Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 1
BAGDAD, AP Bandaríkin hafa notað sér upplýsingar, sem fengnar eru frá yfirheyrslum yfir Saddam Hussein, til þess að hafa hendur í hári uppreisnarmanna í Írak. Þetta fullyrðir háttsettur maður í bandaríska hernum, sem þó vill ekki láta nafns síns getið. Yfirmenn í bandaríska hernum telja að um það bil fjórtán hópar af stuðningsmönnum Saddams séu starfandi í höfuðborg Íraks, að því er fyrrgreindur yfirmaður segir. Í þessum hópum eru um það bil 250 til 300 manns í innsta kjarna. Yfirmaðurinn segir að bæði þau skjöl, sem fundust um leið og Saddam var handtekinn, og upp- lýsingar sem fengist hafa í yfir- heyrslum, hafa gagnast banda- rískum hermönnum við að trufla starfsemi þessara uppreisnarhópa og rekja fjármál þeirra. Hann vildi þó ekki greina frá því hvaða upplýsingar Saddam hafi gefið við yfirheyrslurnar. Bandarískir hermenn handtóku Saddam 13. desember síðastliðinn. Yfirmenn hersins hafa áður skýrt frá því að skjöl, sem fundust við handtökuna, hafi komið að gagni. Þeir hafa hins vegar ekki fyrr en nú fullyrt neitt um það, að yfir- heyrslur yfir Saddam hafi leitt af sér nothæfar upplýsingar. Bandaríski herinn er með 26 bækistöðvar í Bagdad, höfuðborg Íraks. Stefnt er að því að fækka þeim niður í átta fyrir miðjan apr- ílmánuð. „Írakar eru ánægðir með ör- yggið, þeir kunna að meta sam- starfið, en ég held ekki að margir þeirra vilji hafa okkur hérna alltaf,“ sagði Mark Hertling, einn yfirmanna bandaríska hersins þar í borg. „Þeir vilja að eigin öryggis- sveitir taki við.“ Um það bil 8000 íraskir lög- reglumenn eru nú að störfum í Bagdad, ásamt um það bil 6000 íröskum varnarliðsmönnum. Bandaríski herinn telur að ekki færri en 19.000 lögreglumenn þurfi að vera að störfum í Bagdad. Enn streyma erlendir stríðs- menn til landsins, flestir koma þeir í gegnum Sýrland. Í síðustu viku týndu tveir Jemenbúar og einn Eg- ypti lífinu í skotbardaga við banda- ríska hermenn í Bagdad. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR HEIMAFÆÐINGAR Félag áhugafólks um heimafæðingar heldur fund klukkan 20 í Kvennagarði á 4. hæð í Kjörgarðs- húsinu við Laugaveg 59. Verðandi foreldr- ar eru sérstaklega boðnir velkomnir DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VAXANDI VINDUR Þykknar upp í Reykjavík þegar líður á daginn og vindur fer heldur vaxandi. Hvasst síðdegis á Vest- fjörðum og norðvestan til á landinu annars hægari. Hægt hlýnandi veður. Sjá síðu 6. ● fóð ráð ● rúður sem gráta ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Tekur skáldin með í sófann Anna Kristine Magnússon: 2. febrúar 2004 – 32. tölublað – 4. árgangur ● 39 ára í dag Kjartan Guðjónsson: ▲ SÍÐA 16 Hittir tannlækninn ● frumsýnd í febrúar Þriðja nafnið: ▲ SÍÐA 30 Myndin sem gleymdist HÆTTA Á HEIMSFARALDRI Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir ástæðu til fylgj- ast vel með þróun fuglaflensunnar. Ef veiran breytist og fer að smitast frá manni til manns er hætta á heimsfaraldri. Sjá síðu 2 HARMLEIKUR Í MINA Nærri 250 manns tróðust undir og týndu lífi við trúar- lega athöfn í gær í bænum Mina, sem er næsti bær við Mekka í Sádi-Arabíu. Álíka margir særðust. Sjá