Fréttablaðið - 25.01.2004, Síða 8
8 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
■ Lögreglufréttir
Dýr tímaritsgrein
„Þetta voru hin miklu svik; að
borga ekki 500 milljónir fyrir
þessa blaðagrein sem var send í
tímarit.“
Davíð Oddsson um deilur um öryrkjasamkomu-
lagið og útreikninga á kostnaði þess sem Davíð
sagði byggða á óskum framkvæmdastjóra Ör-
yrkjabandalagsins í tímariti samtakanna. Fundur
í Valhöll 24. janúar.
Segjum fleiri
„Þó ég skuldi peninga gerir það
mig ekki að glæpamanni.“
Mummi í Mótorsmiðjunni um launakröfur fyrr-
um starfsmanna Radíó Reykjavíkur. DV, 24. janú-
ar.
Hmm
„Menn gleyma því hins vegar að
það mætti spara miklu meira fé
með því að sleppa alþingiskosn-
ingum.“
Eiríkur Jónsson um útreikninga á kostnaði við
forsetakosningar. DV, 24. janúar.
Orðrétt
ALMANNATRYGGINGAR Um næstu
mánaðamót fá 300 til 400 lífeyris-
þegar sem búsettir eru erlendis
leiðréttingu vegna óheimillar
skerðingar tekjutryggingarauka.
Úrskurðarnefnd almanna-
trygginga kvað upp þann úrskurð
fyrir jól að réttur til tekjutrygg-
ingarauka skertist ekki vegna bú-
setu erlendis. Tryggingastofnun
ríkisins taldi að skerða ætti þann
hluta lífeyrisgreiðslna en lífeyr-
isþegi krafðist álits úrskurðar-
nefndar almannatrygginga.
Nefndin segir í úrskurði sín-
um að skerðingin sé ekki heimil
nema með skýrri lagaheimild.
Slíka heimild sé ekki að finna í al-
mannatryggingalögum og því
skuli greiða tekjutryggingarauka
án tillits til búsetutíma hér á
landi.
Í kjölfar úrskurðarins hefur
lífeyristryggingasvið Trygginga-
stofnunar ríkisins nú hafist
handa við að leiðrétta greiðslur
til þeirra lífeyrisþega sem fengið
hafa skertan tekjutryggingar-
auka af þessum sökum.
Inneign nokkur hundruð líf-
eyrisþega verður því greidd út
um næstu mánaðamót. ■
Ferðamálaráð Íslands:
Skrifstofa í
Danmörku
FERÐAMÁL Ferðamálaráð Íslands
opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn
sem á að þjóna markaðsstarfi
gagnvart Finnlandi, Svíþjóð og
Noregi auk Danmerkur. Skrifstofa
Ferðamálaráðs er til húsa í Norð-
urbryggju, sameiginlegu menning-
arsetri Íslendinga, Færeyinga og
Grænlendinga. Norðurlöndin
þykja eitt stærsta og mikilvægasta
markaðssvæði íslenskrar ferða-
þjónustu og þaðan komu meira en
80.000 gestir á síðasta ári.
Fyrir voru skrifstofur í Frank-
furt og New York en auk þeirra er
fjórða markaðssvæðinu, Bret-
landi, sinnt frá Íslandi. ■
INNBROT Í LAUGALÆKJARSKÓLA
Brotist var inn í Laugalækjar-
skóla í fyrrinótt. Til að komast
inn brutu þjófarnir rúðu í nýrri
tengibyggingu. Þaðan fóru þeir
inn á skrifstofu og höfðu á brott
með sér tölvu. Málið er í rann-
sókn.
HAFNAÐI Á LJÓSASTAUR
Bíll hafnaði á ljósastaur á mótum
Glerárgötu og Þórunnarstrætis á
Akureyri í gærmorgun. Þrír voru
í bílnum og voru tveir fluttir á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
til skoðunar. Hvorugur reyndist
mikið slasaður. Mikil hálka var á
vegum þegar slysið varð.
ÓK UNDIR ÁHRIFUM LYFJA
Lögreglunni í Keflavík barst til-
kynning um útafakstur á Grinda-
víkurvegi klukkan fjögur í fyrri-
nótt. Lögregla og sjúkralið fóru á
staðinn. Ökumaður hafði misst
stjórn á bílnum og hlotið minni-
háttar áverka. Grunur leikur á að
maðurinn hafi ekið undir áhrifum
lyfja. Tekið var sýni úr mannin-
um til að skera úr um aksturs-
hæfni. Bíllinn skemmdist mikið
og var fjarlægður með kranabíl.
ÓHEIMIL SKERÐING
Lífeyristryggingasvið Tryggingastofnunar
ríkisins endurgreiðir um mánaðamótin
300 til 400 lífeyrisþegum þann hluta tekju-
tryggingarauka sem skertur var vegna bú-
setu lífeyrisþega erlendis.
Tekjutryggingarauki lífeyrisgreiðslna:
Skerðing vegna búsetu
erlendis óheimil
ATVINNUMÁL „Ég hef orðið var við
að það er skortur á lögfræðing-
um,“ segir Eiríkur Tómasson, for-
seti lagadeildar Háskóla Íslands.
„Við viljum skýra það þannig að
nemendur héðan standi sig vel í
störfum. Jafnframt að þetta sé
einnig þekking sem komi að góð-
um notum víða og þörfin fyrir
hana hafi farið vaxandi á síðustu
árum. Þar á meðal benda menn á
reglur Evrópusambandsins sem
hér eru smátt og smátt að taka
gildi. Það þarf lögfræðinga til að
kunna skil á þeim.“
Lágmarkseinkunn í inngangs-
fögum í lagadeild hefur til langs
tíma verið 7 en hefur nú verið
lækkuð niður í 6 og þar með sam-
ræmd lágmarkseinkunnum í öðr-
um greinum síðar á námsferlin-
um. Spurður hvort ekki skyti
skökku við að lágmarkseinkunnir
í inngangsfögum hefðu verið
lækkaðar, meðan stjórnendur Há-
skólans ræddu þann möguleika að
taka upp fjöldatakmarkanir í öðr-
um deildum með inntökuprófum
eða með öðrum hætti, til að halda
honum innan ramma fjárlaga,
kveðst Eiríkur ekki telja að svo
sé. Hann segir að strangari kröfur
séu gerðar í lagadeild en öðrum
deildum Háskólans. Lágmarksein-
kunn er 6 í lagadeild en 5 í öðrum
deildum Háskóla Íslands og öðr-
um háskólum.
„Það væri þá eðlilegra að aðrir
hertu kröfurnar en að við þyrftum
að takmarka þegar við gerum
þetta strangari kröfur en almennt
gerist,“ segir Eiríkur. „Við höfum
að vísu aðeins slakað á, en gerum
þó meiri kröfur en almennt gerist
í öðrum deildum.“
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra hefur lagt fram frum-
varp á Alþingi sem snertir starf
lögmanna. Samkvæmt því hafa
allir sem lokið hafa embættis- eða
meistaraprófi við lagadeild há-
skóla sem viðurkenndir eru hér á
landi rétt til að gerast lögmenn.
„Þá er lagt til að sá sem sækir
um að öðlast héraðsdómslög-
mannsréttindi þurfi, auk þess að
standast sérstaka prófraun, að
afla sér tiltekinnar starfs-
reynslu,“ segir dómsmálaráð-
herra. „Enn fremur, að sá sem
óskar eftir réttindum til að verða
hæstaréttarlögmaður skuli hafa
haft réttindi sem héraðsdómslög-
maður í fimm ár, flutt fyrir hér-
aðsdómi eða sérdómstóli að
minnsta kosti 40 mál munnlega og
þreyti prófraun, sem felst í munn-
legum flutningi fjögurra mála
sem flutt eru fyrir fimm eða sjö
dómurum í Hæstarétti. Sérstök
prófanefnd sem starfað hefur fyr-
ir þá sem vildu verða hæstaréttar-
lögmenn, er þar með úr sögunni.“
jss@frettabladid.is
Skortur á
lögfræðingum
Forseti lagadeildar segist hafa orðið var við skort á lögfræðingum. Þörfin fyrir lögfræðimenntaða
einstaklinga hafi farið vaxandi, meðal annars vegna reglna Evrópusambandsins. Dómsmálaráð-
herra hefur lagt fram frumvarp um rétt lögfræðimenntaðra manna til að gerast lögmenn.
BJÖRN BJARNASON
Frumvarp hans um breytingar á lögum um lögmenn liggur fyrir Alþingi.
EIRÍKUR TÓMASSON
Segir meiri eftirspurn en framboð af lög-
mönnum.
NEYTENDUR Útgjöld heimilanna
vegna afnotagjalda og áskriftar
að sjón-
varpsstöðv-
um getur
verið tölu-
v e r ð u r .
Samkvæmt
útreikning-
um Verð-
lagseftirlits
ASÍ kosta
afnotagjöld
v e g n a
Ríkissjón-
varpsins nú
30.335 krónur á ári ef miðað er
við 5% hækkun á áskriftargjöld-
um sem urðu nú um áramótin.
Fjölmargir neytendur kjósa að
kaupa áskrift af öðrum sjónvarps-
stöðvum. Samanlögð áskrift að
RÚV og Stöð 2 kostar 7.168 krón-
ur á mánuði, 86.016 krónur á ári.
Neytendur geta eytt allt að 180
þúsund krónum á ári ef keyptur
er pakki sem samanstendur af
RÚV, Breiðbandinu (Úrval 40+) og
Stöðvar 2 pakkanum sem í er
áskrift að Stöð 2, Sýn, Bíórásinni
og Fjölvarpinu.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði
þrjár kannanir frá miðjum nóv-
ember 2003 fram í miðjan janúar.
Aðeins ein breyting varð á verði
milli kannana í nóvember og des-
ember; þegar áskriftarverð
Stöðvar 3 lækkaði um 319 krónur
en hækkaði um sömu upphæð í
janúar. Þegar skoðaðar eru þær
breytingar á verði sem urðu frá
könnuninni 12. nóvember og 13.
janúar kemur í ljós að afnota-
gjaldið hjá RÚV hækkaði um 5%
og Skjár 2 var lagður niður. Verð
á öðru hélst óbreytt. ■
AFNOTA- OG ÁSKRIFTARGJÖLD
SJÓNVARPS 13. JANÚAR 2004
RÚV 2.528 kr.
Breiðbandið Evrópu 14+ 2.295 kr.
Breiðbandið Blanda 16+ 2.595 kr.
Breiðbandið Úrval 40+ 3.995 kr.
Stöð 2 4.640 kr.
Sýn 4.540 kr.
Bíórásin Með Stöð 2
Fjölvarp 2.240 kr.
Stöð 2 og Sýn 6.840 kr.
Stöð 2 og Bíórásin 6.240 kr
Stöð 2 og Fjölvarp 6.140 kr.
Stöð 2, Sýn, Bíórásin, Fjölvarp* 8.440 kr.
Stöð 3 2.540 kr.
Skjár 1 Ókeypis
Popptíví Ókeypis
Omega Ókeypis
Aksjón ÓKeypis
* Afsláttur ef M12.
Afnotagjöld og áskriftir sjónvarpsstöðva:
Getur kostað 180 þúsund á ári
SJÓNVARP
Áskrift að sjónvarpi getur
verið stór hluti af út-
gjöldum heimilanna.