Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 10
10 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Kristin Halvorsen, for-
maður Sósíalíska vinstri flokks-
ins í Noregi, sat stofnfund nor-
ræns bandalags vinstri grænna á
Nordica-hóteli í gær. Flokkur
hennar vann mikinn sigur í síð-
ustu kosningum í Noregi og fékk
um 13% atkvæða. Kristin segir
fylgisaukninguna sýna að norsk-
ir kjósendur séu reiðubúnir að
styðja hreyfingu sem berst gegn
hægri öflunum sem hafi verið
við völd, en Sósíalíski vinstri
flokkurinn hefur unnið mikið að
velferðar- og menntamálum.
Kristin telur að Noregur gangi
ekki í Evrópusambandið á næstu
árum.
„Ég tel að Noregur eigi eftir
að standa utan ESB í mörg ár og
held að í því felist miklir mögu-
leikar fyrir landið og það verði
áhugi á að nýta betur þá mögu-
leika í framtíðinni. Staða Íslands
og Noregs er sérstök, meðal ann-
ars vegna EES-samningsins. Að
mínu mati hafa löndin mikla
möguleika á að láta sameiginlega
til sín taka á alþjóðavettvangi og
leggja þannig áherslu á mál sem
kunna ekki endilega að vera í
takt við stefnu Evrópusambands-
ins,“ segir Kristin. ■
Norrænir vinstri grænir héldusameiginlegan fund á Nor-
dica- hóteli í gær, þar sem spjót-
unum var meðal annars beint að
Evrópumálunum. Með undirritun
svokallaðs Reykjavíkursamkomu-
lagsins stofnuðu formenn allra
flokkanna norrænt flokksbanda-
lag og samþykkt var pólitísk
stefnuyfirlýsing sem samstarfið
byggist á. Stofnun bandalagsins
hefur lengi verið í undirbúningi,
en Norðmenn hafa tekið að sér að
gegna formennsku fyrsta starfs-
árið.
Steingrímur J. Sigfússon und-
irritaði samkomulagi fyrir vinstri
græna á Íslandi, Aulis Ruuth fyrir
Vinstra bandalagið í Finnlandi,
Ingrid Burman fyrir Vinstri
flokkinn í Svíþjóð, Kristin Halvor-
sen fyrir Sósíalíska vinstri flokk-
inn í Noregi og Holger K. Nielsen
fyrir Sósíalíska þjóðarflokkinn í
Danmörku.
„Markmiðið er að styrkja og
formbinda margvíslegt samstarf
flokkanna sem munu standa að
sameiginlegum ráðstefnum og
fundum. Með norrænu bandalagi
gefst flokkunum tækifæri til að
láta til sín taka í alþjóðlegu sam-
starfi og skapa vettvang til að
ræða sameiginleg áherslumál,“
sagði Ingrid Burman á blaða-
mannafundi sem boðaður var
vegna undirritunarinnar.
Í pólitískri stefnuyfirlýsingu
norrænu vinstri grænu flokkanna
er lögð áhersla á hefðbundin vel-
ferðarmál í anda þess besta að nor-
rænni fyrirmynd. Megináhersla er
á fólk og umhverfi þess og meðal
helstu markmiða er að tryggja frið
og stöðugleika á Norðurlöndunum,
í Evrópu og heiminum öllum.
Flokkarnir vilja ennfremur stuðla
að frelsi og jafnrétti kynjanna og
alþjóðasamstöðu. Þá telja þeir að
styrkja og breyta verði skipulagi
Sameinuðu þjóðanna þannig að
ákvörðunartaka stofnunarinnar
leiði til friðsamlegra lausna.
„Flokkarnir eiga það sameigin-
legt að vera á vinstri kantinum og
leggja áherslu á umhverfismál og
auk þess eiga Norðurlöndin sem
slík margt sameiginlegt. Þetta
tvennt gerir flokkunum ekki síst
kleift að mynda norrænt bandalag.
Það sem gerir samstarfið líka
spennandi er það sem flokkarnir
eru ósammála um, til dæmis af-
staðan til Evrópusambandsins. Ég
tel mikilvægt að skapa þennan
grundvöll til að flokkarnir geti
starfað saman,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs.
Norrænir vinstri grænir stefna
að því að funda saman að minnsta
kosti einu sinni á ári og sérstök
framkvæmdanefnd skipuleggur
starfið. Sameiginlegar ráðstefnur
verða fyrirhugaðar þar sem
spennandi viðfangsefni verða tek-
in fyrir. Í þremur af fimm Norður-
löndum eru vinstri flokkarnir jafn-
framt helstu umhverfisverndar-
flokkarnir, á Íslandi, í Noregi og í
Danmörku.
„Í Svíþjóð og í Finnlandi er
staðan svolítið önnur þar sem
grænir flokkar umhverfisverndar-
sinna eru jafnframt vinstri flokk-
unum inni á þingi. Engu að síður
eru bæði finnski og sænski flokk-
urinn að leggja aukna áherslu á
umhverfismál og því fögnum við
auðvitað,“ segir Steingrímur.
bryndis@frettabladid.is
STOFNUN NORRÆNS BANDALAGS
Formenn allra flokka vinstri grænna á Norðurlöndunum fögnuðu stofnun norræns bandalags á Nordica-hóteli í gær.
Með bandalaginu er markmið flokkanna að láta til sín taka í alþjóðlegu samstarfi.
VINNUVÉLADEILD
RAUÐI KROSSINN
Reykjanesbær tekur við umönnun og
þjónust við hælisleitendur af Rauða kross-
inum.
Aðstoð við
hælisleitendur:
Spennandi
verkefni
FÉLAGSMÁL „Þetta er nokkuð sem
við hlökkum til að taka við og er
mjög spennandi verkefni til við-
bótar þeirri félagsþjónustu sem
við höfum fyrir í bænum,“ segir
Hjördís Árnadóttir, félagsmála-
stjóri í Reykjanesbæ. Sveitar-
félagið er að taka við umönnun og
þjónustu við hælisleitendur af
Rauða krossinum.
Upphaflega stóð til að Rauði
krossinn léti af starfinu um ára-
mót en Reykjanesbær fékk hann
til að halda því áfram þar til
starfsmaður hefði verið ráðinn
sem heldur utan um starfið. Hann
tekur við starfinu núna í byrjun
febrúar og þá flyst verkefnið á
Reyknesinga. ■
KRISTIN HALVORSEN
Formaður Sósíalíska vinstri flokksins í
Noregi segir að Ísland og Noregur geti
sameiginlega látið til sín taka á alþjóða-
vettvangi.
Markmiðið að styrkja
alþjóðlegt samstarf
Formenn allra vinstri grænna flokka á Norðurlöndunum undirrituðu svokallað
Reykjavíkursamkomulag um stofnun bandalags á Nordica-hóteli í gær.
Umhverfisvernd, félagshyggja og alþjóðahyggja höfð að leiðarljósi.
EITT ÁR FRÁ SLYSINU
Minningarathöfn vegna þeirra sem fórust
með Columbia-geimskutlunni 1. febrúar í
fyrra var haldin á Kennedy-geimferða-
stofnuninni í Flórída í gær.
Formaður norska Sósíaslíska vinstri flokksins um Ísland og Noreg:
Hafa mikla mögu-
leika utan ESB
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Formaður vinstri grænna segir að það sem
geri samstarfið spennandi sé ekki hvað síst
það sem flokkarnir séu ósammála um,
til dæmis afstaðan til ESB.