Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI Arsenal afsannaði þá
kenningu í gær að liðið væri eins
manns lið þegar það rúllaði yfir
lélegt lið Middlesbrough, 4-1, á
Highbury án þess að besti maður
liðsins, Thierry Henry, væri með.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, ákvað að hvíla
hann í leiknum til að hafa hann
ferskan á lokakafla tímabilsins
og það kom ekki að sök þótt
Wenger hafi ekki verið rótt fyrir
leikinn.
Hann flutti Svíann Fredrik
Ljungberg í framlínuna með
Dennis Bergkamp og Ljungberg
þakkaði traustið með tveimur
mörkum. Arsenal hafði mikla yf-
irburði í leiknum og sýndi oft á
tíðum frábær tilþrif. Dennis
Bergkamp kom liðinu yfir á 18.
mínútu með fallegu marki eftir
frábæran undirbúning hjá Ray
Parlour en Kamerúninn Joseph-
Desire Job jafnaði metin fjórum
mínútunum síðar. Ljungberg kom
Arsenal yfir á 28. mínútu og hann
gerði síðan út um leikinn þegar
22 mínútur voru til leiksloka.
Skömmu seinna var George
Boateng, miðjumanni Middles-
brough, vikið af velli vegna
tveggja gulra spjalda og á
lokamínútu leiksins setti hinn
bráðefnilegi framherji Arsenal,
David Bentley, punktinn yfir i-ið
þegar hann vippaði
yfir Mark Schwarzer,
markvörð gestanna,
og skoraði fjórða
mark bikarmeistar-
anna, sem eru komnir
áfram í fimmtu um-
ferð. ■
FÓTBOLTI Utandeildarliðið Scar-
borough barðist hetjulega gegn
stjörnum prýddu liði Chelsea á
McCain-leikvanginum í Scar-
borough í fjórðu umferð ensku
bikarkeppninnar en varð að láta í
lægra haldi, 1-0. Það var varnar-
maðurinn sterki John Terry sem
skoraði sigurmark Chelsea strax
á tíundu mínútu leiksins.
Það leit út fyrir að leikmenn
Scarborough ættu í vændum
erfitt síðdegi því að leikmenn
Chelsea héldu uppi stórskotahríð
að marki liðsins fyrstu mínúturn-
ar. Frank Lampard átti þrumuskot
í slá marks Scarborough af fjöru-
tíu metra færi og í kjölfarið skaut
Eiður Smári Guðjohnsen framhjá.
Eiður Smári var nokkrum sinnum
nálægt því að skora í leiknum en
hafði ekki heppnina með sér. Leik-
menn Scarborough börðust hins
vegar eins og ljón og komust
meira inn í leikinn eftir því sem
líða tók á hann. Colin Cryan, sókn-
armaður Scarborough, fékk
dauðafæri þegar um tíu mínútur
voru eftir en Carlo Cudicini,
markvörður Chelsea, varði vel.
Skömmu síðar voru leikmenn
Chelsea síðan heppnir að fá ekki
dæmda á sig vítaspyrnu þegar
William Gallas, varnarmaður liðs-
ins, handlék knöttinn innan teigs.
Dómarinn sá þó ekki neitt og leik-
menn Chelsea kláruðu leikinn og
tryggðu sér sæti í fimmtu um-
ferð bikarkeppninnar.
Stóðu sig vel
John Terry, hetja Chelsea,
hrósaði leikmönnum Scarborough
í hástert eftir leikinn. „Við feng-
um færi en þeir pressuðu stíft
undir lokin og gerðu okkur mjög
erfitt fyrir. Þeir stóðu sig vel en
við komum hingað til að klára
verkefni, sem við gerðum,“ sagði
Terry.
Steve Kerr, miðjumaður Scar-
borough, var ósáttur við að dóm-
arinn skyldi ekki dæma víta-
spyrnu þegar Gallas handlék
knöttinn en sagði að hann og
félagar hans gætu verið stoltir af
frammistöðu sinni. „Mér fannst
þetta vera hendi en stundum fær
maður það sem maður vill og
stundum ekki. Við áttum í erfið-
leikum fyrstu fimmtán mínútur
leiksins enda eru leikmenn Chel-
sea allir í heimsklassa. Það hefur
verið frábært að taka þátt í þessu
bikarævintýri og að fá Chelsea
sem andstæðing gerði það ennþá
betra,“ sagði Kerr.
