Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 15
15SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 á markað um leið og einkaleyfin rynnu út.“ Félagið var skilgreint út frá þró- un, sölu og framleiðslu og síðan að staðsetja sig þannig að hægt væri að keppa lengur á markaði. „Sam- keppnin gerir ekki annað en að aukast, þannig að við höldum fram- leiðslukostnaði í lágmarki. Síðan hugsuðum við að við þyrftum að komast inn á Bandaríkjamarkað. Við lögðum upp með þessa punkta. Síðan höfum við hakað við þessi at- riði eftir því sem mánuðirnir og árin hafa liðið.“ Róbert er nýlega búinn að haka við Bandaríkin á stefnumótunarblaðinu. Hann bregð- ur kökuriti upp á tjald sem sýnir skiptingu samheitalyfjamarkaðar heimsins. Bandaríkin eru um helm- ingur markaðarins, markaður upp á sautján milljarða dollara. „Innkoma á Bandaríkjamarkað er búin að vera í vinnslu síðan 1999. Þar ætlum við ekki að fjárfesta í eigin söluneti, heldur reka söluskrifstofu sem er í tengslum við önnur samheitalyfja- fyrirtæki sem eru með sölunet í Bandaríkjunum.“ Róbert segir að með því nái menn stærri markaðs- hlutdeild strax. Sterk bein í velgengni Þróun samheitalyfs kostar mikið. Salan greiðir niður þróun- arkostnaðinn og því stærri sem markaðurinn fyrir vöruna er, því lægra hlutfall er þróunarkostnað- urinn af tekjunum. Róbert segir að frá upphafi hafi verið stefnt að því að byggja upp stórt alþjóðlegt félag sem yrði stærsta félagið á íslenska markaðnum. Nú er hægt að haka við það. Stefnan var sett á að nýta það sem bjó í félaginu, byggja upp sölunet og fjárfesta í framleiðslueiningum þar sem framleiðslukostnaður er lágur. Einnig að fjölga þeim lyfjum sem eru þróuð til þess að dreifa áhætt- unni. „Við höfum haldið okkur við það sem við mótuðum á þessum tíma og aldrei gefið eftir þar.“ Verð samheitalyfja er mest í fyrstu og því rík áhersla á að vera fyrstir inn á markaðinn. Þar hefur fyrirtækið náð góðum árangri. Greiningardeildir bankanna búast við hátt í 30 milljarða veltu félagsins á þessu ári og í spá þeirra er reiknað með að hagnað- ur geti orðið milli sex og sjö millj- arðar króna. Róbert sýnir engin svipbrigði þegar þessar tölur eru nefndar. „Það sem hefur skapað þessa velgengni er góður grunnur í félaginu. Það var búið að byggja upp góða hæfni við að þróa sam- heitalyf. Í fyrirtækinu hefur verið mikill metnaður að ná árangri. Þrátt fyrir að vel hafi gengið hafa menn aldrei misst sjónar á því að það þurfi að vera hagkvæmni í rekstrinum. Því betur sem geng- ur, því ákveðnari erum við í því að taka fleiri skref áfram.“ Innviðir bera meiri vöxt Félagið hefur vaxið ótrúlega hratt, en í samræmi við markmið sín. Innan frá hefur verið mikill vöxtur og á 36 mánuðum eru að baki 13 sameiningar og yfirtökur fyrirtækja. Á um það bil þriggja mánaða fresti hefur félagið tekist á við það krefjandi verkefni að taka stjórnina í nýju fyrirtæki. Hraður vöxtur fyrirtækja reynir gríðarlega á stjórnendur og inn- viði fyrirtækisins. „Við teljum að skipulag og innviðir fyrirtækisins eins og það er í dag ráði vel við áframhaldandi vöxt.“ Róbert bæt- ir því við að menn hafi fylgt skýr- ri stefnu varðandi val á fyrirtækj- um. „Sameiningar- og yfirtöku- ferli er mjög flókið ferli. Ferlið er hins vegar mjög svipað í hvert sinn þó að maður þurfi að setja sig inn í þann heim sem er á hverjum stað. Þetta hefur verið mikil vinna og ótal verkefni sem þurft hefur að leysa.“ Reynsla af slíkum verk- efnum er því orðin mikil í fyrir- tækinu. „Við höfum ofið félögin sem við höfum keypt inn í okkar skipulag, þannig að menn hafa þurft að gangast undir okkar vinnubrögð og aðferðir. Við fylgj- um því eftir að samræma alla þætti starfseminnar okkar stefnu- mótun. Það er stundum eins og að verða fyrir lest að kynnast Íslend- ingunum, en menn eru fljótir að læra og aðlagast okkur.