síðu 2 FLUTT NAUÐUG TIL LÍBANON Nítján ára stúlka var flutt nauðug til Líbanon þar sem hún var látin giftast manni. Henni var haldið í Líbanon í 28 daga og misnotuð kynferðislega. Sjá síðu 4 REYKJAVÍKURSAMKOMULAG For- menn allra vinstri grænna flokka á Norður- löndunum hafa með svokölluðu Reykjavík- ursamkomulagi stofnað norrænt bandalag flokkanna. Sjá síðu 10 HÁTÍÐARHÖLD Davíð Oddsson for- sætisráðherra lagði blómsveig að leiði Hannesar Hafstein í Suðurgötukirkjugarði í gær í til- efni þess að hundrað ár voru liðin frá því að Íslendingar fengu heimastjórn. Fjölmargir afkomendur Hann- esar Hafstein voru viðstaddir at- höfnina í kirkjugarðinum og var þeim boðið til kaffisamsætis á Hótel Borg að henni lokinni. Fyrr um daginn voru fyrstu eintök nýrrar sögu Stjórnarráðs- ins afhend forsætisráðherra. Rit- stjóri verksins er Sumarliði Ís- leifsson sagnfræðingur. Í gærkvöldi var haldin hátíð í Þjóðmenningarhúsinu þar sem forsætisráðherra flutti ræðu um stofnun heimastjórnarinnar og Stjórnarráðs Íslands. Þar komu einnig fram fjölmargir listamenn og fluttu ljóð og tónlist í tilefni dagsins. Dagskráin var sýnd beint í ríkissjónvarpinu. Í ræðu sinni gerði Davíð meðal annars að umfjöllunarefni að sumir stjórnmálamenn hefðu þann ósið að tala um Ísland sem örríki. „Við erum að sönnu hvorki mörg eða mikilvæg á heimsvísu, en svona volæðistal er óþarft með öllu og meðan aðrir tala ekki svona til okkar getum við sleppt því að gera það sjálf,“ sagði Davíð. Í Sjónvarpinu var einnig frum- sýnd ný heimildarmynd um stofn- un Stjórnarráðsins í gær. Áfram verður haldið upp á ald- arafmæli heimastjórnar meðal annars með sýningum og ritgerð- arsamkeppni framhaldsskóla- nema þar sem þrír höfundar hljóta eitt hundrað þúsund króna peningaverðlaun. ■ Saddam Hussein veitir upplýsingar Yfirmaður í bandaríska hernum fullyrðir að Saddam Hussein hafi veitt gagnlegar upplýsingar í yfirheyrslum. Með hjálp þeirra hefur tekist að trufla starfsemi stuðningsmanna Saddams. Hátíðarhöld vegna hundrað ára afmælis heimastjórnarinnar: Afmæli heimastjórnar fagnað DAVÍÐ ODDSSON Í HÓLAVALLAKIRKJUGARÐI VIÐ SUÐURGÖTU Forsætisráðherra lagði blómsveig að leiði fyrsta ráðherra Íslands, Hannesar Hafstein, og flutti stutt ávarp. Fídel Kastró: Sakar Bush um samsæri HAVANA, AP Fídel Kastró sakar Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta um að hafa lagt á ráðin með kúbverskum flóttamönnum í Mi- ami um að myrða sig. Þetta kom fram í fimm og hálfs klukkutíma ræðu Kastró á föstu- daginn. Ásökunum Kastró fylgdi enginn efnislegur rökstuðningur en hann kvaðst mundu kjósa dauða í orrustu ef Bandaríkja- menn réðust á Kúbu. Vitað er að stjórnvöld í Banda- ríkjunum gerði tilraunir til þess að myrða kommúnistaleiðtogann eftir valdarán hans í byltingunni árið 1959. Árið 1976 voru sett lög í Bandaríkjunum sem bönnuðu morð- tilraunir á erlendum leiðtogum á vegum bandarískra stjórnvalda. ■ Það besta í bílnum bílar o.fl. Herbert Guðmundsson: ▲SÍÐUR 18–19 BANDARÍSKIR HERMENN Í BAGDAD Bandaríski herinn hefur í nógu að snúast í Írak, þrátt fyrir misjafnar vinsældir meðal heimamanna. ● góð ráð ● fire cat FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.