Augljóst víti
R u s s e l l
Slade, knatt-
s p y r n u -
s t j ó r i
S c a r -
b o r -
o u g h ,
v a r
v i s s
um að
h a n s
m e n n
h e f ð u
átt að fá
v í t a -
s p y r n u .
„ Þ e t t a
var aug-
ljóst víti.
Ég er
k a n n s k i
ekki alveg
hlutlaus
en eins og það
leit út fyrir mér var
þetta ekkert nema víta-
spyrna. Við getum líka verið
stoltir af frammistöðunni.
Chelsea-menn fengu fullt af fær-
um en við stóðum í þeim og
hefðum hugsanlega getað náð
jafntefli í lokin. Þessi leikur kem-
ur Scarborough á knattspyrnu-
kortið og færir því miklar tekjur,
sem við fögnum,“ sagði Slade.
Talið er að Scarborough hafi
fengið um 700 þúsund pund fyrir
sjónvarpsrétt og miðasölu en það
nægir að sögn kunnugra til að
reka félagið næstu tvö árin. ■
REAL VANN Real Madrid sigraði
Villarreal 2-1 í 21. umferð spænsku
úrvalsdeildarinnar í gær. Argent-
ínski miðjumaðurinn Santiago Sol-
ari skoraði fyrra mark Real á 14.
mínútu en hann var í byrjunarlið-
inu vegna meiðsla Zinedine Zidane.
Ronaldo skoraði seinna mark Real
á 54. mínútu og var það sextánda
deildarmark hans á leiktíðinni.
Sergio Ballesteros skoraði mark
Villarreal fjórum mínútum fyrir
leikslok. Real er efst í deildinni,
tveimur stigum á undan Valencia
sem leikur við Osasuna á heima-
velli í dag.
TÚNIS SIGRAÐI Francileudo Dos
Santos skoraði sigurmark Túnisa
sem unnu Rúandamenn 2-1 í opn-
unarleik Afríkukeppninnar í fót-
bolta. Ziad Jaziri skoraði fyrra
mark Túnisbúa á 27. mínútu en
Joao Elias jafnaði fimm mínútum
síðar fyrir Rúanda með skoti beint
úr aukaspyrnu. Dos Santos, sem er
fæddur í Brasilíu og leikur fyrir
Sochaux í Frakklandi, skoraði sig-
urmark mótshaldaranna á 57. mín-
útu. Túnisbúar hafa tekið þátt í
Afríkukeppninni frá 1962 en Rú-
anda leikur í lokakeppninni í fyrs-
ta sinn.
38 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
■ Fótbolti
BLÓÐ, SVITI OG TÁR
Bandaríska tennisstúlkan Venus Williams
gat ekki falið tilfinningar sínar eftir að hún
féll úr leik í þriðju umferð Opna ástralska
meistaramótsins í gær.
Tennis
hvað?hvar?hvenær?
22 23 24 25 26 27 28
JANÚAR
Sunnudagur
Hetjuleg barátta Scar-
borough dugði ekki
Beið lægri hlut fyrir Chelsea, 1-0, á heimavelli í enska bikarnum í gær.
Henrik Larsson:
Þriðji
markahæst-
ur hjá Celtic
FÓTBOLTI Svíinn Henrik Larsson
skoraði eitt marka Celtic í 3-1 úti-
sigri á Aberdeen í gær. Með mark-
inu er hann orðinn þriðji marka-
hæsti leikmaðurinn í sögu félags-
ins með 220 mörk. Jimmy
McGrory á markametið en hann
skoraði 397 mörk á árunum 1922
til 1939 og Bobby Lennox 273
mörk á árunum 1961 til 1980.
Stilian Petrov og Stephen Pear-
son skoruðu hin mörk Celtic í gær
en Steve Tosh skoraði eina mark
Aberdeen. Celtic er sem fyrr
langefst í skosku úrvalsdeildinni.
