Fréttablaðið - 25.01.2004, Síða 25
25SUNNUDAGUR 25. janúar 2004
Hlýnandi loftslag getur haft al-varlegar afleiðingar á jörð-
inni samkvæmt tveimur nýjum
rannsóknum sem birtar voru fyrir
skömmu.
Í tímaritinu Nature birtist
rannsókn sem hópur vísinda-
manna víðs vegar að úr heiminum
gerði. Samkvæmt niðurstöðu
hennar getur allt að fjórðungur
allra dýra- og plöntutegunda á
jörðinni dáið út á næstu fimmtíu
árum vegna hlýrra loftslags. Vís-
indamennirnir segja að draga
þurfi úr losun gróðurhúsalofteg-
unda til að koma í veg fyrir þessa
þróun.
Svipaða niðurstöðu er að finna
í rannsókn sem Margot Wall-
ström, sem starfar hjá umhverfis-
nefnd Evrópu, prófessor Paul
Crutzen, sem fékk Nóbelsverð-
launin í efnafræði árið 1995, pró-
fessor Bert Bolin og dr. Will
Steffen gerðu og birtist í The
International Herald Tribune í
vikunni.
Fjórmenningarnir segja ýmis-
legt benda til þess að fyrir árið
2050 verði örar svæðisbundnar
breytingar á loftslagi jarðar. Þess-
ar breytingar munu meðal annars
hafa þau áhrif að Grænlandsjök-
ull mun bráðna, sem hefur áhrif á
sjávarstreymi í Norður-Atlants-
hafi og veldur hækkun á sjávar-
máli.
Samkvæmt báðum rannsókn-
unum hafa breytingar á loftslagi
að mestu leyti orðið af manna-
völdum – maðurinn hefur veruleg
og jafnvel ráðandi áhrif á um-
hverfisöfl.
Vísindamennirnir vilja meina
að ef ekki verði brugðist við nógu
fljótt geti loftslagsbreytingar haft
skelfilegar afleiðingar í för með
sér – ekki bara efnahagslegar og
félagslegar heldur geti þær leitt
til útrýmingar hinna ýmsu dýra-
tegunda. Ef ekki verði brugðist
við nógu snemma gæti það haft
óafturkallanlegar breytingar í för
með sér. ■
Meiri líkur á hlýjum árum og árstíðum:
Hlýnun hér svipuð og á heimsvísu
Vísindamenn hafa spáð hlýnandi loftslagi á jörðinni á næstu áratugum, sem getur haft undarlegar og jafnvel alvarlegar
afleiðingar í för með sér. Slíkra áhrifa myndi líklega einna fyrst gæta á norðurhveli jarðar. Ákveðin óvissa ríkir þó
um hvaða áhrif breytingarnar geti haft. Fréttablaðið leitaði til nokkurra vísindamanna um hvaða áhrif hlýnandi
loftslag myndi hafa á Ísland og nánasta umhverfi.
Meðalhiti í Reykjavík:
Hækkar um hálfa
aðra gráðu á 50 árum
Meðalhiti í Reykjavík verðurtalsvert hærri eftir tíu til 20
ár en hann var síðustu tíu árin,
samkvæmt spá sem birtist í
skýrslu Kristjáns Jónassonar fyr-
ir Orkuveitu Reykjavíkur. Sam-
kvæmt spá hans verður meðalhiti
5,42 gráður á árunum 2013 til
2032, nær einni og hálfri gráðu
hærri en meðalhitinn í Reykjavík
á árunum 1973 til 1983. Hlýnunin
er heldur meiri á vetrum en sumr-
um.
Kristján segir í skýrslu sinni að
hlýnun síðustu aldar hafi verið um
0,77 gráður, svipað og gerist í
heiminum öllum. Þar segir jafn-
framt að hitastig hækki hraðar en
áður. Á árunum 1850 til 1950 nam
meðalhlýnun jarðar á áratug 0,015
gráðum en 0,19 gráðum á árunum
1980 til 2000. Fram til 2020 er spáð
0,23 gráðu hlýnun á áratug en 0,28
gráðum á hverjum áratug eftir það
fram til næstu aldamóta.
Kristján telur að á næstu árum
séu meiri líkur á að fá fleiri heit
eða köld ár í röð en undanfarið. ■
MEÐALHITI Í REYKJAVÍK
Tímabil Meðalhiti
1973-1983 4,00°
1983-1993 4,31°
1993-2003 4,71°
*2003-2013 5,17°
*2013-2023 5,42°
Meðalhiti árs er reiknaður frá júlí til júní.
*Spá
Það er hlýrra núna en almenntvar fyrir hundrað árum. Það er
um það bil sama hækkun á hita hér
og annars staðar í heiminum,“ seg-
ir Trausti Jónsson veðurfræðingur
um það hvernig Íslendingar verða
varir við hlýnandi loftslag af völd-
um gróðurhúsaáhrifa.
„Hins vegar er erfitt að tengja
einstök ár eða sumur við hlýnun-
ina. Það eru svo tilviljanakenndar
sveiflur frá ári til árs. En það má
segja að líkurnar á mjög hlýjum
árum og árstíðum séu meiri en
áður. Það þýðir ekki að líkurnar á
köldum árum séu engar, heldur
einfaldlega að þær eru minni.“
Síðasta sumar var eitt það
heitasta síðan mælingar hófust
hérlendis en það er ekki hægt að
setja samasemmerki milli þess og
hlýnandi loftslags. „Hlýindin á síð-
astliðnu ári eru meiri en að það sé
skýranlegt með þessu einu.“
Hlýnun loftslags nær yfir allt
árið en er þó meiri á veturna en
sumrin. „Samt eru sumrin hlýrri
að meðaltali en var. Það kom slatti
af góðum sumrum á 19. öld en
fleiri á 20. öldinni. Það má líka
benda á að ef við tökum köldustu
árin á 19. öld og köldustu árin síð-
ustu áratugina eru köldustu árin
undanfarið ekki alveg jafn köld og
köldustu árin voru á 19. öld. Þau
eru um það bil því vægari sem
nemur hlýnun í heiminum í heild,“
segir Trausti, en meðalhlýnun er
0,7 gráður. „Munurinn á hlýjasta
og kaldasta ári sem við þekkjum er
hátt í fimm stig.“
Síðustu árin hafa verið Íslend-
ingum góð. „Það má segja að við
höfum ekki fengið neitt kalt ár frá
1995. Árin 1996 til 2000 voru í með-
allagi. Síðasta ár er svo fyrsta árið
sem er jafn hlýtt og hlýjustu árin
sem við höfum fengið áður. ■
FLEIRI GÓÐ SUMUR
Líkurnar á mjög hlýjum árum og árstíðum eru meiri.
Áhrif hlýnandi
loftslags á Ísland
BRÁÐNUN JÖKLA
Ef spár ganga eftir má telja vísindamenn að jöklar, þar á meðal Grænlandsjökull, muni
bráðna. Í kjölfarið má búast við að sjávarmál hækki.
M
YN
D
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
M
YN
D
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN