Fréttablaðið - 25.01.2004, Side 21
Það eiga ekki allir gott með aðskilja þær hvatir sem að baki
búa þegar fólk tekur upp símtólið,
velur númer og tjáir sig um menn
og málefni í innhringiþáttum út-
varpsstöðvanna. Dágóður hópur
er duglegur við þá iðju og sumum
virðist ekkert óviðkomandi, þeir
geta talað um allt milli himins og
jarðar, hafa skoðanir á öllu. Út-
varp Saga er helsti vettvangur
innhringinganna um þessar
mundir en síminn er einnig opnað-
ur á Bylgjunni og Rás 2. Frétta-
blaðið sneri dæminu við og sló á
þráðinn til nokkurra sem eru dug-
legir að hringja í útvarpið.
Fjölmiðlun of
yfirborðskennd
„Ég hringi inn vegna þess að
mér finnst fjölmiðlunin of yfir-
borðskennd, raunveruleikinn í
samfélaginu kemur ekki nógu vel
fram,“ segir Guðbjörn Jónsson
ráðgjafi. „Ég horfi á málin frá víð-
ara sjónarhorni en flestir enda
hef ég góða yfirsýn, skynja þjóð-
félagið vel og veit hvernig hlut-
irnir eiga sér stað.“ Guðbjörn
vann lengi almenna verkamanna-
vinnu og var til sjós en nam svo
bókfærslu og rekstrarhagfræði
og kom í kjölfarið nokkuð víða við
í atvinnulífinu, meðal annars í
hagdeild banka. „Lengi bjó ég við
það að fá ekki greinar birtar í
blöðum og hóf þess vegna að
hringja í útvarpið,“ segir Guð-
björn, sem helst hringir í Sigurð
G. Tómasson og Arnþrúði Karls-
dóttur á Útvarpi Sögu og talar þar
um allt sem snýr að mannlegri til-
veru. „Það er misjafnt hversu oft
ég hringi,“ segir Guðbjörn,
„stundum líður mánuður á milli
símtala, stundum tveir og svo
kemur fyrir að ég hringi nokkrum
sinnum í viku“. Aðspurður segist
hann ekki búast við að orð hans
breyti miklu: „Ég er ekki með
neinar sérstakar væntingar um að
innlegg mitt skipti máli en vona
þó að dropinn holi steininn og að
umræðugrundvöllurinn í þjóðfé-
laginu breikki,“ segir Guðbjörn
og bætir við að hann fái talsvert
af viðbrögðum við hringingum
sínum og að margir klappi honum
á öxlina.
Að koma málstaðnum á
framfæri
„Ég er alltaf að reyna að koma
málstaðnum á framfæri,“ segir
Sigrún Ármanns Reynisdóttir,
formaður Samtaka gegn fátækt,
um sínar innhringingar. „Mörg
umræðuefni tengjast fátækt, til
dæmis vændi, þunglyndi, sjálfs-
víg og barnaverndarmál, og þegar
þau ber á góma þá slæ ég stund-
um á þráðinn.“ Sigrún hringir að-
allega í Útvarp Sögu og segir að
sér sé prýðisvel tekið: „Það er
bráðnauðsynlegt að alþýðan fái að
hringja inn og tjá sig,“ segir Sig-
rún og vandar ríkismiðlunum ekki
kveðjuna í þeim efnum. Hún seg-
ist heyra frá fólki að innlegg
hennar skipti máli en þvertekur
fyrir að þurfa að telja í sig kjark
til að hringja inn: „Nei, nei, það
var kannski fyrst, þegar ég var að
byrja, en nú er þetta ekkert mál“.
Lýðræðisþjóðfélag
Árni Björn Guðjónsson, hús-
gagnasmíðameistari og kaupmað-
ur, hefur hringt reglulega í út-
varpið um árabil enda ríkur af
skoðunum og löngun til að koma
þeim á framfæri. „Mér finnst inn-
hringiþættir vera stórkostlegur
liður í lýðræðisþjóðfélagi, það er
nauðsynlegt að fjölbreyttar og
marglitar skoðanir fólksins fái að
koma fram og í raun ættu stjórn-
völd að taka þetta allt saman upp
á band til að heyra hvað þjóðin
vill,“ segir hann, án þess þó að
vilja fullyrða um hvort einhvern
þverskurð af samfélaginu sé að
finna í innhringiþáttunum. „Ég
hef talað um allt mögulegt, enda
hef ég skoðun á öllu,“ segir Árni
Björn og rifjar meðal annars upp
að þegar hann var í framboði fyr-
ir kristilegan stjórnmálaflokk
fyrir nokkrum árum hafi hann
lesið upp úr fagnaðarerindinu í
Þjóðarsál Rásar 2. Og efnin geta
líka verið smærri í sniðum: „Ég
hringdi í vikunni í Útvarp Sögu til
að koma þeirri skoðun minni á
framfæri að alltaf væri rætt við
sömu mennina um efnahagsmálin,
bara talað við menn frá Háskólan-
um, Seðlabankanum og Íslands-
banka og það þrátt fyrir að fjöl-
margir aðrir hafi vit og áhuga á
málaflokknum“. Heldur hefur
dregið úr innhringingum Árna
Björns í seinni tíð: „Ég var með
maníu hér áður fyrr en þetta hef-
ur minnkað,“ segir hann og full-
yrðir að ókunnugir taki í höndina
á honum úti á götu til að þakka
honum fyrir innlegg sín í þjóð-
málaumræðuna. „Ég vil hvetja
fólk til að hafa áhrif á þjóðfélagið
með því að skrifa í blöð eða
hringja í útvarpið. Hafi það skoð-
anir og geti fært rök fyrir máli
sínu hlýtur það að hafa áhrif.“
bjorn@frettabladid.is
21SUNNUDAGUR 25. janúar 2004
Ég horfi á málin frá
víðara sjónarhorni en flestir
enda hef ég góða yfirsýn,
skynja þjóðfélagið vel og veit
hvernig hlutirnir eiga sér
stað.
,,
Hver er maðurinn?
m helgina!
notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið
úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu
þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar.
Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt.
Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og
sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
*
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
Heiðarlegur
og snjall
gleðimaður
Hann er heiðarlegur og hrein-skiptinn og harður málsvari
sinna skjólstæðinga,“ segir Gylfi
Orrason knattspyrnudómari, sem
hefur haft nokkur kynni af þeim
sem spurt er um að þessu sinni.
Frá öðrum höfum við það fyrir
satt að viðkomandi þyki afar gott
að borða þó hann beri þess ekki
sérstaklega merki enda í fínu lík-
amlegu formi. „Hann er bráð-
snjall og fljótur að átta sig á að-
stæðum en gleypir enga skoðun
hráa,“ segir Jóhannes Sigfússon,
bóndi á Gunnarsstöðum á Langa-
nesi, og bætir við að þar af leið-
andi telji margir hann vera á móti
mörgu. „Hann vill hins vegar
vega og meta málin og rökræða
þau og tekur rökum ef því er að
skipta. Hann gerir það hins vegar
ekki að óathuguðu máli,“ segir Jó-
hannes. Kona sem rætt var við
sagði okkar mann sjarmatröll og
gleðimann á góðum stundum. Og
nú spyrjum við: Hver er maður-
inn? Svarið er á blaðsíðu 26. ■
Skoðanir landsmanna á þjóðlífinu liggja ekki alltaf á lausu. Sumum er þó mikið í mun að segja álit sitt og nota
til þess innhringiþætti útvarpsstöðvanna.
Halló, er einhver á línunni?
GUÐBJÖRN JÓNSSON
„Orð mín vekja athygli.“
SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR
„Ég er alltaf að reyna að koma málstaðnum á framfæri.“
ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON
„Ég var með maníu hér áður fyrr.“