Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 17
17MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 Grunnskólarnir sex við utan-verðan Eyjafjörð taka allir virkan þátt í Olweusverkefninu gegn einelti. Einn liðir í því starfi var slagorðasamkeppni sem efnt var til á meðal barna í skólunum sex. Þrjár stúlkur hlutu viður- kenningar fyrir slagorðin sín á föstudaginn og fór athöfnin fram á kaffihúsinu Sogni. Ingibjörg Víkingsdóttir, sem stundar nám við Dalvíkurskóla, fékk viðurkenningu fyrir slagorðið Allir saman, enginn einn, Svanhild- ur Kristínardóttir, Grunnskólanum í Hrísey, fyrir Einelti brýtur, vinátta styrkir og Adda María Ólafsdóttir fyrir slagorðið Einelti. NEI TAKK. Slagorðin eru komin á barm- merki sem dreift verður til allra nemenda og starfsfólks grunn- skólanna sex en markmiðið með útgáfu merkjanna er að gera verkefnið sýnilegt, bæði meðal þátttakenda þess sem og þeirra sem standa utan þess. Félagasamtök við utanverðan Eyjafjörð styrktu útgáfum barm- merkjanna og allir sem leitað var til í þeim tilgangi voru mjög jákvæðir og áhugasamir um verkefnið. ■ JAMES JOYCE Írski rithöfundurinn fæddist á þessum degi árið 1882, fyrir 122 árum. KÍL&LÓ? FÆRRI ER KOMINN TÍMI Á Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia JOSEPH BEUYS Einn þekktasti listamaður flúxushreyfingar- innar á verk á sýningunni í Listasafni Íslands. Beuys og félagar Listasafn Íslands opnaði á föstu-daginn stærstu yfirlitssýningu á flúxusverkum sem haldin hefur verið hérlendis. Sýningin spannar tímabilið 1962–1994 og er fengin hingað til lands frá Stuttgart. Margir af þekktustu lista- mönnum flúxushreyfingarinnar eiga verk á sýningunni eins og Josef Beuys, Robert Filliou, Emmett Williams og George Brecht. Á sýningunni gefst ein- stakt tækifæri til að kynnast verkum þeirra listamanna sem mörkuðu hve dýpst spor í lista- sögu 20. aldar. Verk eftir Dieter Roth eru einnig á sýningunni og húmorísk verk Wolf Vostell, þar sem hann breytir hversdagslegum hlutum í skúlptúra, sem hafa verið kallaðir fagurfræðileg eyðilegging. ■ Þetta alls ekki vonlaus bransi efmaður er duglegur að koma sér á framfæri. Þá gengur þetta ágæt- lega þannig að þetta er allt undir manni sjálfum komið,“ segir Krist- ian Guttesen sem gaf út sína fimm- tu ljóðabók, Ígull, fyrir skömmu. „Þetta er þriðja frum-orta bókin, sú fyrsta, Ljóðdrekar, kom út 1994, Afturgöngur 1995, Annó - úrval 1999 og Skuggaljóð 1998, þannig að ég er búinn að yrkja í 11 ár.“ En hvað kom til að ungur maður lagði ljóðlist fyrir sig þegar það er frekar í tísku að tjá sig í popptext- um og með tónlist? „Mér fannst ljóð hallærisleg þegar ég var í menntaskóla og leiðinlegt að læra þau í barnaskóla. Ég var á þessari hljómsveitarlínu og gaf út lög með hljómsveitinni Vitrun á safnplötum í kringum 1994. Það koma bara eitt- hvað yfir mig textalega og ég fór að rýna í ljóð. Þau drógu mig til sín og ég gaf alla tónlist upp á bátinn. Mér finnst einfaldlega meira varið í ljóðagerðina.“ Þegar Kristian er beðinn um að nefna uppáhaldsljóðskáldin sín teflir hann fram skrautlegum hópi. „Sigurbjörg Þrastardóttir er rosa- lega skemmtilegt skáld og svo eru það Hrafn Jökulsson og John Lennon.“ Ígull er fáanleg í stærstu bóka- verslununum á höfuðborgarsvæð- inu en Kristian selur mest á göt- unni. „Það er það sem maður þarf að gera ef maður vill vera lesinn. Ljóðabækur seljast ekki mjög mik- ið í bókabúðum og það er best að gera þetta maður á mann. Það get- ur verið mjög gaman að selja bæk- ur á götunni þegar vel tekst til og manni tekst að sannfæra einhvern um að kaupa. Því fylgir mikil vellíðan en að sama skapi er vont að fá mikla höfnun þannig að þetta er tvíeggjað. Aðalmálið er að hark afa sér og halda sig við efnið. Það gera það margir gott í götusöl- unni,“ segir Kristian og nefnir El- ísabetu Jökulsdóttur sem dæmi. „Þetta snýst allt um markaðssetn- ingu og höfundar verða að kunna að markaðssetja sig. Ætli tíundi hver maður sem ég tala við sé ekki líklegur kaupandi þannig að til að selja 100 bækur þarf ég að tala við 1000 manns.“ ■ KRISTIAN GUTTESEN Honum gengur best að selja ljóðin sín á götunni en hefur einnig tekið nútímatækni í þjónustu sína og bíður þeim sem panta Ígull á netfanginu deus@internet.is á sérstöku tilboðsverði. Hann tekur þátt í skáldaspírukvöldi, ásamt Hallgrími Helgasyni og fleirum, á Jóni Forseta, áður Vídalín, klukkan 21 á þriðjudagskvöld. INGIBJÖRG, SVANHILDUR OG ADDA MARÍA Stúlkurnar þrjár sem unnu til verðlauna fyrir slagorð gegn einelti með viðurkenningar sínar og að sjálfsögðu búnar að setja barmmerkin upp. Einelti GRUNNSKÓLAR VIÐ UTANVERÐAN EYJAFJÖRÐ ■ taka virkan þátt í verkefni gegn einelti og efndu til slagorðasamkeppni meðal nemenda sinna. Einelti. Nei takk! Ljóð KRISTIAN GUTTESEN ■ Sneri baki við tónlistinni fyrir nokkrum árum og helgaði sig ljóðagerð. Hann sel- ur ljóðin sín á götunni og gengur vel. Allir saman, enginn einn Þúsund samtöl selja hundrað bækur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.