Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 16
Ég byrja daginn á því að faratil tannlæknis,“ segir Kjartan
Guðjónsson leikari sem er 39 ára
í dag. „Þegar maður er orðinn
svona gamall fara tennurnar að
detta úr manni og því fer ég
þessa dagana til tannlæknis á
hverjum degi í massíva aðgerð.“
Síðar í dag segist hann ætla á
æfingu í Þjóðleikhúsinu en hann
er einn leikara í Þetta er allt að
koma sem byggt er á samnefndri
bók eftir Hallgrím Helgason. „Ég
verð að læra texta fyrir leikhús-
ið. Sem betur fer þurftum við
ekki að búa til allt leikritið upp úr
bókinni því það var alltaf til 140
blaðsíðna handrit sem við höfum
verið að klippa til. Fyrst hélt ég
að við þyrftum að spinna allt upp
úr bókinni en sem betur fer var
svo ekki. Það hefur verið tínt úr
henni allt það fyndna og
skemmtilega þannig að útkoman
er fyndin.“ Leikritið verður
frumsýnt þann 20. febrúar þan-
nig að æfingar eru að komast á
lokasprettinn og mikið er að gera
í leikhúsinu.
„Hvað ég geri annað í dag
verður bara að koma í ljós, en
yngri sonurinn er alltaf að spyrja
hvenær ég eigi afmæli og
hvenær hann fái að borða kök-
una. Mögulega verð ég eitthvað
að hugsa til þess. Annars vill ég
horfa fram hjá því að ég eigi af-
mæli. Það þýðir að aldurinn sé að
færast yfir, tennurnar og hárið er
að fara. Stundum vill maður bara
leggjast í þunglyndi og spyrja af
hverju varð ég ekki læknir eins
og pabbi en það er sérstaklega
þegar horft er í launaumslagið.“
Í stað þess að setja sér ára-
mótaheit, segir Kjartan að hann
hafi það fyrir sið að strengja af-
mælisheit. „Í fyrra ætlaði ég að
hætta að reykja en nú ætla ég að
standa við það. Það er alltaf verið
að taka feil á mér og Árna Pétur,
bróður mínum sem er 14 árum
eldri en ég. Hann lítur nú mjög
vel út eftir aldri en þetta þýðir
líka að ég fer í heilsuátak, fer að
stunda líkamsrækt og svona.“ ■
16 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Andlát
■ Afmæli
Einn alræmdasti einræðisherraog harðstjóri í sögu síðustu ald-
ar, Idi Amin, komst til valda í Úg-
anda á þessum degi árið 1971 eftir
að forseta landsins, Milton Obote,
var steypt af stóli með valdaráni.
Idi Amin stjórnaði landinu með
járnhnefa og var ekkert að hafa
fyrir því að klæða hann í silki-
hanska og stjórnartíð hans er ein
sú blóðugasta í átakanlegri sögu
landsins. Hann myrti eða hrakti í
útlegð alla þá sem efuðust um
stjórn hans. Idi Amin er talinn hafa
að minnsta kosti 400.000 mannslíf
á samviskunni. Hrottalegar sögur
eru til af því hvernig hann drap
eða lét drepa þegna sína. Líkunum
var síðar kastað í ána Níl, þar sem
menn höfðu ekki undan að taka
grafir. Eitt sinn var svo mörgum
líkum kastað fyrir krókódílana í
Níl að líkamsleifar stífluðu vatns-
inntök raforkuversins í Jinja,
stærsta vatnsorkuvers í Úganda.
Árið 1976 útnefndi Amin sjálfan
sig forseta landsins til æviloka en
honum var hins vegar steypt af
stóli árið 1979 og hrakinn úr landi.
Hann fór fyrst til Líbýu, þaðan til
Íraks en síðasta áratug dvaldi hann
í Sádi Arabíu þar sem hann lést á
sjúkrahúsi 16. ágúst árið 2003. ■
Sigurbjörn Bárðarson tamningamaður
er 52 ára.
Jón Axel Björnsson myndlistarmaður er
48 ára.
Erlendur Jónsson, Hraunbæ 99, Reykja-
vík, lést laugardaginn 10. janúar. Útförin
hefur farið fram.
Guðrún Laxdal Jóhannesdóttir, Hrafn-
istu í Reykjavík, lést fimmtudaginn 29.
janúar.
Ísak Elías Jónsson tónlistarkennari,
Bollebygd, Svíþjóð, lést fimmtudaginn
15. janúar. Bálför hefur farið fram.
Jóhann Freyr Ásgeirsson, Kambaseli
64, Reykjavík, lést sunnudaginn 25.
janúar.
