Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 20
Þær eru þungar byrðarnar semliðsmenn handboltalandsliðs-
ins og þjálfarar þess bera. Tap-
leikur á stórmóti þýðir nefnilega
ekki bara minni möguleika á góð-
um árangri heldur líka, og alls
ekki síður, sár á sálartetri þjóðar-
innar.
Sú var tíðin að Íslendingar
voru lélegir í handbolta, deildar-
keppnin var lítilfjörleg, fáir leik-
menn léku með erlendum liðum
og kröfur þjóðarinnar um góðan
árangur á alþjóðavettvangi voru í
takt við það. Umfjöllun um leiki á
stórmótum var af skornum
skammti enda beinar sendingar
útvarps- og sjónvarpsstöðva ekki
komnar til sögunnar og ekki
nema á færi hörðustu áhuga-
manna að telja upp leikmenn
landsliðsins. Á þessum árum
sameinaðist þjóðin um eitthvað
allt annað en handbolta.
En svo kom Bogdan, pólskur
undramaður sem vissi meira um
íþróttina en nokkur annar og leit
sumpart á hana sem vísindi.
Landsmönnum fannst eitthvað
við þennan mann sem ekki kunni
stafkrók í íslenskri tungu, leit út
eins og skipasmiður frá Gdansk
og barði leikmenn áfram með
áðuróþekktum aðferðum. Hann
lét þá til dæmis gera þolfimi-
æfingar og það fannst okkur hin-
um fyndið.
Íslendingar verða hand-
boltaþjóð
Bogdan fór með landsliðið á
Ólympíuleikana í Los Angeles
árið 1984 og náði ótrúlegum ár-
angri, sjötta sæti. Og það var þá
sem ballið byrjaði, við vorum á
góðri leið með að verða handbolta-
þjóð. Áfram gekk vel og augu
allra beindust að Sviss þegar
heimsmeistaramótið var haldið
þar árið 1986.
Fleyg varð setning Bjarna Fel í
sjónvarpslýsingu frá einum leikn-
um þegar sigur var að nást: „Nú
er gaman að vera Íslendingur hér
í Sviss,“ sagði Bjarni og allir tóku
undir, það var gaman að vera Ís-
lendingur.
Leikmenn á borð við Kristján
Arason, Alfreð Gíslason og Guð-
mund Guðmundsson urðu skyndi-
lega þjóðareign, myndir af þeim
voru á veggjum barna- og ung-
lingaherbergja og hinir fullorðnu
dunduðu sér við að rekja ættir
þeirra og finna frændskap við
hetjurnar. Hugtakið „strákarnir
okkar“ varð til og þeir voru svo
sannarlega okkar, við áttum
hreinlega í þeim hvert bein.
Á þessum árum og þeim næstu
fylgdist þjóðin með í heimahús-
um, safnast var saman hjá þeim
sem áttu stærstu sjónvarpstækin
og bestu sófana, það var poppað
og sódastrímið blandað af
áfergju. Stemningin var ennþá á
þann veg að hver sigur væri stór-
kostlegur og tap bara óheppni.
Frægur tapleikur gegn Suður-
Kóreu í Sviss var útskýrður með
þeirri einföldu staðreynd að við
vissum ekkert um andstæðing-
ana, þeir hefðu komið okkur á
óvart með nýstárlegum varnar-
leik og ekki annað að gera en að
bíta í skjaldarrendur og vinna
næsta leik.
Krafan um árangur
Á þessu gekk um skeið, allt þar
til óþolinmæðin fór að gera vart
við sig. Það var ekki nóg að vinna
leik og leik og smæla framan í
heiminn eftir tapleiki, á stórmót
er jú haldið til að vinna til verð-
launa og það var orðin næsta
krafa landsmanna.
Þau unnust í Frakklandi árið
1989. Þetta var reyndar B-keppni,
eins konar önnur deild, en það
skipti ekki nokkru máli, liðið lék
stórkostlega og okkur leið eins og
sönnum sigurvegurum. Á ýmsu
hefur gengið síðan, við höfum
hafnað í fjórða sæti á Ólympíu-
leikum og Evrópumóti en hrapað
allt niður í þrettánda sæti á
heimsmeistaramóti.
Það var raunar þegar mótið var
haldið hér á Íslandi árið 1995, sem
er auðvitað sér kapítuli út af fyrir
sig. Við vorum orðin svo mikil
handboltaþjóð að við víluðum ekki
fyrir okkur að halda HM og réð-
umst í dágóðar framkvæmdir og
gríðarlegt umstang til að svo gæti
orðið. Á þessu tímabili hefur liðið
ýmist staðið undir nafni sem strák-
arnir okkar eða dottið niður í að
vera aumingjar með hor, eða
hvernig sem menn nú vilja orða
það. Fólk hefur hópast í þúsunda-
tali í Smáralind til að hylla liðið
eftir frækileg afrek og reynt að
gleyma leikmönnum og reyndar
íþróttinni allri eftir ófarir.
Þetta er sá blákaldi raunveru-
leiki sem landsliðið býr við og
þessu verður ekki breytt. Það er
undir Ólafi, Guðjóni, Sigfúsi og
hinum strákunum komið hvort
þorrinn verður okkur ánægjulegur
í ár. Áfram Ísland!
bjorn@frettabladid.is
20 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
á gátt um
Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og
reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að
verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í
markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu
*LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha
vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem
eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt
verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í *Toyota Betri
Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina
* Eigða'nn eða
leigða'nn tilboð
lc 90 53.300 verð pr mán
Avensis 26.800 verð pr mán
Yaris 17.400 verð pr mán
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
*
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
Enn og aftur er íslenska handboltalandsliðið í sviðsljósinu, nú á Evrópumótinu í
Slóveníu. Geðheilsa landsmanna helst gjarnan í hendur við gengi liðsins á stór-
mótum; þegar vel gengur líður okkur vel en þegar á móti blæs finnst okkur sem
óréttlæti heimsins sé algjört og stemningin í samfélaginu er eftir því.
Með þjóðina á bakinu
GLEÐISTUND Í SMÁRALIND
Sigfúsi Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni og Einari Erni Jónssyni fagnað eftir fjórða sætið á EM
í Svíþjóð. Ólafur þerrar gleðitár af hvarmi og greina má forseta lýðveldisins í bakgrunni.