Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 1
RANNSÓKN Rannsókn Samkeppnis- stofnunar á meintu ólöglegu sam- ráði tryggingafélaganna virðist komin á lokasprett sinn. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar og stóru tryggingarfélanna þriggja, Sjó- vár-Almennra, Tryggingamið- stöðvarinnar og VÍS, hafa rætt saman um hvernig megi ljúka rannsókninni. Hún hófst haustið 1997 með því að starfsmenn Sam- keppnisstofnunar gerðu húsleit á skrifstofum Sambands íslenskra tryggingafélaga. Síðan hefur rannsóknin dregist á langinn og sex og hálfu ári síðar hefur engin niðurstaða fengist „Það eru ákveðnar viðræður í gangi milli Samkeppnisyfirvalda og félaganna. Það er ekkert útséð á þessari stundu til hvers þær leiða,“ segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Hann segir það von samkeppnisyfirvalda að málinu ljúki á næstu vikum eða mánuðum. Einar Sveinsson, forstjóri Sjó- vár-Almennra, segir það kappsmál síns félags að athuguninni ljúki sem fyrst. „Það þarf ekki mikla spekinga til að sjá að rannsókn sem dregst svona á langinn hlýtur að skaða þá sem hún beinist að, þegar þeir hafa lýst því yfir að þeir hafi ekkert gert rangt,“ segir hann. Einar kveðst ekki geta sagt til um hvenær málinu lýkur. „Ég held að það snúi algjörlega að Sam- keppnisstofnun. Okkar svör hafa legið ljós fyrir lengi. Ég kvíði ekki niðurstöðunni.“ Hvorki náðist í Finn Ingólfs- son, forstjóra VÍS, né Gunnar Fel- ixson, forstjóra Tryggingamið- stöðvarinnar, sem er erlendis. Meðal þess sem Samkeppnis- stofnun hefur athugað eru við- brögð tryggingafélaganna við komu Lloyd's inn á íslenskan tryggingamarkað í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Þá lækkuðu þau iðgjöld sín og mat Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ávinninginn fyrir bílaeigendur upp á einn milljarð króna á einu ári. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnun- ar kom fram sú skoðun að Sjóvá- Almennar og Tryggingamiðstöðin hefðu haft samráð vegna útboðs á slysatryggingum lögreglumanna. brynjolfur@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR LJÓSMYNDIR SEM NÝR MIÐILL Hanna G. Guðmundsdóttir listfræðingur flytur fyrirlestur um ljósmyndun sem „nýj- an“ miðil í myndlist síðustu tvo áratugi í verkum listamanna á borð við Cindy Sherman. Fyrirlesturinn verður haldinn í Listaháskóla Íslands klukkan 12.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝINDAKAFLI Í KORTUNUM Já nú nálgast hlýindi með úrkomu. Í höfuðborg- inni verður meira eða minna rigning alla vikuna. Hlýnar hægar fyrir norðan. Sjá síðu 6. ● skipulag miðbæjar á egilsstöðum ● tilbúnir milliveggir▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Á ekki færri en þrjú stell Svanhildur Jakobsdóttir: 19. janúar 2004 – 18. tölublað – 4. árgangur ● henry með tvö mörk Íþróttir: ▲ SÍÐA 25 Óskahelgi Arsenal ● árni tryggvason áttræður Afmæli: ▲ SÍÐA 16 Fæ að lifa í næstu mynd MILLJÓNAÞJÓFNAÐUR Tveir menn brutust inn í ljósmyndastofu Jóhannesar Long við Ásholt í Reykjavík í gærmorgun. Þeir stálu búnaði upp á milljónir króna og hundrað gömlum myndavélum. Sjá síðu 2 RÉÐST INN MEÐ HNÍF Ránstilraun var gerð í söluturninum Dalsnesti í Hafnar- firði rétt fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld. Hettu- klæddur maður, vopnaður hnífi, réðst inn í söluturninn og heimtaði peninga. Sjá síðu 4 TEKIÐ Á VANDANUM Félagsmálaráð- herra segir óvíst að búsetuvandi geðfatl- aðra einstaklinga verði