Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 7
Til hamingju! edda.is Tilboðsverð bæði bindin 7.999 kr. fullt verð 11.980 kr. Stórvirki Guðjóns um þjóðhetjuna verðlaunað Guðjón Friðriksson hefur um árabil verið einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur þrívegis hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir verk sín. Með ævisögu Jóns Sigurðssonar hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur enn einu sinni unnið stórvirki á sínu sviði. Í bindunum tveimur er dregin upp lifandi og heillandi mynd af þjóðhetjunni sem Íslendingar hafa dýrkað og dáð hátt á aðra öld en var þrátt fyrir allt bæði breyskur og umdeildur maður á sinni tíð. Guðjón hefur safnað saman miklum heimildum um ævi og störf Jóns forseta og unnið úr þeim einstaklega vandað og læsilegt ritverk sem ekki er aðeins ævisaga þjóðhetju heldur um leið ítarleg stjórnmálasaga þess átakaskeiðs sem lagði grunninn að Íslandssögu okkar tíma – saga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.