Fréttablaðið - 25.01.2004, Síða 22
22 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, í viðtali:
Ætla að ljúka því
verki sem mér var falið
Stjórnvöld hafa fyrirskipaðsparnað í rekstri Landspít-
ala-háskólasjúkrahúss, stærsta
spítala landsins. Forstjóri
sjúkrahússins segir sparnaðar-
aðgerðir geta dregið úr öryggi
þjónustunnar. „Það þurfti að
leita leiða til að hagræða í starf-
semi spítalans en um leið er
mikilvægt að öryggis sé gætt.
Ef stjórnendur spítalans álíta
að einhverjar af þessum að-
gerðum dragi úr öryggi mun ég
fara betur yfir þau mál með
þeim,“ segir Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra. „Hlutverk spítalans
er mjög sérstakt. Hann er enda-
stöðin í heilbrigðiskerfinu og
getur ekki vísað annað verstu
tilfellum sem til hans koma.
Þarna hafa stjórnendur og
starfsfólk náð gríðarmiklum
árangri og til þessarar stofnun-
ar er varið mjög miklum fjár-
munum. Við höfum ekki getað
mætt allri fjárþörf og þurfum
að staldra við núna en ég tel að
stjórnendurnir hafi mætt mál-
inu af mikilli ábyrgð og ég vil í
góðri samvinnu við þá komast
út úr þeim stormi sem nú geng-
ur yfir.“
Hvernig líður manni sem tek-
ur ákvörðun sem verður til þess
að um tvö hundruð manns
missa vinnuna og keðjuverkanir
leiða til þess að ákvörðunin
bitnar á þeim sem minnst mega
sín?
„Ég tek ekki þessa ákvörðun,
en hvorki mér né stjórnendum
sem í þessu tilviki segja upp
starfsmönnum sínum líður vel.
Í samfélaginu er verið að draga
saman á ýmsum sviðum og það
er alltaf alvarlegt mál þegar
fólk missir vinnuna. Enginn
tekur ákvarðanir eins og þessar
með bros á vör en þegar til
framtíðar er litið getur verið
nauðsynlegt að hagræða og
laga starfsemi að breyttum að-
stæðum.“
Einkavæðing ekki á stefnu-
skránni
Er það kannski eins konar
launstefna stjórnvalda að færa
heilbrigðiskerfið í átt til einka-
væðingar?
„Einkavæðing í heilbrigðis-
þjónustunni er ekki á stefnuskrá
minni. Sem heilbrigðismálaráð-
herra ber mér skylda til að
standa vörð um þá góðu heil-
brigðisþjónustu sem við höfum
byggt upp, en mér ber líka að
tryggja að verkin sem unnin eru
á þessu sviði séu unnin þannig að
við fáum sem mest fyrir þá fjár-
muni sem renna til þjónustunn-
ar. Ef einkarekstur borgar sig
eigum við að nýta okkur þær
lausnir, en beita ella öðrum að-
JÓN KRISTJÁNSSON
„Ég hef gefið kost á mér til að vera áfram í þessu ráðuneyti og hef haft ánægju af því að fást við þau verkefni sem hér eru. Ég hef nóg að gera og mun vinna mín verk af kostgæfni
þangað til 15. september. Síðan verður ákveðið hver víkur. Ég sé ekki af hverju ég ætti að víkja. Framsóknarflokkurinn þarf fyrir og eftir 15. september að höfða til þess breiða hóps sem
studdi flokkinn til góðra verka í kosningunum í fyrra.“
Stundum er talað
eins og einkavæðing
og einkarekstur muni bjarga
öllu, eins og þá verði skyndi-
lega til nógir peningar. Þetta
finnst mér vera fljótandi tal.
Menn mega ekki gleyma að
við erum með einkarekstur
víða í heilbrigðiskerfinu, til
dæmis í sérfræði- og öldrun-
arþjónustunni. Þetta hefur
gengið ágætlega en kostar
fjármuni, engu síður en rík-
isreksturinn.
,,