jafnstór og kynnt hefur verið. Hann segir að tekið verði á hluta vandans á þessu ári. Sjá síðu 2 VATNSPÍPA YFIR FAXAFLÓA Orku- veitan íhugar á næstu árum að leggja vatnspípu yfir Faxaflóann og flytja þannig Gvendarbrunnavatn til Akurnesinga. Lögnin yrði um 12 mílna löng og kostnaðurinn nokkur hundruð milljónir króna. Sjá síðu 8 VEÐUR „Þetta gekk ágætlega núna og við erum langt komnir með að moka götur í borginni og ryðja gangstéttir,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. Fjölmargir borgarbúar hafa lent í vandræðum vegna ófærðar síðustu sólarhringa, líkt og í óveð- ursskotinu sem gekk yfir milli jóla og nýárs. Snjókoman og ófærðin sem henni fylgdi var fyrsta alvöruhretið í borginni í áraraðir. „Líkt og þá höfum við nú verið með hátt í 30 snjóruðningstæki um borgina, bæði okkar eigin tæki og leigutæki. Þau hafa verið að frá því klukkan fjögur á morgnana og langt fram á kvöld, allt upp í sext- án tíma á sólarhring. Ætli kostnað- urinn sé ekki nálægt hálfri milljón á klukkustund. Óveðursskotið núna og það sem skall á milli jóla og nýárs kosta því vel á annan tug milljóna króna,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Seinni hluta dags í gær hlýnaði ört og má því búast við að snjóa leysi nokkuð á næstu dögum, þó ekki sé gert ráð fyrir asahláku. „Það eru lægðir að koma upp að landinu og við gætum séð hitatölur allt upp í 6 til 7 gráður hér á sunn- an- og vestanverðu landinu í dag og næstu daga. Fram eftir degi verður þó enn kalt norðaustan til en síðan hlýnar ögn þar líka. Það er fylgir einhver úrkoma lægðun- um og vindur verður víðast hvar 10 til 15 metrar á sekúndu. Um næstu helgi snýst vindur til norð- anáttar og þá kólnar í veðri á ný,“ sagði Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. ■ Hyllir undir lokin á tryggingarannsókn Samkeppnisyfirvöld og tryggingafélögin eru í viðræðum um að ljúka rannsókn stofnunarinnar á meintu ólöglegu samráði tryggingafélaganna. Á sjöunda ár er liðið frá því rannsóknin hófst. Snjómoksturinn vegna óveðursskotanna borginni dýr: Kostar hálfa milljón á klukkustund MANNSKÆÐ SPRENGJUÁRÁS Í BAGDAD Að minnsta kosti tuttugu fórust og meira en sextíu slösuðust þegar öflug bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska hersins í Bagdad í gærmorgun. Sprengjan sprakk um klukkan átta að staðartíma nálægt vel vörðu aðal- hliði höfuðstöðvanna, sem eru í Lýðveldishöll Saddams Hussein, fyrrum Íraksforseta, í hjarta höfuðborgarinnar. Sjá nánar á bls. 6 Upplausn í slökkviliði: Klámstjarna í liðinu KALIFORNÍA, AP Sautján af tuttugu og fimm liðsmönnum slökviliðs Keyes, smábæjar í Kaliforníu, sögðu upp starfi sínu á dögunum vegna opin- skárra kynlífslýsinga félaga þeirra. Slökkviliðsmaðurinn, eða konan op- inskáa, Alexa Jones, drýgir tekjur sínar með leik í klámmyndum. Félögum hennar fannst hún lýsa aukastarfinu svo nákvæmlega að þeim var nóg boðið og gengu út. Slökkviliðsstjórinn, sem jafnframt er eiginmaður klámmyndaleikkon- unanr, segir tjáningarfrelsið heim- ila konunni að ræða um klám- myndaleikinn. Slökkvilið í nágrenni Keyes hafa heitið aðstoð í útköllum þar til nýir slökkviliðsmenn hafa verið ráðnir til starfa. ■ Þykir vænt um miðstöðina sína bílar o.fl. Guðmundur Jónsson: ▲ SÍÐA 18 ● jón heiðar gefur góð ráð ● öryggisprófanir volvo EINAR SVEINSSON Kappsmál að málinu ljúki sem fyrst en það snýr fyrst og fremst að Samkeppnisstofnun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.