Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Það má nálgast nánast allt semhugurinn girnist á upp- boðsvefnum www.ebay.com en hann komst meðal annars í heims- fréttir þegar nýra úr manni var boðið þar til sölu. Nú virðist nokk- urs konar íslenskur flóamarkaður hafa myndast á vefnum og varn- ingurinn sem þar er í boði er öllu saklausari. Þannig má til dæmis kaupa lýsistöflur fyrir 20 dollara, Bar- bie dúkku í íslenskum þjóðbún- ingi fyrir 50 dollara en það fylgir sögunni að þessi barbie-dúkka sé afkomandi víkinga og það megi sjá merki þess á klæðnaði henn- ar. Þá er ekki minni fengur í ís- lenskri þýðingu bókarinnar Mr Murder, eða Slátrarinn, eftir Dean Koontz. Bókin kom út hjá Skjaldborg árið 1994 og þetta til- tekna eintak er áritað af höfundi. Bók Jónasar Þórs um landnám Ís- lendinga í Vesturheimi fæst keypt á 16 dollara og hljómplatan Jack Magnet með Jakob Magnús- syni er seld á 3,20 pund í góðu ásigkomulagi. Íslenska ullin er áberandi í vöruúrvalinu en þarna fást ullar- sokkar fyrir 14 dollara, skandin- avísk herrapeysa frá hinu heillum horfna Sambandi, vissulega safn- gripur fyrir þá sem sakna gamla SÍS. Hetjuljómi víkingana er væn- legur til markaðssetningar eins og sést svo best á Icelandic True Viking rakspíranum sem er seld- ur í eftirlíkingu af drykkjar- horni. ■ Uppboð ÚRVAL ÍSLENSKS VARNINGS ■ á uppboðsvefnum eBay er fjöl- skrúðugt og gefur skemmtilega mynd af þeim magnaða suðupotti sem íslensk menning er. ... fær Sophia Hansen fyrir að gefast aldrei upp. ÍSLENSKAR KONUR Í ferðaauglýsingu frá 1906. Það er varla hægt að segja að þessi auglýsing um siglingar á milli landa gefi forsmekkinn af seinni tíma auglýsingum Flugleiða en hún er engu að síður skemmtileg og fæst keypt á fjóra dollara. Veljum íslenskt á Netinu í dag Allt um Survivor All-Stars Viggo og Baltasar í Hollywood Arnold aflífar í fyrsta sinn Það er nú svo langt síðan að églék í myndinni að ég var eigin- lega búinn að gleyma henni,“ seg- ir Þröstur Leó Gunnarsson leikari um spennumyndina Third name, eða Þriðja nafnið, eftir Einar Þór Gunnlaugsson en hún verður frumsýnd í Laugarásbíói þann 13. febrúar. Þriðja nafnið fjallar um ungan erlendan ofurhuga sem tekur upp á því að stela skipi á Íslandi. Hann tekur einnig áhöfn og farþega sem gísla. Maðurinn heimtar að fá að tala við fyrrverandi kærustu sína. Þegar lögreglan hefur sam- band við stúlkuna segist hún aldrei hafa heyrt hans getið. „Það eru tvö ár síðan við tókum þetta en ég man að ég lék húsvörð í félagsheimili sem lögreglan not- ar fyrir samskiptamiðstöð og er í sambandi við mannræningjann þaðan,“ segir Þröstur Leó. „Hjalti Rögnvaldsson lék í flestum atrið- unum með mér og við vorum hálf- gert teymi í myndinni. Elma Lísa Gunnarsdóttir lék kærustu mannsins.“ Á heimasíðu myndarinnar www.thirdname.com kemur fram að myndin er gerð eftir svokölluð- um deltareglum sem eru sniðnar að stafrænni kvikmyndagerð. Er myndin þá í einhvers konar dogmastíl? „Ég veit það ekki alveg,“ segir Þröstur Leó, „ég hef ekki séð hana og veit ekkert hvernig þetta kem- ur út. Hún var gerð fyrir lítinn pening og ég var hálfpartinn bú- inn að afskrifa hana.