Sigmunda Kolbrún Guðmundsdóttir,
Furugrund 44, Akranesi, lést sunnudag-
inn 18. janúar. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Afmæli
KJARTAN GUÐJÓNSSON
ER 39 ÁRA
■ Er með afmælisheit í stað
áramótaheita.
CHRISTIE BRINKLEY
Súpermódelið og fyrrum eiginkona söngv-
arans Billy Joel er fimmtug í dag.
2. febrúar
■ Þetta gerðist
1999 Kviðdómur í Portland kemst að
þeirri niðurstöðu að maður sem
setti upp vefsíðu með nöfnum
og heimilisföngum fóstureyð-
ingamiðstöðva skuli greiða 107
milljónir dollara í skaðabætur.
1996 Leikarinn og dansarinn Gene
Kelly deyr á heimili sínu í Beverly
Hills 83 ára að aldri.
1995 Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu
og Palestínu koma saman í
Kaíró til að koma á friði í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
1990 F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr-
íku heitir því að láta pólitíska
fangann Nelson Mandela lausan.
1943 Þýskar hersveitir gefast upp fyrir
Rússum eftir orrustuna um Stalín-
grad í seinni heimsstyrjöldinni.
1653 Borgin New Amsterdam sem
heitir nú New York verður til.
IDI AMIN
Sagt er að hann hafi eitt sinn hrósað Hitler
fyrir morðin á sex milljónum gyðinga, sagt
þau réttmæt. Þá sagðist Amin til í að verða
konungur Skotlands, ef leitað yrði eftir því.
IDI AMIN
■ Þessi alræmdi harðstjóri komst til
valda í Úganda.
2. febrúar
1971
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Síðasta útsöluvika
50% afsláttur
af öllum vörum!
221 listamaður hefur sótt um að-stöðu í Klink og Bank listsmiðj-
unni í Hampiðjuhúsinu í Skipholti.
„Við erum mjög þakklát fyrir
þann mikla áhuga sem starfsemin
hefur fengið,“ segir Nína Magnús-
dóttir í Gallerí Kling og Bang en
hópurinn sem stendur að gallerí-
inu sér um framkvæmd Klink og
Bank verkefnisins með stuðningi
Landsbankans.
„Við auglýstum eftir áhuga-
sömum listamönnum á mánudag-
inn og umsóknunum hefur rignt
inn þannig að nú bíður okkar að
fara skilmerkilega yfir allar um-
sóknirnar og svara fólki. Við
erum tíu sem skoðum þetta og
vonumst til að geta lokið því sem
fyrst svo húsið geti farið að fyll-
ast af lífi.“
Umsækjendur vinna á sviði
myndlistar, tónlistar, leikhúss,
hönnunar og fleira. Nína segir að
þessi mikli áhugi sýni svo ekki
verði um villst að sköpunarkraft-
urinn í íslensku listafólki sé gríð-
arlegur. „Þetta endurspeglar líka
aðstöðuleysi listamanna og við
vonum bara að þetta hafi fjölföld-
unaráhrif og fleiri taki við sér og
fylgi fordæmi Landsbankans. Það
væri mjög skemmtilegt ef fyrir-
tæki sæju sér hag í því að styðja
við bakið á listamönnum í land-
inu.“
Nína gerir ráð fyrir að úthlut-
unarnefndin ljúki störfum í lok
næstu viku en segir það nú þegar
ljóst að ekki muni allir komast að
þó það liggi ekki endanlega fyrir
hversu marga listamenn Hamp-
iðjan geti hýst. ■
■ Jarðarfarir
13.30 Emilía Líf Jónsdóttir, Grænukinn
7, Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.30 Guðmundur Óskar Guðmunds-
son bifvélavirki, Austurbergi 28,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju.
13.30 Jóhanna Bárðardóttir frá Ísafirði
verður jarðsungin frá Neskirkju.
13.30 Sverrir Ósmann Sigurðsson,
Bárugötu 2, Dalvíkurbyggð, verður
jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju.
15.00 Ólöf Álfsdóttir, Háagerði 37,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
kirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík.
Slátrarinn frá Afríku
KJARTAN GUÐJÓNSSON
Eftirminnilegasta afmælisgjöfin er þegar samnemendur hans í Leiklistarskólanum slógu sam-
an í ritsafn Helga Hálfdánarsonar handa honum. Líklega fór stór hluti námslána þeirra í það.
KLING OG BANG
Hópurinn sem standur að galleríinu mun nota næstu viku til að fara yfir umsóknir lista-
manna um að fá að komast að í Klink og Bank listsmiðjunni. Það er þó þegar ljóst
að færri munu komast að en vilja.
Allir vilja komast í klinkið
List
KLINK OG BANK
■ Verkefnið hefur vakið mikla athygli og
á nokkrum dögum sóttu rúmlega 200
listamenn um að fá að vera með.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Á stefnumót
við tannlækni
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R