Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    29123456
    78910111213

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 18
*Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði, að teknu tilliti til gengi erlendra mynta og vaxta þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í rekstrarleigunni. Engin útborgun / Rekstrarleiga 21.5306 kr. á mánuði án vsk.* 1.228.916 kr. án VSK. Kangoo Express 1400 6 dyra - beinskiptur Sími 575 1200 V I Ð Þ R Ó U M B Í L A bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Við viðhald bíla gleymist oft aðhalda við hlutum sem gerðir eru úr gúmmíi, eins og til dæmis dekkj- um og hurðagúmmíum. Á öllum betri bensínstöðvum er hægt að fá sérstök efni sem gera dekk svört og gljáandi. Þessi efni mýkja einnig gúmmíið og koma þannig í veg fyr- ir að kantarnir á dekkjunum byrji að springa. Auk þess er hægt að nota efnin á hina ýmsu gúmmíhluti í bílnum. Efnin koma líka í veg fyrir að hurðirnar frjósi fastar á köldum vetrarmorgnum. Áhugamenn um fornbíla kannast flestir við að hurð- argúmmíin virðast hreinlega ekki ná utan um hurðirnar, en það er af- leiðing þess að gúmmíin þorna upp og skreppa saman. Það má alls ekki bera glans- eða mýkingarefni á gúmmíið sem eru á kúplings- og bremsupedölunum, því þeir geta orðið hálir og bílinn stórhættulegur fyrir vikið. Gott er að þurrka af pedölunum með þynni, þannig verða þeir stamir og lítil hætta á að fæturnir renni af þeim. ■ Efni sem gefur gljáa og mýkt SCHUMACHER Michael Schumacher, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, tók sig vel út á þess- um go-kart bíl á Ítalíu á dögun- um. Þar var hald- in hin árlega fjöl- miðlakynning Ferrari-bílafram- leiðandans. 36/14,50 R 15 GROUND HAWG 28,900. - 38/15.50 R 15 GROUND HAWG 29,900. - 36/14,50 R 16,5 GROUND HAWG 32,900,- 38/15,50 R 16,5 GROUND HAWG 39,900,- 44/18,50 X 15 GROUND HAWG 45,000,- 44/18,50 X 16,5 GROUND HAWG 49,900,- STÁLFELGUR 12 TOMMU BREIÐAR 12,900,- STÁLFELGUR 14 TOMMU BREIÐAR 13,900,- HJÓLBARÐAHÖLLIN H/F FELLSMÚLA 24 SÍMI - 530 5700 Lækkað verð á GROUND HAWG jeppadekkjum Dollarinn lækkar og við lækkum líka. Nýr krafmikill Fire Cat: „Leikur í hönd- unum á manni“ B&L buðu síðastliðna helgi tilkynningar á nýjum F7 Fire Cat vélsleða svo og nýjum tveggja manna túrbósleða og 500 kúbika TRV-fjórhjóli, en tækin eru af gerðinni Arctic Cat. Farið var upp á Lyngdalsheiði, og að Vörðu þar sem gestir og gangandi fengu að trylla að vild á tækjunum. Stans- laus umferð var að Vörðu þennan sunnudag enda veður og aðstæður eins og best varð á kosið. „F 7 Fire Cat sleðinn er kraft- mikill 140 hestafla sportsleði, með grófu belti og stífri fjöðrun. Það er gríðarlegur kraftur í honum og nýjungin felst fyrst og fremst í því hversu léttur hann er. Hann bók- staflega leikur í höndunum á manni,“ segir Finnur Sigurðsson hjá B&L. „Þá er túrbósleðinn ekki síður skemmtilegur, 110 hestafla tveggja manna sleði og það sem meðal annars er sérstakt við hann er hversu hljóðlátur hann er,“ seg- ir Finnur. Fyrir utan vélsleðana var boðið upp á prufuakstur á nýju 500 kúbika fjórhjóli. „Hjólið er sjálf- skipt, tveggja manna og ofsalega gott ferðahjól,“ segir Finnur. Að- spurður hvort fjórhjólin séu aftur í sókn, segist Finnur halda það. „Við erum að þreifa fyrir okkur með fjórhjólin. Þau voru auðvitað vinsæl þegar þau komu fyrst enda lágt tolluð. Þegar það breyttist döluðu vinsældir þeirra en nú hefur tollurinn lækkað á ný svo við getum boðið þau á skaplegu verði. Þetta eru skemmtileg far- artæki sem hægt er að nota hvort sem er að sumri eða vetri og gefur mikla möguleika.