Félagið gerði jafntefli á fyrsta
leikdegi í haust en hefur nú sigrað
í 20 leikjum í röð. Aberdeen er
enn í næstneðsta sæti.
Rangers er sem fyrr í öðru sæti
eftir 1-0 heimasigur á Livingston.
Þjóðverjinn Christian Nerlinger
skoraði sitt fyrsta deildarmark í
hálft þriðja ár. Hearts er í þriðja
sæti eftir 2-0 sigur á botnliði Part-
ick Thistle. Dennis Wyness skor-
aði bæði mörkin. ■
LEIKIR
13.15 Leiftur/Dalvík og Þór leika í
Boganum á Akureyri í Powerade-
mótinu í fótbolta.
19.00 Fjölnir og Fram spila í B-riðli
Reykjavíkurmóts karla í knatt-
spyrnu í Egilshöll.
19.15 ÍR keppir við Grindavík í
Seljaskóla í 1. deild kvenna í
körfubolta.
19.15 Grindavík leikur við Snæfell
í Grindavík í Intersport-deildinni í
körfubolta.
20.00 Haukar mæta FH á Ásvöll-
um í RE/MAX-deild kvenna í
handbolta.
21.00 Fylkir og Víkingur spila í
B-riðli Reykjavíkurmóts karla í
knattspyrnu í Egilshöll.
SJÓNVARP
12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Manchester City
og Tottenham í 4. umferð bikar-
keppninnar.
14.50 Trans World Sport á Sýn.
Íþróttir um allan heim
15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Northampton og
Manchester United í 4. umferð
bikarkeppninnar.
17.00 EM í handbolta á RÚV. Bein
útsending frá leik Íslendinga og
Tékka í C-riðli Evrópumótsins í
handknattleik í Celje í Slóveníu.
18.00 NBA-boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Dallas Mavericks
og Sacramento Kings í NBA-
deildinni í körfuknattleik.
20.35 PGA-mótaröðin í golfi á
Sýn. Sýnt frá undirbúningi fyrir
sterkustu mótaröðina í heiminum
í golfi.
21.05 Hnefaleikar á Sýn. Útsend-
ing frá bardaga Arturo Gatti og
Gianluca Branco á Sýn.
21.45 Helgarsportið á RÚV. Allt
það helsta í íþróttum um helgina.
00.00 EM í handbolta á RÚV. Út-
sending frá leik Íslendinga og
Tékka.
JOHN TERRY
FAGNAR MARKI
John Terry, varnar-
maðurinn sterki
hjá Chelsea, fagn-
ar hér sigurmarki
sínu gegn Scar-
borough í gær.
Enska 2. deildin:
Barnsley
tapaði
FÓTBOLTI Tvítekin vítaspyrna réði
úrslitum þegar Brighton vann
Barnsley 1-0 í 1. deildinni í gær.
Tony Caig, markvörður Barnsley,
varði spyrnu Leons Knight en
dómarinn lét endurtaka spyrnuna
vegna þess að Craig var komin af
marklínunni þegar Knight skaut.
Knight skoraði af öryggi úr seinni
spyrnunni.
Brighton komst upp fyrir
Barnsley með sigrinum og er í
sjötta sæti en Barnsley er í því
áttunda. Bæði félög hafa 42 stig
en markatala Brighton er sjö
mörkum hagstæðari.
Barnsley, sem hefur ekki sigr-
að í deildarleik síðan á annan í jól-
um leikur við Blackpool á heima-
velli á miðvikudag og Notts
County á útivelli á laugardag. ■
HENRIK LARSSON
Þriðji markahæsti leikmaður Celtic frá
upphafi.
Bikarmeistarar Arsenal eru komnir áfram í 16 liða úrslit:
Ekkert mál án Thierry Henry
FREDRIK LJUNGBERG
SKORAÐI TVÖ MÖRK
Kolo Toure, Patrick Vieira
og Sol Campbell fagna hér
öðru marki Svíans Freddie
Ljungberg fyrir Arsenal
gegn Middlesborough í
enska bikarnum í gær.