Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN KROPPUR Samvinnufélag útgerðarmanna í Nes- kaupstað færði bænum að gjöf þann búnað sem er í líkamsræktarstöðinni. Austurland: Kroppurinn vel sóttur LÍKAMSRÆKT Frá því að líkams- ræktarstöðin Kroppurinn var opnuð í Neskaupstað 10. nóvem- ber síðastliðinn eru um 4000 kom- ur þangað. Að sögn Víglundar Gunnarssonar sem sér um rekst- ur stöðvarinnar eru 40–70 komur á dag og er hann ánægður með að- sóknina. Það var Samvinnufélag útgerð- armanna í Neskaupstað sem færði bænum að gjöf þann búnað sem er í líkamsræktarstöðinni. Gjöfin var gefin í tilefni 60 ára afmælis sundlaugarinnar í Neskaupstað og er þessum tækjum ætlaður staður í framtíðarhúsnæði sundlaugar- innar sem byggt verður á næstu árum. Í gjafabréfinu segir að það sé því von stjórnar SÚN að þessi tæki muni skjóta enn fleiri stoð- um undir starfsemi sundlaugar- innar í framtíðinni og verða gest- um hennar til gagns og ánægju. Þetta er þriðja líkamsræktar- stöðin sem rekin er í Neskaupstað en sú eina sem starfar núna. Hin- ar voru Kroppakjör og Nýung. ■ OFSAAKSTUR Nítján ára piltur var tekinn á 160 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi seint á föstudagskvöld. SNJÓFLÓÐ TAFÐI UMFERÐ Lítið snjóflóð féll fyrir munna Stráka- ganga Siglufjarðarmegin í fyrra- dag og tafði umferð. Flóðið var um metri á þykkt og um einn og hálfur metri á breidd. Hríð og frost var á Siglufirði. ÞRÍR FLUTTIR Á SLYSADEILD Árekstur tveggja bíla varð á Vesturlandsvegi á veginum við Grundartanga á laugardaginn. Þrír voru fluttir á slysadeild. STRANDAGLÓPAR Björgunarsveit á höfuðborgarsvæðinu fór til að sækja ungt fólk út í Akurey í fyrradag eftir að gúmmíbátur sem þau voru á bilaði. Ekkert amaði að fólkinu sem gat látið vita af sér í gegnum farsíma. SJÁVARÚTVEGUR Landssamband smábátaeigenda hefur í nokkurn tíma barist gegn aukinni notkun flottrolls við síldar- og kolmunna- veiðar. Í Fréttablaðinu á laugardaginn lýsti Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og einn helsti sérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, efasemdum um veiðar á uppsjáv- arfiski í flotvörpu. Landssamband smábátaeiganda benti á vandann á aðalfundi sínum fyrir rúmu ári síðan. „Það sjá allir sem þora að vera heiðarlegir að þessi stóru troll sem dregin eru heilu og hálfu sól- arhringana, veiða ýmislegt annað en síld og kolmunna,“ segir í ályktuninni. „Það er undarlegt meðan stjórnendur fiskveiða á Ís- landi telja sig vera að byggja upp fiskistofna, fái þessar veiðar að viðgangast athugasemdalaust. Allir þeir sem gætu breytt þessu brjálæði, loka augunum og þykj- ast ekkert vita. Þetta má ekki einu sinni ræða. Fundurinn krefst þess að allar flottrollsveiðar innan 50 mílna verði bannaðar þangað til sannað verði opinberlega með rökum að ekki séu árlega tugir eða hundruð tonna af þorskseið- um og fleiri tegundum fiska sett í bræðslu eða dælt hökkuðu í sjó- inn. Þetta þolir enga bið.“ ■ Heimskir strákar: Ekki lengur í boði NEW YORK, AP Þrjár bandarískar verslanakeðjur hafa neitað að selja meira af bolum með áritun- um á borð við „Strákar eru heimskir - hendum steinum í þá“ og „Heimskuverksmiðjan - þar sem strákar verða til“ eftir mikil mótmæli. Bolir með áritununum og teikningum hafa selst vel um tveggja ára skeið en eftir að vin- sæll þáttastjórnandi í útvarpi sá þá og gerði að umræðuefni, hefur mótmælunum rignt inn. „Ef einhverjum finnst þetta ekki fyndið þá geta þeir sleppt því að kaupa bolina,“ segir hönnuður- inn, Todd Goldman. ■ Landssamband smábátaeigenda hefur áhyggjur af notkun flottrolla: Segja stjórnvöld með augun lokuð VIÐ VEIÐAR Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hefur lýst yfir efasemdum um notkun flotvörpu. ■ Lögreglufréttir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.