Fréttablaðið - 25.01.2004, Side 18

Fréttablaðið - 25.01.2004, Side 18
18 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR Næsta stopp Toyota o Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu *RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Toyota Betri notuðum bílum Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Þegar ég tók við Forlaginu á sín-um tíma var það í mjög sér- stakri stöðu,“ segir Kristján B. Jón- asson, fyrrum útgáfustjóri Forlags- ins, sem hefur tekið við sem þróun- arstjóri Eddu útgáfu, og vísar til þess að þá hafi stofnandi Forlags- ins, Jóhann Páll Valdimarsson, gengið á vit nýrra ævintýra sem framkvæmdastjóri Genealogia Is- landorum. „Ég tók strax þá stefnu að efla nýsköpun í bókaútgáfu, hleypa að nýjum höfundum og hleypa nýstárlegum verkefnum af stokkunum. Það má því segja að mitt nýja starf sé í góðu framhaldi af því. Mitt hlutverk verður að grípa ný tækifæri og hlúa að nýjum verkefnum sem nýtast mismunandi útgáfusviðum allt frá kortaútgáfu til kiljuútgáfu, ferðamannabókum til fagurbókmennta en ekki síður að huga að því hvernig þessar vörur komast best á markað. Þetta er það hugmynda- og verkefnastarf sem ég hef unnið undir merkjum For- lagsins. Nú er það hafið upp á stærra og víðara svið og tengist meira markaðsmálum þannig að ég get beitt mér á fleiri vígstöðvum.“ Kristján segist mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi og breyting- arnar hafi ekki komið honum á óvart þar sem þetta sé afrakstur hugmyndavinnu sem hafi staðið síðan snemma síðasta haust. En er þetta merki um að Forlagið hafi ekki gengið upp? „Eitt af því sem skipulagsbreyt- ingar Eddu útgáfu snúast um er að leggja til hliðar þrjú útgáfumerki, Forlagið, Iðunni og Þjóðsögu. Hins vegar þýðir það ekki að þau verði slegin af. Ákveðnir titlar halda áfram að koma út undir þessum merkjum. Staðreyndin er hins veg- ar sú að Vaka-Helgafell, Almenna bókafélagið og Mál og menning eru mjög sterk vörumerki sem menn vilja nú byggja enn frekar upp, ekki síst vegna þess að þau hafa alltaf verið alhliða útgáfur. Það er þessi alhliða hugsun sem lögð verð- ur megináhersla á og stefnt verður að því að búa til stórar útgáfur sem höfða til mjög breiðs lesendahóps. Forlagið eins og það var skilgreint innan Eddu hafði ekki þessa stöðu en hugsunin á bak við það nýtist nú fyrirtækinu öllu.“ Kristján segist því halda áfram að gera margt af því sem hann hafi verið að gera á undanförum árum. „Ég vinn áfram með þeim frábæru höfundum sem ég hef starfað með. Ég hef rætt við þá um þessar breyt- ingar og þeir ætla undantekninga- laust að halda áfram samstarfinu. En það er líka ljóst að ég hef núna miklu meira svigrúm en áður. Það getur verið erfitt að finna tíma til að fylgja eftir á skipulegan hátt þeim hugmyndum sem fæðast hjá útgáfustjórum og höfundum eða bara hverjum sem er og því er öll- um stórum forlögum nauðsynlegt að hafa rými fyrir þessa gerjun. Það þarf einfaldlega að stuðla að vöru- og markaðsþróun. Sem þró- unarstjóri get ég horft yfir allt sviðið og mótað verkefni í sam- vinnu við mjög fjölbreyttan hóp fólks og séð hvar best er að bera niður í markaðslegu tilliti. Ég hef fullt umboð til að hrinda slíkum verkefnum í framkvæmd. Ég er í stöðu þar sem ég leita uppi hæfi- leikafólk, er á höttunum eftir hug- myndum og tækifærum og fæ tíma og rými til að breyta þeim í bækur og koma þeim á markað. Þetta er nokkuð sem við hjá Eddu höfum lát- ið okkur dreyma um. Núna látum við drauminn rætast.“ svanborg@frettabladid.is Ef mér yrði boðið að fara á morg-un hvert sem hugurinn girntist út í heim myndi ég fara til Kína,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir al- þingismaður. „Mig hefur lengi langað til að koma þangað. Fyrir 15 árum eða svo, þegar ég vann sem fararstjóri, var ég beðin að fara þangað með hóp af Íslendingum. Ég lagðist í mikinn lestur um land og þjóð til að undirbúa mig fyrir þessa langferð og var búin að ferð- ast í huganum vítt og breitt um þetta víðfeðma og heillandi land. Ég sá í hillingum Kínamúrinn, For- boðnu borgina, gljúfrin, Shanghai og fleiri staði sem voru á dag- skránni. En ég fór aldrei. Ég var send í staðinn með góðan hóp landa okkar í mikla og skemmtilega ferð um gjörvalla Suður-Am- eríku, sem ég hefði alls ekki viljað missa af, enda er sú he imsálfa ó t r ú l e g a fögur með fjölbreytt menningar- líf og forn- ar minjar Maja, Inka og Asteka og stórkostlegt og margbreytilegt náttúrufar. En allt frá því að ég var næstum því farin til Kína hefur mig dreymt um að komast þangað. Mig langar að sjá terracotta-herinn, sigla um gljúfrin miklu og fara um svæðin sem munu fara undir vatn við stíflugerðina gríðarlegu, sem nú er að hefjast, komast á múrinn og skoða eitthvað af þeim miklu lista- verkum úr fortíðinni sem þar er að finna og svo margt, margt fleira. Ljóðlínur Tómasar Guðmunds- sonar „Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína,“ vörpuðu líka ævintýraljóma á landið í huga mínum sem barn. Mig hefur lengi dreymt um að komast þangað. Ég vona svo sann- arlega að sá draumur rætist ein- hvern tíma á næstunni.“ ■ Kristján B. Jónasson hefur tekið við nýju starfi: Getum látið drauminn rætast KRISTJÁN B. JÓNASSON Hefur tekið við nýju starfi innan Eddu útgáfu sem þróunarstjóri. Hann segir að það starf sem hann hafi unnið að undir merkjum Forlagsins sé hafið upp á stærra og víðara svið. ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR Var einu sinni næstum því farin til Kína og hefur síðan dreymt um að komast þangað. KÍNA Er draumaáfangastaður Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Lengi dreymt um að ferðast til Kína

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.