Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 43
SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 43
ERLING FLYTUR Í
BORGARLEIKHÚSIÐ
Vegna mikillar eftirspurnar verða ÖRFÁAR SÝNINGAR
á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Laugardaginn 31.01. kl. 20:00
Sunnudaginn 08.02. kl. 20:00
Sunnudaginn 15.02. kl. 20:00
Sunnudaginn 22.02. kl. 20:00
www.borgarleikhus.is
midasala@borgarleikhus.is
MIÐASÖLUSÍMI: 568 8000
JÓN GNARR
STEFÁN JÓNSSON
Leikarar: Stefán Jónsson / Jón Gnarr / Hildigunnur Þráinsdóttir
Skúli Gautason / Gísli Pétur Hinriksson / Leikstjóri: BENEDIKT
ERLINGSSON / Þýðing og staðfærsla: HALLGRÍMUR HELGASON
„FRÁBÆR ERLING! “ DV
„Stefán Jónsson sýnir enn einu sinni að hann hefur
ÓTRÚLEGA HÆFILEIKA til að lifa sig inn í
kynlega kvisti mannfélagsins “ Morgunblaðið
„Textinn er oft á tíðum bráðfyndinn en það eru ekki síður
aðstæður þeirra félaga og viðbrögð sem framkalla
HLÁTRASKÖLL hjá áhorfendum “ DV
„ Jón Gnarr leikur Kalla Bjarna, oft BRÁÐFYNDINN
eins og hans var von og vísa og náði mörgum góðum
sprettum “ Morgunblaðið
„Túlkun Hildigunnar er hárbeitt og FLJÚGANDI
FYNDIN “ Morgunblaðið
„Stefán Jónsson fer með hlutverk Erlings og gerir það
LISTAVEL “ DV
„Jón Gnarr stóð sig FRÁBÆRLEGA“ Fréttablaðið
Sigríður Guðný Sverrisdóttir hefur
opnað málverkasýningu í Baksalnum í
Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýn-
inguna nefnir listakonan Gulur, rauður,
grænn og blár. Sýningin stendur til 1.
febrúar.
Jón Gnarr er með myndlistarsýningu
í Fríkirkjunni, og nefnir hann sýninguna
I.N.R.I.
Myndlistarmaðurinn Snorri Ás-
mundsson er með málverkasýningu á
veitingarhúsinu Sólón.
Hafsteinn Michael sýnir í Næsta
galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a.
Þetta er sjöunda einkasýning hans.
Íris Linda Árnadóttir er með sýn-
ingu á Pósthúsbarnum, Pósthússtræti
13.
Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Gall-
erí Hlemmi. Verkið sem Rósa sýnir heitir
„Um fegurðina“ og samanstendur af um
það bil 10.000 samansaumuðum eyrna-
pinnum og vídeói. Sýningin stendur til
31. janúar.
Þýski myndlistarmaðurinn Ingo
Fröhlich er með sýningu í Gallerí Kling
og Bang, Laugavegi 23. Sýning Ingo
stendur til 8. febrúar.
Í Hafnarhúsinu stendur yfir þema-
sýning úr verkum Errós í eigu safnsins.
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur
yfir sýningin Carnegie Art Award 2004,
þar sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu
listamönnum Norðurlanda. Sýningin
stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er
opið 11-17 alla daga nema mánudaga.
Guðbjörg Lind er með málverka-
sýningu í galleríinu og skartgripaverslun-
inni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.
Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja-
safnsins stendur yfir sýning í risi Þjóð-
menningarhússins.
Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu-
og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva-
götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.
Sýning á málverkum eftir Braga Ás-
geirsson stendur yfir í forkirkju Hall-
grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbund-
in olíuverk þar sem hann vinnur með
ljósið og þau birtuskil sem framundan
eru. Sýningin stendur til 25. febrúar
2004.
Í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú
yfir sýningin „Í orði og á borði“, sem er
samsýning Freyju Bergsveinsdóttur,
grafísks hönnuðar, og Guðrúnar Ind-
riðadóttur leirlistarkonu.
Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning-
in Ásmundur Sveinsson - Nútímamað-
urinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í til-
efni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns.
Hún stendur til 20. maí.
Sölusýning Péturs Péturssonar á
11 málverkum hjá Val-myndum í Ár-
múla 8 hefur verið framlengd og mun
standa út janúarmánuð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Í nóvember síðastliðnum frum-sýndi Kómedíuleikhúsið á Ísa-
firði einleikinn Stein Steinarr,
sem fjallar um ævi og verk
skáldsins úr Nauteyrarhreppi við
norðanvert Ísafjarðardjúp. Leik-
arinn Elfar Logi Hannesson og
leikstjórinn Guðjón Sigvaldason
sömdu einleikinn í sameiningu.
„Allur textinn í þessu verki er
eftir Stein Steinarr sjálfan,“ segir
Elfar Logi. „Við duttum niður á
þessa leið á endanum. Í sýning-
unni eru ein nítján ljóð eftir Stein
ásamt glefsum úr viðtölum við
hann og greinum eftir hann. Þetta
fléttum við svo saman og drögum
upp sýn okkar á skáldið, en segj-
um sem sagt þessa sögu með orð-
um hans sjálfs.“
Nú um helgina hefur Elfar
Logi fengið inni í Borgarleikhús-
inu í Reykjavík til þess að sýna
þennan einleik. Fyrri sýningin af
tveimur hér fyrir sunnan var í
gær, en sú síðari verður í kvöld.
Meiningin er að bjóða bæði fram-
haldsskólum og efstu bekkjum
grunnskóla upp á skólasýningar á
þessu verki.
„Steinn Steinarr talar held
ég enn mjög vel til unga fólks-
ins, krakka sem eru í níunda
eða tíunda bekk og upp í fram-
haldsskólann. Ég held líka að
mjög margir hafi einhvern tím-
ann heyrt ljóðin hans, án þess
endilega að gera sér grein fyr-
ir því eftir hvern þau eru.
Óvenju mörg þeirra hafa til
dæmis verið notið sem dægur-
lagatextar.“ ■
Einleikurinn um Stein Steinar
■ LEIKSÝNING
ELFAR LOGI HANNESSON Í HLUTVERKI SKÁLDSINS
Íbúum höfuðborgarsvæðisins gefst kostur á að sjá einleikinn Stein Steinarr í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Bestibitinn
PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON
Ég fæ mér yfirleitt Hot wingskjúklingavængi á Dominos
þegar ég er að flýta mér,“ segir
spaugarinn Pétur Jóhann Sigfús-
son. „Ég mæli eindregið með
þeim skyndibita.“