Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 24
24 2. febrúar 2004 MÁNUDAGURBorðtennis Evrópumótið í handbolta: Danir fengu brons HANDBOLTI „Leikmennirnir voru vonsviknir í gær en þeir hafa staðið sig frábærlega allt mótið svo það var engin ástæða til að hengja haus eftir tapið fyrir Þjóð- verjum,“ sagði Torben Winther, þjálfari danska landsliðsins. Dan- ir unnu til bronsverðlauna annað Evrópumótið í röð. Þeir unnu heimsmeistara Króata 31-27 í leiknum um þriðja sætið í gær. „Leikmennirnir voru frekar fljótir að ná sér að nýju og þeir vildu ná í verðlaunapening,“ sagði Winther sem telur að markvarsla Kasper Hvidt hafi haft úrslita- áhrif í mótinu. „Enginn vinnur án góðs markvarðar og okkar mark- maður er meðal þeirra bestu á mótinu.“ Danir höfðu frumkvæði í annars jöfnum fyrri hálfleik og leiddu 15- 14 í hléi. Leikurinn var í svipuðum farvegi fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks en þá stungu Danir af. Þeir skoruðu átta mörk gegn einu á níu mínútna kafla og setti Søren Stryger fimm af mörkum þeirra. Á þessum kafla munaði mikið um að Króatinn Niksa Kaleb fékk fjög- urra mínútna brottvísun, tvær mín- útur fyrir að brjóta á Claus Møller Jakobsen og aðrar tvær mínútur fyrir að mótmæla brottvísuninni kröftuglega. Lars Christiansen skoraði níu mörk fyrir Dani, Søren Stryger skoraði sex mörk, Joachim Bould- sen, Klavs Bruun-Jørgensen og Michael Knudsen fjögur hver, Kasper Nielsen tvö og Lars Jørg- ensen og Lars Krogh Jeppesen eitt mark hvor. Blazenko Lackovic skoraði átta sinnum fyrir Króata, Ivan Vukas og Mirza Dzomba fimm sinnum hvor, Niksa Kaleb og Igor Vori þrisvar og Tonci Valcic, Slavko Goluza og Denis Spoljaric einu sinni hver. ■ Þjóðverjar Evrópu- meistarar í fyrsta sinn Þjóðverjar sigruðu gestgjafa Slóvena með fimm marka mun í úrslitaleik HANDBOLTI „Í fyrsta lagi langar mig til að þakka leikmönnum mínum fyrir að sýna hugrekki í mótinu,“ sagði Heiner Brand, eftir sigur Þjóðverja á Evrópumótinu í hand- bolta. „Þeir sönnuðu að þeir geta haldið ró sinni og að þeir geta leik- ið eins og lið. Við sigruðum í úr- slitaleiknum og stærsti draumur okkar rættist með sigrinum,“ sagði Brand. Þjóðverjar sigruðu gestgjafa Slóvena 30-25 í úrslitaleik Evrópu- mótsins í Ljubljana í gær. Sigur Þjóðverja var sannfærandi og þeir höfðu gott forskot á Slóvena allan tímann. Þjóðverjar náðu fljótlega forystunni og juku forskotið jafnt og þétt fram að hléi. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 10-5 fyrir Þjóðverja og í leikhléi var hún orðin 16-10. Slóvenar áttu sinn besta kafla í upphafi síðari hálf- leiks og minnkuðu muninn í 21-18 þegar tæpar átján mínútur voru til leiksloka. Þjóðverjar svöruðu því með þremur mörkum og áttu Sló- venar aldrei möguleika á að vinna upp þennan mun. Florian Kehrmann skoraði 30. og síðasta mark Þjóðverja en Renato Vu- grinec og Zoran Lubej löguðu stöð- una fyrir Slóvena með tveimur síð- ustu mörkum leiksins. „Það var ánægjulegt að sigra í úrslitaleik,“ sagði Daniel Stephan, fyrirliði þýska liðsins. „Við töpuð- um síðustu tveimur úrslitaleikjum en núna var enginn vafi á því að við vorum með besta liðið í Evrópu- mótinu og við sönnuðum það með frábærri frammistöðu í úrslita- leiknum,“ sagði Stephan. „Það hef- ur verið gaman að leika hér í stemmningunni í Ljubljana, fyrir framan fjölda áhorfenda og það var frábært að sjá framkomu sló- vensku stuðningsmannanna eftir leikin.