Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 12
12 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
■ Andlát
Hinrik VIII, Bretakonungur,gekk að eiga Önnu Boleyn á
laun á þessum degi árið 1533.
Anna var önnur eiginkona kon-
ungsins en þær urðu sex þegar
upp var staðið.
Katrín frá Aragon var fyrsta
drottning Hinriks en hún var
ekkja Arthúrs bróður hans. Hin-
rik og Katrín giftu sig 1509 og
skildu árið 1533 en eignuðust eina
dóttur í millitíðinni. Anna var
ófrísk þegar hún varð drottning
og fæddi Hinrik dótturina Elísa-
betu. Hjónabandið varð þó ekki
langlíft, frekar en drottningin, en
í maí árið 1536 lét Hinrik háls-
höggva hana fyrir framhjáhald,
en slíkt jafnaðist á við landráð í
augum konungs.
Hinrik gekk að eiga Jane
Seymour í lok þessa sama mánað-
ar en hún lést af barnsförum í
október þegar hún fæddi konungi
eina soninn sem hann eignaðist,
erfingjann Játvarð. Snemma árs
1540 hugðist konungur giftast
Önnu af Cleves eftir að hafa séð af
henni málverk. Hún stóðst ekki
væntingar hans og hjónabandið
varð hvorki fugl né fiskur. Í júlí
1540 gekk Hinrik að eiga hina
lauslátu Catherine Howard en hún
var gerð höfðinu styttri fyrir
framhjáhald tveimur árum síðar.
Árið 1540 giftu Hinrik og
Catherine Parr sig og þessi sjötta
drottning Hinrik lifði bæði hjóna-
bandið af og konunginn en hann
lést 1547. ■
Friðrik Ingvarsson, frá Vestmannaeyj-
um, búsettur í Everett í Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu laugardaginn 17. janú-
ar.
Jóhanna Bárðardóttir, frá Ísafirði, lést á
Landspítalanum í Fossvogi fimmtudag-
inn 22. janúar.
Sigrún Jóhannesdóttir, Vesturgötu 10,
Keflavík, lést á Landspítalanum þriðju-
daginn 20. janúar.
Ólafur Gíslason, frá Hjarðarbrekku,
Grenigrund 14, Selfossi, andaðist á Heil-
brigðistofnun Suðurlands, Selfossi,
fimmtudaginn 22. janúar.
Þorsteinn Sveinsson, Jakaseli 26,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 14. janúar.
EDUARD SHEVARDNADZE
Fyrrverandi forseti Georgíu á afmæli í dag.
Hann er fæddur 1928 og er því 76 ára.
25. janúar
■ Þetta gerðist
1858 Brúðarmars Mendelssohns er
leikinn opinberlega í fyrsta skipti
þegar dóttir Viktoríu Bretadrottn-
ingar giftist prússneska krón-
prinsinum.
1890 Fréttamaðurinn Nellie Bly frá
New York kemur heim eftir að
hafa ferðast umhverfis jörðina á
72 dögum, 6 klukkustundum og
11 mínútum.
1947 Glæpaforinginn Al Capone deyr Í
Miami, 48 ára gamall.
1981 Bandarísku gíslarnir 52 sem var
haldið í Íran í 444 daga koma
aftur heim til Bandaríkjanna.
1990 Leikkonan Ava Gardner deyr í
London, 67 ára gömul.
1995 Verjendur O.J. Simpson hefja
málsvörn í morðmáli þessa al-
ræmda leikara og íþróttahetju.
HINRIK VIII
Þessi ábúðarmikli konungur er alræmdur
fyrir að hafa eignast sex konur og gera
tvær þeirra höfðinu styttri.
Banvænt hjónaband
FEIGA DROTTNINGIN
■ Hinrik VIII gengur að eiga Önnu Bo-
leyn. Hann lét svo hálshöggva hana síðar.
25. janúar
1533
Myndskreytingar GuðjónsKetilssonar við bókina
Eyjadís eftir Unni Þóru Jökuls-
dóttur eru þær bestu að mati
barna sem skoðuðu sýninguna
Þetta vilja börnin sjá í Gerðu-
bergi.
Sýningin hófst í nóvember en
lauk í byrjun janúar. Þar voru
til sýnis myndskreytingar úr
flestum íslenskum barnabókum
sem komu út á árinu 2003, eða
32 bókum eftir 24 myndskreyta.
Sigrún Eldjárn, Brian Pilk-
ington, Ólafur Gunnar Guð-
laugsson, Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir og Áslaug Jónsdóttir
áttu verk á sýningunni, ásamt
Guðjóni.
