Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 39
KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur unnu
annan auðveldan sigur á Stúdín-
um á tæpri viku þegar þær unnu
leik liðanna í 1. deild kvenna, 75-
47, í Keflavík í gær en fyrir viku
slógu þær Stúdínur út úr bikarn-
um á sama stað.
Keflavík náði með þessum
sigri fjögurra stiga forustu í
deildinni, en liðið er búið að vinna
níu leiki í röð og er komið á mikla
siglingu. Það var ljóst frá byrjun í
hvað stefndi en Keflavík skoraði
24 af 30 fyrstu stigum leiksins og
hafði yfir 44-22 í hálfleik.
Birna Valgarðsdóttir er að
spila vel fyrir Keflavíkurliðið
þessa dagana og í gær var hún
með 22 stig, 8 fráköst og 5
stoðsendingar og var besti maður
vallarsins. Keflavíkurliðið fékk
22 fleiri víti en Stúdínur og nýtti
þau líka frábærlega (85%) en
næst Birnu í stigaskorun var
Erla Reynisdóttir með 11 stig.
Erla Þorsteinsdóttir gerði 9 stig
og tók 6 fráköst á 17 mínútum og
Marín Rós Karlsdóttir skoraði
átta stig á þeim 16 mínútum sem
hún spilaði.
Hjá ÍS var Alda Leif Jónsdóttir
allt í öllu líkt og oft áður, en í
leiknum í gær skoraði hún 13 stig,
gaf 7 stoðsendingar, stal 7 boltum
og varði 4 skot. Hafdís Helgadótt-
ir, sem varð 39 ára daginn áður,
átti einnig ágætan dag og var með
10 stig og 5 fráköst á 20 mínútum.
Lovísa Guðmundsdóttir skoraði 8
stig fyrir ÍS, sem hefur tapað fjór-
um leikjum í röð í deild og bikar á
aðeins 12 dögum. ■
39SUNNUDAGUR 25. janúar 2004
FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson lék
sinn fyrsta leik með Coventry
þegar félagið gerði jafntefli við 2.
deildarfélagið Colchester. Bjarni
byrjaði á varamannabekknum en
tók stöðu Dele Adebola á 64. mín-
útu. Colchester komst yfir á 29.
mínútur þegar Dele Adebola
skallaði boltann í eigið mark eftir
aukaspyrnu. Coventry jafnaði að-
eins fjórum mínútum síðar með
marki Julians Joachim.
Jafnteflið í Coventry og sigur
3. deildarfélagsins Swansea á 1.
deildarfélaginu Preston voru
óvæntustu úrslit dagsins. Tvö
mörk á þremur mínútum seint í
leiknum færðu Swansea sigurinn
á Preston. Alsírbúinn Dixon
Etuhu skoraði mark Preston
snemma í seinni hálfleik en Andy
Robinson jafnaði fyrir heimaliðið
með skoti beint úr aukaspyrnu.
Lee Trundle skoraði sigurmarkið
með skoti af markteig.
Úrvalsdeildarfélögin Birming-
ham og Portsmouth komust í 5.
umferðina eins og við var búist en
ekki án fyrirhafnar. Bryan
Hughes skoraði fyrir Birming-
ham strax á fjórðu mínútu en
Wimbledon, botnlið 1. deildar, átti
bæði stangarskot í fyrri hálfleik
og dauðafæri á lokamínútunni.
Matthew Taylor skoraði bæði
mörk Portsmouth í 2-1 sigri á
Scunthorpe, sem leikur í 3. deild.
varamaðurinn Andy Parton skor-
aði mark Scunthorpe undir lokin
og Paul Hayes fékk upplagt færi í
byrjun seinni hálfleiks til að jafna
en Shaka Hislop bjargaði
Portsmouth með góðri mark-
vörslu.
Burnley og Gillingham, sem
eru á svipuðu róli í 1. deildinni,
mættust á Turf Moor. Burnley
skoraði tvisvar á þriggja mínútna
kafla í fyrri hálfleik, fyrst Robert
Blake með skoti af löngu færi og
síðan Ian Moore með skalla af
markteig. Robert Blake skoraði
öðru sinni um miðjan seinni hálf-
leik en Darius Henderson minnk-
aði muninn í 3-1 fyrir Gillingham
með marki af stuttu færi.
