Fréttablaðið - 25.01.2004, Síða 40
40 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR
ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR
David Beckham hjálpar hér Juliano
Belletti, leikmanni Villarreal að standa á
fætur í leik Real Madrid og Villarreal í
spænsku 1. deildinni í gær.
Fótbolti
A-riðill Evrópumótsins í handbolta í Slóveníu:
Ellefu marka sigur Svía gegn Sviss
HANDBOLTI Svíar eru öruggir í
milliriðil eftir léttan sigur á Sviss,
35-24, í A-riðli Evrópumótsins í
handknattleik í Velenje í Slóveníu
í gær. Það var aðeins í byrjun sem
Svisslendignar náðu að halda í við
Svíana og jafnt var á öllum tölum
fram til 3–3. Þá sigu Svíar fram
úr, höfðu sex marka forystu, 18-
12, í hálfleik og leiddu síðan mest
með tólf mörkum í síðari hálfleik.
Þeir kláruðu leikinn með ellefu
marka mun, 35-24.
Stórskyttan Thomas Gautschi
var markahæst hjá Svisslending-
um með sex mörk, Robert Kosta-
dinovich, fyrirliði liðsins, skoraði
fimm mörk, Simon Brogli, Iwan
Ursic og Thomas Furer skoruðu
þrjú mörk hver og Marco Kurth,
Urs Schärer, Severin Brüngger og
Carlos Lima skoruðu eitt mark
hver. Christian Meisterhans varði
fimm skot í marki Svisslendinga
og Antoine Ebinger varði fjögur.
Jonas Källman, félagi Ólafs
Stefánssonar hjá Ciudad Real, var
markahæstur hjá Svíum með sex
mörk, Johan Pettersson og
Marcus Ahlm skoruðu fimm mörk
hvor, Sebastian Seifert skoraði
fjögur mörk, Martin Boquist og
Jonas Larholm skoruðu þrjú mörk
hvor, Kim Andersson, Jonas Ern-
elind og Joacim Ernstsson skor-
uðu tvö mörk hvor og gömlu brýn-
in Magnus Wislander, Stefan
Lövgren og Staffan Olsson skor-
uðu eitt mark hver. Peter Gentzel
varði þrettán skot í marki Svía og
Thomas Svensson eitt.
Svíar eiga að spila við Rússa í
dag, en það er algjör úrslitaleikur
um hvort liðið vinnur riðilinn og
fer með fjögur stig í milliriðil.
Svisslendingar spila hins vegar
gegn Úkraínumönnum í úrslita-
leik um sæti í milliriðli. ■
Klárum dæmið
með sæmd
Hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson ætla
ekki að fara heim á morgun.
HANDBOLTI Það var róleg stemning
hjá íslensku landsliðsmönnunum
á hóteli sínu í gær er blaðamaður
kíkti í heimsókn. Strákarnir fengu
frjálsan tíma fram að kvöldmat
eftir að hafa æft um morguninn
og var hann nýttur til þess að fá
sér göngutúr eða slaka á í her-
berginu, horfa á sjónvarp eða
spila playstation. Blaðamaður
skellti sér í heimsókn til félag-
anna og hornamannanna Guðjóns
Vals Sigurðssonar og Einars Arn-
ar Jónssonar, en þeir létu fara vel
um sig á meðan þeir horfðu á leik
Chelsea og Scarborough í sjón-
varpinu.
„Svona er þetta líf. Nú er bara
slökun og einbeiting fyrir næsta
leik,“ segir Einar Örn, sem lætur
vel af herbergisfélaga sínum.
„Hann er fínn. Það eru ekkert of
mikil læti í honum,“ segir Einar
og hlær. Þeir félagar láta vel af
hótelinu þar sem þeir búa en það
er í smábænum Lasko sem er
skammt utan við Celje þar sem
leikirnir eru spilaðir. Hótelið er
einnig nokkurs konar heilsuhæli
og er öll aðstaða til fyrirmyndar;
nudd, pottar og sundlaugar.
„Þetta er verulega fínt en mat-
urinn er kannski full einhæfur,“
segir Guðjón Valur og býður í
leiðinni upp á íslenskt sælgæti
sem þeir félagar hafa nóg af.
Blaðamaður afþakkar kurteislega
enda örlítið yfir kjörþyngd og
þarf að passa línurnar.
Ég spyr strákana næst út í mót-
ið og hvort fyrstu tveir leikirnir
hafi ekki verið mikil vonbrigði.
„Jú, svo sannarlega,“ segir Guð-
jón Valur. „Við höfum engan veg-
inn náð að spila okkar leik og
erum að leika undir getu. Ég er
ekki sáttur við mitt framlag það
sem af er en ætla mér að rífa mig
upp gegn Tékkunum.“ Einar Örn
tekur undir með félaga sínum og
segir að nú sé ekkert annað eftir
en að bjarga heiðrinum með sigri
gegn Tékkum. „Sá leikur verður
bara að klárast og við þurfum að
reyna að koma í veg fyrir slæmu
kaflanna. Við höfum engan áhuga
á því að fara heim héðan án sig-
urs. Það kemur ekki til greina.
Þrátt fyrir vonbrigðin ætla menn
sér að klára dæmið með sæmd og
svo verður bara að koma í ljós
hvað gerist síðan í milliriðlinum
en til þess að komast þangað verð-
ur að klára Tékkana.“
Strákarnir fóru síðan á mynd-
bandsfund í gærkvöld til þess að
skoða Tékkana en þeir segjast
ekkert ætla að breyta sínum leik-
stíl í leiknum. „Við þurfum að ná
okkar leik en hann hefur bara
ekki komið. Ef það tekst erum við
í ágætum málum,“ segir Guðjón
Valur og bætir því við að þeir
verði að fara að klára færin betur
en það verður nú ekki vandalaust
því tékkneski markvörðurinn hef-
ur farið mikinn á mótinu og ver
lítið annað en dauðafæri.
„Við skulum vona að hann sé
búinn með skammtinn sinn,“ segir
Guðjón og glottir og Einar kinkar
kolli sammála. ■
EM Í HANDKNATTLEIK
A-RIÐILL
Svíþjóð-Úkraína 31-25
Rússland-Sviss 28-20
Svíþjóð-Sviss 35-24
Úkraína-Rússland 27-29
Svíþjóð 2 2 0 0 66:49 4
Rússland 2 2 0 0 57:47 4
Úkraína 2 0 0 2 52:60 0
Sviss 2 0 0 2 44:63 0
B-RIÐILL
Spánn-Króatía 29-30
Danmörk-Portúgal 36-32
Portúgal-Spánn 27-33
Króatía-Danmörk 26-25
Króatía 2 2 0 0 56:54 4
Danmörk 2 1 0 1 61:58 2
Spánn 2 1 0 1 62:57 2
Portúgal 2 0 0 2 59:69 0
C-RIÐILL
Ísland-Slóvenía 28-34
Ungverjaland-Tékkland 30-25
Ungverjaland-Ísland 32-29
Slóvenía-Tékkland 37-33
Slóvenía 2 2 0 0 71:61 4
Ungverjal. 2 2 0 0 62:54 4
Tékkland 2 0 0 2 58:67 0
Ísland 2 0 0 2 57:66 0
D-RIÐILL
Frakkland-Pólland 29-25
Þýskaland-Serbía/Svartfja. 26-28
Serbía/Svartfja.-Frakkland 20-23
Pólland-Þýskaland 32-41
Frakkland 2 2 0 0 52:45 4
Þýskaland 2 1 0 1 67:60 2
Serbía/Sv. 2 1 0 1 48:49 2
Pólland 2 0 0 2 57:70 0
MARKAHÆSTIR
Markus Baur, Þýskalandi 15
Carlos Resende, Portúgal 15
Ólafur Stefánsson, Íslandi 14
David Juricek, Tékklandi 14
Johan Pettersson, Svíþjóð 14
Alexander Tuchkin, Rússlandi 13
Grzegorz Tkaczyk, Póllandi 13
Yuriy Kostetskiy, Úkraínu 13
Michael Knudsen, Danmörku 13
Petar Metlicic, Króatíu 13
Gregory Anquetil, Frakklandi 12
Zoran Lubej, Slóveníu 12
Torsten Jansen, Þýskalandi 12
Renato Vugrinec, Slóveníu 12
Ivo Diaz, Ungverjalandi 12
Yuriy Petrenko, Úkraínu 12
Zoran Jovicic, Slóveníu 11
Iker Romero, Spáni 11
Ivan Garcia, Spáni 11
Jon Belaustegui, Spáni 11
Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi 11
Karol Bielecki, Póllandi 11
Daniel Stephan, Þýskalandi 11
Florian Kehrmann, Þýskalandi 11
Daniel Buday, Ungverjalandi 11
Eduardo Coelho, Portúgal 11
Lars Krogh Jeppesen, Danmörku 11
SLAKAÐ Á EFTIR ERFIÐA TÖRN
Herbergisfélagarnir og hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson létu fara vel um sig á herbergi sínu í gær þegar
blaðamaður Fréttablaðsins kom í heimsókn.
Celje, Slóveníu
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
■ skrifar um EM í handbolta.
JONAS KÄLLMAN ÁTTI GÓÐAN LEIK
MEÐ SVÍUM GEGN SVISS
Svíinn Jonas Källman gnæfir hér yfir varnar-
menn svissneska liðsins í leik þjóðanna í
gær en hann var markahæstur með 6 mörk.
MARKUS BAUR MARKAHÆSTUR
Þjóðverjinn Marcus Baur hefur skorað mest
á EM til þessa ásamt Portúgalanum Carlos
Resende.
Andrej Lavrov:
Er á leið til
Svíþjóðar
HANDBOLTI Sænska fréttastofan TT
heldur því fram að rússneski mark-
vörðurinn Andrej Lavrov sé að fara
að gannga til liðs við sænska félag-
ið Hammarby, en með því spilar
Staffan Olsson. Lavrov, sem er orð-
inn 42 ára gam-
all, hefur ekki
spilað með fé-
lagsliði síðan í
maí á síðasta ári
þegar hann lék
með þýska lið-
inu TuS Lübecke
en hann hefur
haldið sér í
formi með því
að æfa með
rússneska liðinu
CSKA Moskvu.
„Ég hef engan áhuga á því að
spila í rússnesku deildinni því að
hún er svo léleg. Ég gæti staðið þar
í markinu þar til ég yrði sextugur,“
sagði Lavrov og bætti við að hann
byggist við því að ganga til liðs við
Hammarby strax eftir EM. „Staff-
an Olsson hafði samband við mig
fyrir jól en þá gengu hlutirnir ekki
upp. Nú ætti þetta að ganga,“
sagði Lavrov. ■
Evrópumótið í handbolta:
Iker Romero
með 11 mörk
HANDBOLTI Iker Romero skoraði
ellefu mörk þegar Spánverjar
unnu Portúgali 33-27 á öðrum degi
Evrópumótsins í handbolta.
Portúgalar héldu í við Spánverja
fram í miðjan fyrri hálfleik en þá
stungu Spánverjar af. Þeir
breyttu stöðunni úr 7-7 í 16-10 á
tólf mínútum og bættu svo um
betur og leiddu 19-12 í leikhléi.
Jafnræðið var meira með liðunum
í seinni hálfleik en Portúgalar
voru aldrei nálægt því að vinna
upp forskot Spánverjanna.
„Þetta var leikur tveggja ólíkra
hálfleikja,“ sagði Cecar Argiles,
þjálfari Spánverja. „Vegna öflugs
leiks okkar síðustu fimmtán mín-
útur fyrri hálfleiks komumst við
upp með að leika verr í seinni
hálfleik. Nú hlökkum við til leiks-
ins gegn Dönum og vonumst til að
taka með okkur eins mörg stig í
milliriðilinn og hægt er.“
Iker Romero, leikmaður
Barcelona, var maður leiksins.
Hann skoraði átta af ellefu mörk-
um sínum í fyrri hálfleik þegar
Spánverjar lögðu grunninn að
sigri sínum.
Iker Romero skoraði ellefu af
mörkum Spánverja, Ivan Garcia
sex, Alberto Entrerrios fjögur,
Roberto Garcia þrjú, Fernando
Hernandez og Mariano Ortega tvö
hvor og Raul Entrerrios, Jesus
Fernandez, Ruben Garabaya, Xa-
vier O’Callaghan og Ivan Perez
eitt hver. Carlos Resende skoraði
átta mörk fyrir Portúgala, Inacio
Carmo, Ricardo Costa og Rui
Rocha fjögur mörk hver, Eduardo
Coelho og Jose Costa þrjú hvor og
David Tavares eitt. ■
TÖLFRÆÐI EINARS ARNAR
Leiktími (klst.:mín.:sek.) 1:59:28
Skot 7
Mörk 4
Skotnýting 57%
Mörk úr horni 2 (3 skot)
Mörk úr hraðaupphlaupum 1 (2 skot)
Stoðsendingar 0
Tapaðir boltar 1
Boltum náð 2
TÖLFRÆÐI GUÐJÓNS VALS
Leiktími (klst.:mín.:sek.) 2:00:00
Skot 21
Mörk 11
Skotnýting 52%
Mörk úr horni 4 (7 skot)
Mörk úr hraðaupphlaupum 3 (6 skot)
Stoðsendingar 4
Tapaðir boltar 3
Boltum náð 4
ANDREJ LAVROV