Skipuð dómnefnd valdi Brian
Pilkington besta myndskreytinn
og hann hlaut Dimmalimm-
verðlaunin 2003 fyrir bókina
Mánasteinar í vasanum.
Á meðan á sýningunni stóð
var börnum einnig gefinn kost-
ur á að velja þá myndskreyt-
ingu sem þeim þótti best og
urðu myndir Guðjóns fyrir val-
inu en hann er best þekktur fyr-
ir myndskreytingar sínar í bók-
unum um Blíðfinn. ■
Ragnheiður Eiríksdóttir byrj-aði þrítugasta og þriðja af-
mælisdaginn sinn með því að til-
kynna þjóðinni að hún ætti af-
mæli, en hún er næturvörðurinn
á Rás 2 á laugardagskvöldum og
þáttur hennar hófst strax eftir
miðnætti. „Ég stefni á að gera
eitthvað skemmtilegt í dag,“
segir Heiða. „Ég á ekki stórt af-
mæli núna en ég man ekki hvað
ég gerði á afmælisdaginn í
fyrra. Annað hvort eru árin
byrjuð að hægja á hugsun eða
bara að ég gerði ekkert á afmæl-
isdaginn í fyrra. Þannig að í
kvöld ætla ég að fara út að
borða.“ Hún er að hugsa um
Sjávarréttarkjallarann, með
tveggja ára son sinn í huga. „Það
er svo stórt fiskabúr þar, þannig
að ég ætla að planta honum fyr-
ir framan fiskabúrið og vona að
það verði mikil hamingja.“
Eftirminnilegasta afmæli
Heiðu er þegar hún varð þrítug,
nýlega orðin ófrísk, komin rúm-
an mánuð á leið. „Ég var ekkert
ofboðslega góð til heilsunnar og
ekki búin að segja neinum frá
óléttunni en samt búin að plana
að halda upp á afmælið. Ég bauð
20-30 manns í partí og var með
alveg svakalega bollu. Þar sem
ég vildi ekki hafa bolluna
áfenga, samanstóð hún næstum
því bara af gosi og svo einhverri
einni freyðivínsflösku. Hún var
rosalega góð á bragðið en næst-
um því alveg óáfeng.“
Heiða segist hafa verið
syngjandi næstum því hverja
einustu viku síðan í lok október
með hljómsveitinni sinni Heiðu
og heiðingjunum. „Síðan platan
okkar, Tíu fingur upp til guðs,
kom út höfum við verið að spila
kannski tvisvar eða þrisvar í
viku. Svo spila ég á gítar í pönk-
hljómsveitinni Dys og í
kassagítardúettinum Helvar.“
Heiða er svo heppin að hún spil-
ar með kærastanum sínum Elv-
ari í öllum þessum hljómsveit-
um en hann spilar líka á gítar.
„Það hentar okkur mjög vel að
vinna svona saman, við erum
bæði svo skapandi tónlistar-
menn og náum einhvern vegin
að stilla rafmagnið okkar sam-
an. Allt sem ég hef gert með
Elvari er stórkostlegt.“ ■
Steinar Adolfs-
son knatt-
spyrnumaður er
34 ára í dag.
Afmæli
RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR
■ er 33 ára. Hún byrjaði afmælið á mið-
nætti í beinni útsendingu á Rás 2.
Bauð upp á nær
óáfenga bollu
GUÐJÓN KETILSSON
Hlaut viðurkenningu fyrir bestu mynd-
skreytinguna í barnabók að mati ungra
gesta sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá í
Gerðubergi.
Börnin völdu Eyjadís
■ Afmæli
RAGNHEIÐUR EIRÍKS-
DÓTTIR
Betur þekkt sem Heiða í
Unun , Heiða í heiðingj-
unum eða Heiða nætur-
vörður.
Klink og
banki
Landsbanki Íslands hefur ákveð-ið að styrkja Kling og Bang
Gallerí til þess að stofna til lista-
s m i ð j u n n a r
Klink og Bank.
Listasmiðjan
verður í þrjú
þúsund fer-
metra rými í
gamla Hamp-
iðjuhúsinu í
Þverholti í
Reykjavík.
Að sögn Er-
lings Klingen-
berg hjá Kling
og Bang verður
fljótlega auglýst eftir umsóknum
þar sem listamönnum gefst tæki-
færi til þess að óska eftir samstarfi
við Klink og Bank.
Listamennirnir munu hafa
gamla Hampiðjuhúsið til umráða til
1. nóvember 2004. ■
BJÖRGÓLFUR GUÐ-
MUNDSSON
Átti hugmyndina að
listasmiðjunni Klink
og Bank í Hampiðju-
húsinu.