Ipswich og Sunderland, tvö af
efstu liðum 1. deildar, mættust á
Portman Road. Gestirnir unnu 2-1
með mörkum Tommy Smith og
Argentínumannsins Julio Arca.
Martijn Reuser minnkaði muninn
í 2-1 seint í leiknum.
Tranmere fylgdi eftir góðum
útisigri á Bolton í 3. umferð bik-
arsins með útisigri á Luton í gær.
Mickey Mellon skoraði eina mark
leiksins með skoti af um 20 metra
færi. Framkvæmdastjóri Tran-
mere er Brian Little, sem lengi
lék og þjálfaði hjá Aston Villa.
Leik Telford og Millwall var
frestað vegna þess að Bucks
Head, heimavöllur Telford, var á
kafi í vatni. ■
BIRMINGHAM VANN WIMBLEDON
Clinton Morrison, leikmaður Birmingham, sækir að marki Wimbledon. Mikele Leigertwood er til varnar.
Fátt um óvænt úrslit
Flest úrslit samkvæmt bókinni í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.
ENSKA BIKARKEPPNIN
S c a r b o r o u g h - C h e l s e a
0 - 1
0-1 John Terry (10.).
A r s e n a l - M i d d l e s b r o u g h
4 - 1
1-0 Dennis Bergkamp (19.), 1-1 Jos-
eph Desire-Job (23.), 2-1 Fredrik Lj-
ungberg (28.), 3-1 Fredrik Ljungberg
(67.), 4-1 David Bentley (90.).
B i r m i n g h a m - W i m b l e d o n 1 - 0
1-0 Bryan Hughes (4.).
B u r n l e y - G i l l i n g h a m 3 - 1
1-0 Ian Moore (30.), 2-0 Robert Blake
(33.), 3-0 Robert Blake (64.), 3-1
Darius Henderson (71.).
C o v e n t r y - C o l c h e s t e r
1 - 1
0-1 Dele Adebola, sjálfsm. (30.), 1-1
Julina Joachim (33.)
I p s w i c h - S u n d e r l a n d
1 - 2
0-1 Tommy Smith (45.), 0-2 Julio
Arca (68.), 1-2 Martijn Reuser (89.).
L u t o n - T r a n m e r e 0 - 1
0-1 Mickey Mellon (81.).
P o r t s m o u t h - S c u n t h o r p e
2 - 1
1-0 Matthew Taylor (35.), 2-0 Matt-
hew Taylor (66.), 2-1 Andy Parton
(89.).
S w a n s e a - P r e s t o n 2 - 1
0-1 Dickson Etuhu (58.), 1-1 Andy
RE/MAX-deild kvenna:
Fjarar undan
Valsstúlkum
HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í
RE/MAX-deild kvenna í gær. Vals-
stúlkur töpuðu sínum öðrum leik í
röð þegar þær biðu lægri hlut fyr-
ir Gróttu/KR, 19-16, á Seltjarnar-
nesi. Sigur Gróttu/KR var mjög
öruggur og höfðu þær á tímabili
átta marka forystu, 17-9. Vals-
stúlkur eru enn á toppi deildarinn-
ar þrátt fyrir tapið, einu stigi á
undan Eyjastúlkum sem unnu
Víking, 35-27, í gær. Alla Gokori-
an skoraði sjö mörk fyrir ÍBV en
Natasa Damiljanovic var marka-
hæst hjá Víkingi með átta mörk.
KA/Þór lagði síðan Fram, 21-20, í
botnslag deildarinnar. ■
Andrea Gaines er komin aftur til Njarðvíkur:
KR í fyrsta sinn í 2. sætið
KÖRUBOLTI KR-konur komust upp í
annað sæti 1. deildar kvenna í
fyrsta sinn í vetur með 22 stiga
sigri á Njarðvík, 71-49, í DHL-
Höllinni í gær. KR hafði leikinn í
öruggum höndum allan tímann og
leiddi 39-23 í hálfleik en Andrea
Gaines spilaði þarna sinn fyrsta
leik fyrir Njarðvík á árinu eftir að
hafa loksins sloppið úr fangelsis-
vist í Bandaríkjunum.