“ Róbert segir það mikilvægt fyrir sig til þess að fylgjast með stóru myndinni, að hann hafi yfir- leitt komið að stofnun fyrirtækj- anna eða kaupum á þeim. „Það er miklu einfaldara fyrir mig en utanaðkomandi aðila að fylgjast með slíkum rekstri.“ Markmiðin til framtíðar hafa ekki breyst. Áfram er stefnt að örum vexti bæði innan frá og með kaupum á öðrum fyrirtækjum, velja vandlega þau lyf sem á að þróa, vanda skráningarferli, halda gæðum í hámarki og kostn- aði í lágmarki og byggja upp sölu- netið. Kaup á öðrum fyrirtækjum teljast til reglulegrar starfsemi Phamaco. „Við erum í góðri sam- vinnu við stóra erlenda banka. Þeir eru í því að leita tækifæra og koma með þau til fyrirtækja eins og okkar sem þeir vita að kaupa slík fyrirtæki. Við fáum oft slík tilboð inn á borð til okkar á undan öðrum því menn vita að kaup á fyrirtækjum eru hluti af starf- semi okkar og vita að hverju við erum að leita. Í hverri einustu viku skoðum við eitthvert fyrir- tæki.“ Róbert segir mjög mörg slík tilboð fara út af borðinu. „Það skiptir öllu máli að halda sig við þá stefnu sem búið er að marka. Í svona örum vexti hafa mörg fyrir- tæki tapað fókus. Ef menn fara út í verkefni sem þeir þekkja ekki og ráða ekki vel við þurfa þeir að setja alla orkuna í þau verkefni. Á meðan fara aðrir þættir úr bönd- unum.“ Stjórnendur Pharmaco hafa ekki misst sjónar á markmiðum sínum og stefnu. Fyrirtækið er að taka í notkun hinn helming húss- ins sem hýsir höfuðstöðvarnar. Smiðir og dúklagningamenn eru að störfum í fyrirtæki, þar sem ekki þykir tiltökumál að stækka um helming. haflidi@frettabladid.is Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is www.sga.is 199 kr. mín Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari Íslands í þjónustu og sölu. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir stærri sem smærri fyrirtæki með góðum árangri allt frá árinu 1997. Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson þú getur valið að koma kl. 09:00 til 12:30 eða kl. 19:30 til 23:00 Þann 28. janúar förum við öll í þjónustu- og sölugírinn V I N S Æ L A S T A S Ö L U N Á M S K E I Ð S G A Gæðasala Nokkrar góðar ástæður fyrir því að skrá sig: Þú vilt ná hámarksárangri á árinu 2004. Þú vilt fá ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um þitt fyrirtæki og þína þjónustu. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) í vaxandi samkeppni, þá þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um úrslitaleik væri að ræða. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu eins og t.d. með því að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur í kaupmerkin hjá viðskiptavininum og bregðast við þeim, ljúka sölunni á markvissari hátt, efla liðsheildina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum og gagnrýni frá viðskiptavinum. Verð er kr. 12.500.- staðgreitt á mann. Innifalið í verði eru nám-skeiðsgögn og kaffi. Sé bókað og greitt fyrir 23. janúar bjóðum við námskeiðið á 2-fyrir-1 tilboði. Skráning og upplýsingar eru í síma 534-6868 og á netinu, skraning@sga.is Námskeiðið mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni sölu vel þjálfaðs sölufólks. Athugið takmarkaður sætafjöldi. KAUP Á FYRIRTÆKJUM „Við höfum ofið félögin sem við höfum keypt inn í okkar skipulag, þannig að menn hafa þurft að gangast undir okkar vinnubrögð og aðferðir. Við fylgjum því eftir að samræma alla þætti starfseminnar okkar stefnumótun. Það er stundum eins og að verða fyrir lest að kynnast Íslendingunum, en menn eru fljótir að læra og aðlagast okkur.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.