“ Og það skorti ekkert á gleði þeirra sem fengu að prófa sleðana og hjólið þennan sunnudagseftir- miðdag, en myndirnar segja meira en mörg orð. ■ Rannsókn hjá Ford: Syfjuðum ökumönn- um fækkað Bandaríski bílaframleiðandinnFord Motor Co. hefur hafið rannsókn sem á að draga úr slys- um sem syfjaðir ökumenn valda. Vísindamenn frá Volvo í Svíþjóð taka þátt í rannsókninni. Forsvarsmenn Ford vonast í kjölfarið til að þróa nýjan ör- yggisbúnað í bíla. Verður hann væntanlega bæði í Volvo og Ford innan fárra ára. „Markmið okkar er að reyna að skilja sam- bandið á milli syfju og slysa,“ sagði Jeff Greenberg, sérfræð- ingur hjá Ford, um rannsókn- ina. Á hverju ári valda ökumenn sem sofna undir stýri í Banda- ríkjunum að minnsta kosti 100.000 slysum. Í þeim slasast að meðaltali 40.000 manns og 1.550 láta lífið. ■ Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ bendir á að gott er að halda við gúmmíi í bílnum. GRÍÐARLEGUR MANNFJÖLDI LAGÐI LEIÐ SÍNA Á VÖRÐU Enda veður eins og best varð á kosið og fegurðin á fjöllum ólýsanleg. GERT KLÁRT FYRIR PRUFUKEYRSLU Á FIRE CAT Fjórhjólið er tveggja manna, sjálfskipt og kraftmikið. Vélsleðinn er 140 hestafla sporttýpa. KAKÓ OG KLEINUR FYRIR ALLA B&L-menn buðu upp á veitingar, sem gestir þáðu með þökkum, enda frost um 13 gráður. AP /M YN D 38“ breyttur Pajero til sýnis: Mjög góð viðbrögð Um helgina sýndi Hekla úrval affjórhjóladrifnum Mitsubishi bílum í sýningarsölum sínum við Laugaveg. Níu mismunandi út- færslur af aldrifsbílum frá Mitsu- bishi voru til sýnis. Meðal annars var í fyrsta skipti sýndur 38“ breyttur Mitsubishi Pajero. Boðið var upp á reynslu- akstur á öllum gerðum Mitsubishi og auk þess var tilboð á aukahlutum fyrir jeppa, svo sem PIAA ljósköst- urum. Áður en sýningin hófst var um fimm hundruð meðlimum Pajero-klúbbsins á Íslandi boðið ásamt stórum hópi jeppamanna til morgunverðar og frumkynningar á þessum breyttu bílum. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningarfulltrúa Heklu, komu um eitt þúsund manns í morgunverð- inn. „Mér heyrðust viðbrögðin vera mjög góð,“ sagði hann. „Menn eru mjög spenntir og Pajero-bíllinn hef- ur líka reynst vel eftir að þessi breyting var gerð. Hann er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli og mjög kraftmikilli vél sem togar vel. Við erum mjög ánægðir með hvern- ig bíllinn hefur reynst.“ Jón Trausti bendir á að í janúar hafi orðið 71% söluaukning á Mitsu- bishi frá því á sama tíma í fyrra. Á þessum tíma var markaðurinn að stækka um 15%. Þessari miklu aukningu megi að miklu leyti þakka nýjum Outlander-jeppling sem hafi selst mjög vel. ■ PAJERO Fjöldi fólks kom að skoða Mitsubishi-bíla í Heklu um helgina. 38“ breyttur Pajero var meðal annars til sýnis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (02.02.2004)
https://timarit.is/issue/264004

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (02.02.2004)

Aðgerðir: