Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 6
6 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
RÚTUSLYS Á HRAÐBRAUT Í
ÞÝSKALANDI Þrjár konur létu
lífið og yfir 40 manns slösuðust
þegar dönsk rúta rakst á tvo
kyrrstæða vörubíla á hraðbraut
skammt frá Eisenberg í Þýska-
landi. Norskur ökumaður rút-
unnar lést í slysinu. Meirihluti
farþeganna var danskir náms-
menn á leið til Austurríkis á
skíði. Margir voru fluttir með
þyrlu á sjúkrahús. Hraðbraut-
inni var lokað á meðan björgun-
araðgerðir stóðu yfir.
NÝ RÍKISSTJÓRN Á KÝPUR Ný
ríkisstjórn hefur formlega tekið
til starfa í tyrkneska hluta Kýp-
ur eftir að hafa hlotið trausts-
yfirlýsingu þingsins. Stjórnin
hefur heitið því að vinna að sam-
einingu eyjarinnar fyrir 1. maí
en þá er áætlað að Kýpur gangi í
Evrópusambandið.
ÖKUMAÐUR RÚTU SOFNAÐI
UNDIR STÝRI Tveir létust og
þrettán slösuðust þegar rúta
lenti ofan í áveituskurði við
hraðbraut skammt frá Búdapest
í Ungverjalandi. Um borð í rút-
unni voru búlgarskir ferðamenn
á leið til Varsjár í Póllandi. Talið
er að ökumaður rútunnar hafi
sofnað undir stýri.
Veistusvarið?
1Hvað heitir norska krónprinsessan?
2Hvenær var Ted Bundy, alræmdastifjöldamorðingi síðustu aldar, tekinn
af lífi?
3Hvaða körfuboltafélag fékk sekt fyrirað greiða leikmönnum sínum hærri
laun en leyfilegt er?
Svörin eru á bls. 46
Nýtt heimsmet:
Fallhlífarstökk yfir Bangkok
BANGKOK, AP Heimsmet var slegið
þegar 672 fallhlífarstökkvarar frá
42 löndum stukku samtímis til
jarðar úr sex herflutningavélum
yfir Bangkok í Taílandi. Að
minnsta kosti þrír stökkvaranna
slösuðust, þó enginn þeirra alvar-
lega.
Ekki tókst öllum að lenda á
áætluðum lendingarstað skammt
frá konungshöllinni. Sumir lentu á
trjám og einn endaði ferð sína á
þaki háskólabyggingar í nágrenn-
inu.
Stökkið var til heiðurs Sirikit
drottningu, sem verður 72 ára á
þessu ári, en það eru mikilvæg
tímamót í lífi búddista.
Gamla heimsmetið var sett
árið 2000 þegar 588 fallhlífar-
stökkvarar stukku til jarðar yfir
Rio de Janeiro í Brasilíu. ■
Engin gereyðing-
arvopn í Írak
Fyrrum yfirmaður bandarískrar sveitar sem leitar að gereyðingar-
vopnum í Írak hefur enga trú á því að slík vopn sé þar að finna. Banda-
rísk og bresk stjórnvöld enn sannfærð um tilvist ólöglegra vopna.
WASHINGTON David Kay, sem lét af
störfum sem yfirmaður banda-
rískra vopnaeftirlitssveita í Írak á
föstudag, telur að engin gereyð-
ingarvopn sé að finna í Írak.
Charles Duelfer, nýr yfirmaður
vopnaeftirlitssveitanna, segir að
hlutverk sitt sé að varpa ljósi á
vopnaáætlun stjórnar Saddams
Hussein og leita sannleikans.
Í viðtali við Reuters sagðist
Kay draga það stórlega í efa að
Írakar hefðu stundað framleiðslu
á efna- og sýklavopnum eftir lok
Persaflóastríðsins árið 1991. „Ég
held að við höfum þegar fundið
um 85% af því sem við munum
finna,“ sagði Kay, sem leitaði ár-
angurslaust að gereyðingarvopn-
um í Írak í átta mánuði. Áður en
Bandaríkin gerðu innrás í Írak
hafði Kay lýst því yfir að hann
væri sannfærður um að heims-
byggðinni stafaði veruleg ógn af
gereyðingarvopnum Saddams.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Kays
virðast bandarísk og bresk stjórn-
völd ekki ætla að hvika frá sann-
færingu sinni. Dick Cheney, vara-
forseti Bandaríkjanna, sagði í við-
tali að stjórnvöld tryðu því stað-
fastlega að gereyðingarvopn ættu
eftir að finnast í Írak. Að sama
skapi sagði talsmaður bresku rík-
isstjórnarinnar að Tony Blair for-
sætisráðherra væri enn sannfærð-
ur um að Saddam hefði haft undir
höndum gereyðingarvopn og sann-
anir fyrir því ættu eftir að finnast.
Í kjölfar yfirlýsinga Kays lýsti
Robin Cook, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Breta, þeirri skoðun
sinni að tími væri kominn til að
Blair viðurkenndi ósigur í vopna-
málinu. Cook heldur því fram að
Blair hafi farið í stríð gegn Írök-
um til að sýna tryggð sína við
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta. „Það er forsætisráðherran-
um ekki sæmandi að halda því
fram að hann hafi allan tímann
haft rétt fyrir sér þegar allir geta
nú séð að hann hafði rangt fyrir
sér og jafnvel yfirmaður vopna-
eftirlitssveitanna segir að hann
hafi haft rangt fyrir sér,“ sagði
Cook í viðtali við BBC.
Duelfer, sem tekinn er við
stöðu Kays, starfaði með vopna-
eftirlitssveitum Sameinuðu
þjóðanna í Írak á tíunda ára-
tugnum. Líkt og Kay varaði
hann við því fyrir innrásina í
Írak að heimsbyggðinni stafaði
mikil ógn af vopnaáætlun
stjórnar Saddams. ■
FORMENN NORRÆNNA JAFNAÐAR-
MANNAFLOKKA
Ákváðu á fundi sínum í Svíþjóð að næsti
sameiginlegi fundur skyldi haldinn á Ís-
landi í sumar.
Norrænir kratar:
Funda á Ís-
landi
STJÓRNMÁL Formenn norrænna
jafnaðarmannaflokka koma til Ís-
lands í sumarbyrjun til að funda
um sameiginleg hagsmunamál
flokkanna. Meðal þeirra sem eru í
þessum hópi er Göran Persson,
formaður sænska Jafnaðar-
mannaflokksins og forsætisráð-
herra Svíþjóðar.
„Það er mikil lyftistöng fyrir
Samfylkinguna að fá formenn
systurflokkanna á Norðurlöndun-
um á fund hér á Íslandi. Það verð-
ur væntanlega um margt að ræða.
Göran Persson studdi þá tillögu að
næsti fundur formannanna skyldi
haldinn á Íslandi og sýndi því mik-
inn áhuga,“ segir Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar. ■
HEIMSMET
Fallhlífarstökkvararnir stukku út úr sex herflutningavélum í 2.135 metra hæð.
Fimm börn létust:
Smákökurn-
ar banvænar
MEXÍKÓ, AP Fimm mexíkósk börn
létust eftir að hafa borðað eitraðar
smákökur. Þrjú börn til viðbótar
voru flutt illa haldin á sjúkrahús.
Börnin átta, sem búa í fátækra-
hverfi í borginni Tlacoapa í
Guerrero-fylki, veiktust skyndi-
lega eftir að hafa borðað smákök-
ur. Fimm þeirra létust skömmu
síðar en þrjú börn á aldrinum
fjögurra til átta ára voru flutt al-
varlega veik á sjúkrahús. Læknar
segja að smákökurnar hafi inni-
haldið rottu- eða skordýraeitur.
Lögreglan rannsakar nú hvort
þau hafi fengið kökurnar í búð í
Tlacoapa eða frá manni á götunni. ■
■ Evrópa
ÓK NIÐUR UMFERÐARSKILTI Lög-
reglan í Keflavík leitar öku-
manns sem ók niður nokkur um-
ferðarmerki sem staðsett voru á
hliðarafrein við Hvassahraun á
Reykjanesbraut. Ökumaðurinn
var á leið til Keflavíkur og virð-
ist hafa ekið af vettvangi. Hluti
af grilli bílsins fannst á hliðar-
afreininni. Þeir sem geta gefið
einhverjar upplýsingar eru beðn-
ir að hafa samband við lögreglu.
SKALLAÐUR Í ANDLIT Maður var
skallaður í andlitið fyrir utan
skemmtistaðinn Kaffi Duus í
Keflavík rúmlega fjögur í fyrri-
nótt. Maðurinn hlaut áverka á
nefi en óljóst er hvort hann hafi
nefbrotnað. Málið er í skoðun hjá
lögreglu.
■ Lögreglufréttir
■ Lögreglufréttir
VOPNALEIT
Bandarískir hermenn grafa upp sprengjur á akri skammt frá Fallujah í Írak.