Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 4
VÖRUFLUTNINGAR Þrátt fyrir að
Vegagerðinni sé kunnugt um að
Vöruafgreiðslan á Patreksfirði
stundi vöruflutninga án tilskil-
inna leyfa hefur ekkert verið að-
hafst í málefnum fyrirtækisins.
Ný lög um vöruflutninga tóku
gildi í september árið 2001 og bar
öllum sem ekki höfðu gild leyfi
samkvæmt eldri lögum og reglu-
gerð að afla tilskilinna leyfa fyrir
lok ársins 2001. Vöruafgreiðslan á
Patreksfirði var meðal leyfis-
lausra fyrirtækja en hélt starf-
seminni áfram án þess að afla
rekstrarleyfis. Vöruafgreiðslan
flytur meðal annars vörur fyrir
Íslandspóst og nokkrar ríkisstofn-
anir.
„Það er algengt að vöruflutn-
ingafyrirtæki séu starfandi án
rekstrarleyfis. Hins vegar lagði
ég inn umsókn í maí í fyrra. Ég
veit ekki betur en hún verði af-
greidd fljótlega. Ég reikna með að
vera kominn með leyfið strax í
næsta mánuði,“ sagði Helgi Auð-
unsson, framkvæmdastjóri Vöru-
afgreiðslunnar.
„Það kemur mér mjög á óvart
að Helgi skuli segja algengt að
vöruflutningafyrirtæki starfi án
rekstrarleyfis, þar sem slíkur
rekstur er algjörlega ólöglegur.
Stöðva á þess konar rekstur. Það
er mjög sjaldgæft að menn séu
ekki með leyfi,’’ segir Sigurður
Hauksson, yfirmaður leyfisveit-
inga hjá Vegagerðinni.
„Komi í ljós að ekki sé leyfi fyr-
ir vöruflutningum er kæra send til
viðkomandi sýslumannsembættis-
ins og sýslumanni falið að stöðva
reksturinn,’’ segir Sigurður. Hann
staðfestir að Vöruafgreiðslan hafi
sótt um rekstrarleyfi í maí, það sé
í vinnslu en gögnin hafi ekki verið
fullnægjandi. Því hafi ekkert leyfi
verið veitt. Forsvarsmönnum
Vöruafgreiðslunnar var bent á
annmarkana en þeir hafa ekki
brugðist við, samkvæmt upplýs-
ingum frá Vegagerðinni, sem ann-
ast útgáfu tilskilinna leyfa auk eft-
irlits með flutningastarfsemi, í
samvinnu við umferðardeild Ríkis-
lögreglustjóra.
Umferðareftirlit Vegagerðar-
innar segir að upplýsingum um
meint brot Vöruafgreiðslunnar á
lögum um fólksflutninga, vöru-
flutninga og efnisflutninga á landi
hafi verið komið til umferðar-
deildar Ríkislögreglustjóra. Lík-
legt sé að sýslumanninum á Pat-
reksfirði hafi borist beiðni um að
stöðva rekstur Vöruafgreiðslunn-
ar þar sem leyfi hafi skort í rúm
tvö ár.
Þórólfur Halldórsson, sýslu-
maður á Patreksfirði, sagði slíka
beiðni ekki hafa komið fyrir sín
augu.
eb@frettabladid.is
4 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
Hver kemur best út úr dómi
Hæstaréttar í máli Leikfélags
Akureyrar?
Spurning dagsins í dag:
Var einhvern tímann líf á Mars?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
12%
46%
Árni Magnússon
31%Þorsteinn Bachmann
11%Hrafnhildur Hafberg
Valgerður Bjarnadóttir
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
BRUNI Miklar skemmdir urðu af
völdum elds sem kviknaði í fjölbýl-
ishúsi við Skútagil á Akureyri um
tvöleytið í gær. Óhemjumikill reyk-
ur myndaðist af völdum eldsins í
íbúðinni og barst hann í nærliggj-
andi íbúðir. Íbúðin sem kviknaði í
var mannlaus þegar eldurinn
kviknaði. Rýma þurfti íbúð á efri
hæð hússins og þurfti heimilisfólk
aðstoð við að komast út vegna mik-
ils reyks í stigaganginum. Íbúðin
við hliðina var einnig rýmd.
Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akur-
eyrar var sent á vettvang og tók um
20 mínútur að slökkva eldinn. Íbúðin
er mikið skemmd af völdum elds og
sóts. Þá eru skemmdir af völdum
sóts í nokkrum nærliggjandi íbúðum.
Eiganda íbúðarinnar sem
kviknaði í var mjög brugðið og
var hann fluttur á slysadeild til
aðhlynningar. ■
Leyfislaus í vöru-
flutningum
Ekkert hefur verið aðhafst þó að Vöruafgreiðslan á Patreksfirði hafi
sinnt vöruflutningum án rekstrarleyfis í rúm tvö ár. Framkvæmdastjór-
inn segir þetta algengt en Vegagerðin segir að stöðva eigi slíkan rekstur.
JEPPI VALT Í HRÚTAFIRÐI Jeppi
valt norðan við Borðeyri í Hrúta-
firði um hádegisbilið í gær. Þrír
voru í bílnum og sluppu án telj-
andi meiðsla. Lögreglan á Hólma-
vík segir fljúgandi hálku á þess-
um slóðum. Jeppinn, sem fór
heilan hring, er mikið skemmdur.
Lögreglan telur fólkið hafa slopp-
ið ótrúlega vel frá veltunni.
ÖLVUNARLÆTI Í NESKAUPSTAÐ
Erilsamt var hjá lögreglunni í
Neskaupstað í fyrrinótt. Lögregl-
an segir að vegna brælu á miðum
hafi verið fjölmennt í bænum.
Við slíkar aðstæður verði oft
fjörugt í bænum. Slagsmál brut-
ust út nokkrum sinnum um nótt-
ina og voru nokkrir vistaðir í
fangageymslum vegna óláta og
ölvunar.
GUÐBRANDUR
Ætlar sér í feðraorlof í sumar og hugsar sér
ekki til hreyfings fyrr en næsta haust.
Guðbrandur Sigurðsson:
Á leið í
feðraorlof
Guðbrandur Sigurðsson, frá-farandi forstjóri Brims, hefur
ákveðið að fara í feðraorlof eftir
að hann lýkur við að ganga frá
þeim verkefnum sem bíða eftir
sölu ÚA, HB og Skagstrendings.
„Ég verð að vinna að verkefn-
um sem lúta að sölunni á Brimsfé-
lögunum fram á vorið,“ segir Guð-
brandur. „Svo vorum við svo
gæfurík hjónin að við eignuðumst
barn í fyrra og ég ætla að taka
mitt feðraorlof í sumar. Síðla
sumars eða næsta haust ætla ég
svo að fara að kíkja í kringum
mig. Ég er ekkert að flýta mér.“
Aðspurður um hvort hann hafi
augastað á forstjórastarfi SÍF
svarar hann neitandi. „Það er ekk-
ert til í því, þetta eru bara sögu-
sagnir. Það eru margir búnir að
spyrja mig að þessu síðustu
daga.“ ■
Innleiðing gerða:
EFTA-lönd-
in gera betur
EVRÓPUMÁL Aðildarríkjum EFTA
gengur betur að innleiða sameig-
inlega Evrópulöggjöf en Evrópu-
sambandsríkjunum.
Í samantekt Eftirlitsstofnunar
EFTA segir að almennt gangi aðild-
arríkjum Evrópska efnahagssvæð-
isins betur en áður að innleiða Evr-
ópulöggjöf og að EFTA-löndin þrjú,
Noregur, Ísland og Liechtenstein,
séu öll meðal þeirra fimm ríkja sem
best gengur að innleiða Evrópulög-
gjöf á tilsettum tíma.
Í fréttatilkynningunn kemur
fram að 0,9% Evrópulöggjafar
séu ekki innleidd í EFTA-ríkjun-
um á tilsettum tíma en sambæri-
legt hlutfall hjá Evrópusambands-
ríkjunum sé 2,3%. ■
Farseðill gildir í eitt ár!
Verð á mann frá 19.500 kr.
All
taf
ód‡rast á netinu
ÓFÆRÐ Björgunarsveitir frá
Varmalandi, Borgarnesi,
Hvammstanga og Laugarbakka
voru að störfum á Holtavörðu-
heiði frá klukkan eitt aðfara-
nótt laugardags og fram undir
morgun í gær við að aðstoða
fólksbíla og flutningabíla sem
voru í vandræðum.
Mikil ófærð var á Holta-
vörðuheiði og var hún vart fær
öðrum en fjórhjóladrifsbílum.
Holtavörðuheiði var lokað
klukkan tíu á föstudagskvöld.
Björgunarsveitamenn hjálp-
uðu fólki, sem var farið upp á
heiðina áður en henni var lok-
að, að komast til síns heima.
Einhverjir urðu að skilja bíla
sína eftir og gekk því seinlega
að moka heiðina en hún var
opnuð aftur klukkan tólf á há-
degi laugardags.
B j ö r g u n a r s v e i t a m e n n
reyndu að losa flutningabíl með
tengivagn sem lokaði Holta-
vörðuheiði á tímabili en brems-
ur bílsins höfðu frosið fastar.
Eina leiðin til að losa bremsurn-
ar var að hita þær með
kósangasi, en eftir að tókst að
losa bremsurnar vildi ekki bet-
ur til en svo að drifbúnaður
flutningabílsins bilaði og varð
að skilja hann eftir á heiðinni
seint í fyrrinótt. ■
TVEIR VÍGAMENN SKOTNIR Ísr-
aelskar hersveitir skutu til bana
tvo herskáa Palestínumenn sem
fóru inn á lokað svæði hersins
skammt frá öryggismúrnum sem
aðskilur Ísrael og hernumin
svæði Palestínu á Gaza-strönd-
inni. Mennirnir, sem voru með-
limir Al Aqsa-herdeildanna, voru
óvopnaðir en með sjónauka og
farsíma.
TÍMINN AÐ RENNA ÚT Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
varar við því að tíminn sé að
renna út varðandi stofnun
tveggja ríkja fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Í viðtali við Guardian
sagði Arafat að landnám Ísraela á
Vesturbakkanum og bygging ör-
yggismúrsins kæmi í veg fyrir að
Palestínumenn gætu byggt upp
lífvænlegt ríki.
RÁÐIST Á HERMENN Palestínu-
menn skutu eldflaugum á ísr-
aelska hermenn við landamæri
Gaza-strandarinnar og Egypta-
lands, að sögn ísraelska hersins.
Herinn svaraði árásinni með því
að skjóta á Palestínumennina.
Ekki er vitað til þess að neinn
hafi særst í átökunum.
ÍBÚÐ BRENNUR VIÐ SKÚTAGIL
Reykurinn af völdum brunans í íbúðinni
við Skútagil var óhemjumikill og barst
hann í nærliggjandi íbúðir.
Björgunarsveitarmenn kallaðir út:
Hjálpa þurfti fólki
af Holtavörðuheiði
■ Ísrael
Íbúð skemmdist mikið vegna bruna í fjölbýlishúsi á Akureyri:
Rýma þurfti nálægar íbúðir
■ Lögreglufréttir
Geimreiðin Spirit:
Unnið að
viðgerð
KALIFORNÍA Vísindamenn hjá
Bandarísku geimferðastofnun-
inni, NASA, vinna nú að því að
gera við geimreiðina Spirit. Sam-
bandið við Spirit hefur verið slitr-
ótt undanfarna daga en ekki ligg-
ur fyrir hvað
veldur trufl-
uninni. Tals-
menn NASA
segja að það
muni taka
nokkra daga,
eða jafnvel
vikur, að
finna bilun-
ina og gera
við hana.
Áætlað var að senda aðra geim-
reið niður til yfirborðs Mars seint í
gærkvöldi. Geimreiðin Opportunity
hefur verið um borð í bandarísku
geimfari á sporbaug um reikistjörn-
una síðan í desember. Hún átti að
lenda allt annars staðar á Mars en
geimreiðin Spirit. ■
LÍKAN AF SPIRIT
Pete Theisinger, vísinda-
maður hjá NASA, sýnir
fréttamönnum líkan af
geimreiðinni Spirit.
KÍNAGANGA Í PARÍS Um sjö þúsund manns tóku þátt í Kínagöngu niður Champs
Elysees í París í gær. Verið var að fagna ári apans sem hófst á fimmtudag, samkvæmt
kínversku tímatali.