“ Florian Kehrmann var marka- hæstur Þjóðverja með níu mörk. Daniel stephan skoraði átta, Pascal Hens sex, Torsten Jansen, Christi- an Schwartzer og Volker Zerbe tvö mörk hver og Christian Zeitz eitt. Renato Vugrinec skoraði sex af mörkum Slóvena, Vid Kavticnik fimm, Zoran Lubej og Uros Zorm- an fjögur hvor, Ales Pajovic þrjú og Andrej Kastelic, Ivan Simonovic og Tomaz Tomsic eitt mark hver. ■ A-LANDSLIÐIÐ Leikur við Ítali í undankeppni HM 2005 Undankeppni HM 2005: Íslendingar leika við Ítali HANDBOLTI Íslendingar leika við Ítali í undankeppni heimsmeist- aramótsins í handbolta. Leikirnir við Ítali fara fram síðustu helgina í maí og fyrstu helgina í júní og verður fyrri leikurinn ytra. Loka- keppnin fer fram í Túnis í byrjun næsta árs. Úkraínumenn mæta Rússum í undankeppninni en þjóðirnar mættust í riðlakeppninni á Evr- ópumótinu í Slóveníu fyrir tíu dögum og unnu Rússarnir 29-27. Portúgalar og Tékkar drógust ein- nig saman í undankeppni HM en báðar þjóðirnar léku á EM í Sló- veníu sem lauk í gær. Tvær aðrar EM-þjóðir, Pólverjar og Svíar, leika í undankeppninni í vor. Bengt Johansson hefur lýst því yfir að hann vilji stjórna Svíum í leikjunum og skilja við sænska landsliðið í tryggu sæti á stór- móti. Staffan Olsson leikur líklega ekki með Svíum en ekki er ljóst hvort Magnus Wislander verður með. Norðmenn fengu erfitt verk- efni. Þeir leika við Ungverja sem komust í milliriðil á EM í Slóven- íu. Serbar og Svartfellingar leika við nágranna sína Makedoníu- menn sem töpuðu fyrir Ungverj- um í tveimur hörkuleikjum í und- ankeppni EM. Spánverjar leika við Letta, Frakkar við Slóvaka og Svisslendingar leika við Grikki. Arno Ehret, þjálfari Svisslend- inga, er mjög sáttur með það. ■ LEIKIR Í UNDANKEPPNI HM 2005 Portúgal - Tékkland Noregur - Ungverjaland Grikkland - Sviss Úkraína - Rússland Pólland - Svíþjóð Lettland - Spánn Slóvakía - Frakkland Makedonía - Serbía/Svartfjallaland Ítalía - Ísland HANDBOLTI „Ég er ánægður með að við sigruðum en það sem skiptir mestu mál er að við notuðum leik- inn sem fyrsta undirbúning okkar fyrir Ólympíuleikana í Aþenu,“ sagði Vladimir Maximov, þjálfari Rússa. „Ég vona að við sjáum miklu sterkara Rússland í ágúst.“ Rússar unnu Frakka 28-26 í leiknum um fimmta sætið á Evr- ópumótinu í handbolta. Sigurinn færði Rússum sæti á EM á 2006 en Frakkar þurfa að taka þátt í undankeppninni. Claude Onesta, þjálfari Frakka, var ekki eins upplits- djarfur. „Ef þetta er það sem við getum í leik sem skiptir máli á ég erfitt með að átta mig á því hvern- ig þetta verður í framtíðinni. Ég held að liðið mitt geti leikið miklu betur en það hefur gert í mótinu. Rússarnir verðskulduðu sigurinn í dag,“ sagði Onesta. Rússarnir voru ákveðnari í upphafi leiks og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Frakkar tóku þá við sér og komust yfir, 7-6, með marki Joel Abati þegar rúmar sextán mínútur voru liðnar af leiknum. Rússar leiddu 14-11 í hléi og bættu við forskotið á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Þá færðu Frakkar línumanninn Bertrand Gille í skyttustöðu og náði hann að jafna leikinn í 20-20 þegar tæpar sautján mínútur voru eftir. Rússarnir náðu aftur frum- kvæðinu og leiddu með einu til þremur mörkum til leiksloka. Vitaly Ivanov skoraði átta af mörkum Rússa, Eduard Koks- harov og Denis Krivoshlykov skoruðu fimm mörk hvor, Alexey Rastvortsev og Mikhail Chipurin fjögur hvor og Alexander Tuchkin og Alexander Gorbatikov eitt hvor. Nikola Karabatic, 19 ára leik- maður frá Montpellier, var bestur í franska liðinu. Hann skoraði sjö mörk í ellefu skotum, Bertrand Gille skoraði fimm, Joel Abati fjögur, Cedric Burdet, Patrick Cazal, Andrej Golic og Franck Junillon skoruðu tvö mörk hver og Gregory Anquetil og Didier Dinart eitt mark hvor. ■ HAO WANG Kínverjinn Hao Wang í keppni á æfinga- móti fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. LARS CHRISTIANSEN Skoraði níu sinnum í bronsleiknum gegn Króötum. NIKOLA KARABATIC Skoraði sjö mörk fyrir Frakka gegn Rússum. Evrópumótið í handbolta: Rússar á EM 2006 HEINER BRAND Heiner Brand, þjálfari þýska liðsins, og að- stoðarmaður hans, Frank Löhr, fagna í leikslok. Leikmennirnir lofuðu Brand að þeir mynda raka af honum yfirvaraskeggið ef þeir yrðu Evrópumeistarar. ÞJÓÐVERJAR FAGNA Þjóðverjar fagna Evrópumeistaratitlinum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.