Gaines skoraði 16 stig og tók
12 fráköst í þessum leik en hitti
aðeins úr 4 af 24 skotum sínum
og endurkoma hennar dugði
Njarðvíkurliðinu skammt sem
hafði unnið ÍR án hennar í síð-
ustu viku.
Hildur Sigurðardóttir var at-
kvæðamest sem fyrr hjá KR með
17 stig og 11 fráköst en Lilja
Oddsdóttir var með 14 stig og 9
fráköst. Katie Wolfe bætti við 9
stigum, 10 fráköstum og 7
stoðsendingum og Guðrún Arna
Sigurðardóttir var með 8 stig og
10 fráköst en KR vann fráköstin í
leiknum 57-38. KR-liðið komst
með þessum sigri upp fyrir ÍS á
innbyrðisárangri en KR hefur
unnið 2 af 3 leikjum liðanna í
vetur.
Hjá Njarðvík var Gaines at-
kvæðamest eins og áður kom
fram en Auður Jónsdóttir skoraði
11 stig og Gréta Mar Guðbrands-
dóttir var með 8 og 7 fráköst. ■
1. deild kvenna í körfubolta:
Fjögurra stiga forusta
Keflavíkurkvenna
BIRNA VALGARÐSDÓTTIR AÐ SPILA VEL
Birna Valgarðsdóttir lék vel fyrir topplið Keflavíkur gegn ÍS í kvennakörfunni í gær.
STAÐAN Í 1. DEILD KVENNA
Keflavík 1 4 1 1 3 1139–868
2 2
KR 1 4 9 5 933–861 1 8
ÍS 1 4 9 5 885–817 1 8
Njarðvík 1 4 6 8 842–982 1 2
Grindavík 1 3 4 9 774–855 8
FÓTBOLTI Tvö mörk frá Frakkan-
um Bruno Cheyrou tryggðu
Liverpool sæti í 5. umferð ensku
bikarkeppninnar. Cheyrou skor-
aði bæði mörk Liverpool í 2-1
sigri í gærkvöld og hefur nú sett
fjögur mörk í síðustu fimm leikj-
um félagsins.
Cheyrou skoraði fyrra mark
sitt eftir aðeins 73 sekúndur, með
skoti af tíu metra færi. Emile
Heskey fékk færi í miðjum víta-
teignum en Oliver Bernard náði
að stoppað skotið. Boltinn barst
til Cheyrou sem sendi hann af yf-
irvegun í netið.
Frakkinn Laurent Robert jafn-
aði tæpum tveimur mínútum síð-
ar. Newcastle fékk aukaspyrnu
þegar Dietmar Hamann braut á
Olivier Bernard um 30 metrum
frá marki. Robert skaut hörku-
skoti yfir varnarvegginn og
markvörðinn Jerzy Dudek sem
virtist hafa boltann innan seiling-
ar. En skotið var firnafast og var
boltinn á 125 kílómetra hraða
samkvæmt mælingu BBC. Fyrsta
bikarmark Newcastle á Anfield
Road síðan 1913 var staðreynd.
Cheyrou skoraði sigurmark
Liverpool á 61. mínútu. Steven
Gerrard sótti upp vinstri kantinn
og sendi boltann fyrir markið.
Cheyrou beið átekta við vítateig-
inn og hljóp síðan á hárréttu
augnabliki inn í teiginn. Hann var
einn og óvaldaður við markteig
Newcastle þegar sending Gerr-
ard barst og setti Cheyrou bolt-
ann í netið með hörkuskalla.
Liverpool keypti Bruno
Cheyrou frá Lille sumarið 2002 á
3,7 milljónir punda. Hann átti
erfitt uppdráttar fyrsta veturinn
og hafði aðeins einu sinni verið í
byrjunarliði á þessari leiktíð þeg-
ar hann fékk tækifæri í leik gegn
Chelsea fyrir þremur vikum.
Cheyrou skoraði eina mark leiks-
ins, bætti öðru marki við gegn
Úlfunum í vikunni og tveimur í
gær í bikarleiknum gegn
Newcastle. ■
Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar:
Bruno Cheyrou enn á skotskónum
BRUNO CHEYROU
Skoraði bæði mörk Liverpool í bikarsigri
gegn Newcastle í gær.