Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 Það besta í bílnum: Góð sæti og þýður í akstri VIÐ RÁÐHÚSIÐ Blaðið er tileinkað Freelander-jeppanum og Íslandi. Hér sést jeppinn fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Nýjasta tölublað Land Rover: Tileinkað Freelander og Íslandi Í nýjasta tölublaði Land Rover,sem er tileinkað nýjum Freelander-jeppa, er íslenskt landslag víða notað í bakgrunni. Einnig er fjallað umtalsvert um Ísland í blaðinu. Blaðinu er dreift til 250 landa og er þetta því ákaf- lega góð landkynning. Á forsíðu blaðsins má sjá jepp- ann fyrir utan Ráðhúsið í Reykja- vík og í umfjöllum um miðborg- ina sést jeppinn fyrir utan veit- ingastaðinn 22. Einnig sést hon- um bregða fyrir við Geysi í Haukadal. ■ Bandarískir bílaframleiðendur: Ráða hetjur- nar frá Írak Bandarískir bílaframleiðendurog samtök bílasala ætla að leggja sitt af mörkum til hjálpa þeim hermönnum sem koma úr herþjónustu í Írak að aðlagast hefðbundu lífi með því að ráða þá á bílaverkstæði sín. Talið er að um þúsundir starfa sé að ræða. Mikill skortur hefur verið á starfskröftum á bílaverk- stæði með þeim afleiðingum að þeir sem þegar starfa í faginu hafa hækkað gífurlega í launum. Ráðningarátakið kallast „Hire the Heros“, eða „Ráðið hetjurnar“. ■ ENGAR HENDUR Nýr Toyota Prius með búnaði sem leggur bílnum sjálfkrafa í stæði, kom nýverið á markað í Japan. Hér sést starfsmaður Toyota sleppa höndunum af stýrinu í þann mund sem tölvan bakkar bílnum í nærliggjandi stæði. Herbert Guðmundsson, tónlist-armaður, íssali og bókasölu- maður, ekur um á svörtum Benz SE 220 sem hann keypti sér fyrir tveimur árum. „Það er eiginlega allt best í honum,“ segir Herbert og hlær. „Það var búinn að vera draumur að eignast Benz og svo loksins lét ég verða af því. Ég var búinn að eiga Lödu og alla Toyota-familí- una.“ Herberti finnst ákaflega þægilegt að sitja í bílnum og nefn- ir einnig hljóðeinangrunina sem góðan kost. „Það besta við bílinn er eiginlega hvað hann gerir vel við mig úti á vegum. Sætin eru góð og hann er þýður.“ Herbert segist vera áhugamað- ur um bíla en ekkert sjúkur sem slíkur. „Ég fylgist með og vil meina að Benzinn sé bestur. Ég stefni á að fá mér nýrri Benz í framtíðinni, svolítið fullkominn, svartan og með góðum græjum.“ Herbert starfar um þessar mundir sem sölu- og markaðs- stjóri fyrir Vegahandbókina og er búinn að keyra um allt land síðan í september til að kynna bókina. Hefur bíllinn því komið að mjög góðum notum á löngu og ströngu ferðalaginu. „Þú lifir ekki á ísnum á veturna. Ég er búinn að sjá um ensku og íslensku Vegahandbók- ina í nokkur ár. Þetta er rosa- hringur því ég þarf að þræða allt landið. Núna á ég Suðurnesin og Vestmannaeyjar eftir og svo Reykjavík, Kópavog og Hafnar- fjörð,“ segir Herbert. „Þetta er gefandi starf. Ég var í bókasölu í gamla daga og þetta er framhald af því. Maður þekkir annan hvorn kjaft á landinu. Þetta er orðið voða mikið svona persónuleg sam- bönd,“ segir hann að lokum og brunar af stað. ■ HERBERT Bíllinn gerir vel við Herbert úti á vegum enda nauðsynlegt fyrir mann í hans starfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.