur Sími 575 1200 V I Ð Þ R Ó U M B Í L A bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Bílamolar Bremsuvökvi á bílum er mikil-vægur og það þarf helst að skipta um hann á tveggja ára fresti. Staðreyndin er hins vegar sú að fáir bíleigendur virðast spá í bremsuvökvann á bílum sínum. Bremsuvandamál í gömlum bílum eins og lekar eða fastar dælur er oft hægt að rekja til þess að bremsuvökvinn er orðinn of gam- all. Eiginleikar bremsuvökvans til að smyrja dælurnar að innan og verja þær fyrir ryðmyndun eru orðnir litlir þegar vökvinn er gamall. Það þarf ekki mikið af ryð- hrúðri til að festa bremsudælu og það getur myndast mikill hiti í bremsunum þegar ekið er niður langar brekkur með fullan bíl af fólki og farangri. Þá er gott að setja bílinn í lægri gír, vélin held- ur þannig við og dregur úr álagi á bremsurnar. Í tilfellum sem þess- um getur bremsuvökvinn soðnað ef það er mikil skítur í honum. Við suðu myndast loftbólur í bremsu- vökvanum og bremsurnar hætta að virka og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Vantar þig góð ráð. Sendu póst á bilar@frettabladid.is Betra að huga að bremsuvökva Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ ráðleggur fólki að skipta um bremsu- vökva á tveggja ára fresti. Guðmundur Jónsson, gítar-leikari í Sálinni, er ánægð- astur með að miðstöðin virki í bílnum sínum. „Hún var biluð í sumar og mér þykir rosalega vænt um miðstöðina núna. Það er búið að vera svo kalt,“ segir Guðmundur sem keyrir um á Nissan Micra. „Þetta er svona ömmubíll sem ég keypti á bríaríi fyrir ein- hverjum fjórum árum síðan og hef ekki nennt að fá mér betri. Enda er ég ekki neinn bílakall og vil bara komast á milli A og B.“ Guðmundur hefur orðið fyrir nokkru aðkasti út af bílnum en lætur það sem vind um eyru þjóta. „Það segja mjög margir að þetta sé ekki töff bíll. Ókunnugt fólk kemur af götunni og skammar mig fyrir að vera á svona ömur- legum bíl. Það hefur bara verið þannig með þessa bíla sem ég hef átt í gegnum tíðina að ég keyri þá þangað til ég get tekið þá í nefið. Þá fæ ég mér nýjan bíl,“ segir Guðmundur, sem virðist ekki á þeim buxunum að skipta alveg í bráð. ■ Öryggisprófanir hjá Volvo: Barnshaf- andi brúða Öryggismiðstöð Volvo í Svíþjóð,sem fengið hefur fjölda viður- kenninga fyrir rannsóknir sínar, hefur í fyrsta sinn búið til barns- hafandi brúðu. Verður hún notuð til rannsókna á áhrifum bílbelta og ör- yggispúða á móður og fóstur við árekstur. Brúðan, sem er tölvugerð, heitir Linda og er á seinni stigum meðgöngu þegar hættan er mest fyrir ófætt barn við árekstur. Árekstrarpróf- anir í gerviherm- um eru notaðar til mjög nákvæmra rannsókna á því hvernig bílbeltin færast til á líkama b a r n s h a f a n d i konu og áhrif þeirra ásamt ör- yggispúða á móð- urlífið, fylgjuna og fóstrið; einnig hvernig fóstrið færist til í líkama móður undir þess- um kringumstæðum. „Nú eru bílbelti öruggasta vörn- in fyrir ófrískar konur og ófædd börn þeirra, en það er mikilvægt að nota þau rétt,“ segir Laura Thackray, lífeðlisfræðingur hjá Ör- yggismiðstöð árekstraprófana í Gautaborg. „Þau þurfa að liggja þétt að líkamanum, liggja á milli brjóstanna og eins lágt og hægt er yfir mjaðmirnar. Miðjubeltið á ekki að liggja framan á maganum því það getur skaðað fóstrið.“ ■ INNI Í HITANUM Guðmundur í Nissan Micra-bílnum sínum. Miðstöðin hefur alveg bjargað honum í kuldanum undanfarið. Það besta í bílnum: Þykir vænt um miðstöðina LINDA Ófríska brúðan Linda mun nýtast vel til rannsókna á áhrifum bílbelta og öryggispúða á móður og fóstur við árekstur. ■ Bílamolar VÖXTUR Í BANDARÍKJUNUM Talið er að bílasala í Bandaríkjunum eigi eftir að aukast á þessu ári í fyrsta sinn í fjögur ár. Jafnvel er talið að nýtt sölumet verði slegið. Ástæðan er væntanlegur efna- hagsvöxtur í landinu sem talið er að verði sá mesti síðan Ronald Reagan var við völd árið 1984. 16,7 milljónir bíla seldust í Bandaríkjunum á síðasta ári, sem var aðeins 3,5% undir sölumeti sem var sett árið 2000. Það hljóð- aði upp á 17,3 milljónir bíla. FORFOUR Þessi nýi Smart Forfour bíll er til sýnis á bílasýningu sem haldin er í Brussel í Belgíu um þessar mund- ir. Þetta er í 82. sinn sem sýningin er haldin þar í borg. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.