“ Deltareglurnar kveða á um að aðalatburðarásin megi aðeins eiga sér stað á tveimur tökustöðum en sú krafa á að reyna á handritshöf- unda og skila sér einnig í lægri framleiðslukostnaði. Þá mega tök- ur aðeins standa yfir í fjórar vik- ur og höfuðáherslan er því lögð á undirbúning og æfingar. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Moses Rockman, Hjalti Rögn- valdsson, Glenn Conroy, Þröstur Leó Gunnarsson og Guðfinna Rúnarsdóttir fara með helstu hlutverk í myndinni en ein delta- krafan krefst þess að í það minnsta tvö tungumál séu töluð í myndinni meðal annars til þess að auka á fjölbreytnina. Þriðja nafnið var tekin á Íslandi síðla árs 2001 og eftir- vinnsla fór fram á Íslandi og í Rússlandi árið 2002 en það er fyrst núna sem hún fer í almennar sýningar hérlendis en fjárskortur hefur væntanlega ráðið mestu um tafirnar en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ekki hafi enn verið gert upp við alla þá sem komu að gerð myndarinnar. ■ Myndin sem gleymdist frumsýnd HJALTI RÖGNVALDSSON Er einn þeirra íslensku leikara sem koma fram í Þriðja nafninu. Spennumynd sem fjallar um mann sem rænir skipi frá afskekktu sjávarþorpi og krefst þess að fá að tala við fyrrum kærustu sína. Ef við höldum svona áfram getum við bráðum fengið vinnu sem útkastarar! Við þurfum þá að redda okkur einhverjum kúl götunöfnum! Ég held að mitt verði Fituklumpur... Rocky Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. RÚV. Brynjólfur Bjarnason. Tinni. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 borð, 6 upphaf, 7 lík, 8 ármynni, 9 elskar, 10 kasta upp, 12 rödd, 14 hnoðri, 15 þegar, 16 rothögg, 17 vætu, 18 beinir að. Lóðrétt: 1 vel heima, 2 hellti úr sér, 3 bardagi, 4 ástúðleg, 5 stuldur, 9 fæða, 11 afkimi, 13 kögur, 14 sjáðu til, 17 rykkorn. Lausn: Lárétt: 1fjalir, 6rót,7ná,8ós,9ann,10 æti,12alt,14ský,15er, 16ko,17aga, 18otar. Lóðrétt: 1fróð,2jós,3at,4innileg,5 rán,9ala,11skot,13traf, 14sko,17ar. Það hefur að vonum vakiðnokkra athygli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, skuli vera fjarverandi þeg- ar 100 ára afmæli heim- stjórnar á Ís- landi er fagnað. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segist á vefsíðu sinni hafa orðið var við það að fjölmiðlamenn hafi þótt þessi fjarvera sæta tíðindum. Ráðherrann tekur undir það í þessu felist vissulega ákveðin tíðindi þegar „litið er til sögu ríkisráðs- ins og stjórnar- ráðsins“ en bendir jafn- framt á að þetta sé ekki einsdæmi. „Sagan geymir ýmis dæmi um að handhafar for- setavalds sitji ríkisráðsfundi. Í stjórnarráðssögunni, sem út kemur í dag, er til dæmis mynd frá því fyrir um það bil 40 árum, sem sýnir ríkisráðið undir for- sæti Birgis Finnssonar, þáver- andi forseta sameinaðs alþingis, en honum til vinstri handar situr Þórður Eyjólfsson, forseti hæsta- réttar, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á hægri hönd Birgis.“ Björn treystir sér ekki til að fullyrða að þetta hafi ekki gerst aftur fyrr en nú en telur það þó líklegt. Þriðja nafnið EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON ■ tók þessa spennumynd upp á Íslandi árið 2001. Hún ratar nú loks í kvikmyndahús í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.