Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 28
tíska o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
SUMAR Á SPÁNI
Fyrirsæta í fötum eftir
katalónska hönnuð-
inn David Valls á
Pasarela Gaudi-tísku-
sýningunni í
Barcelona á Spáni.
N Ý J A R
V Ö R U R
Sími 5 88 44 22
VORTÍSKAN
2004
www.hm.is
Elsa Haralds, hárgreiðslumeist-ari á Salon VEH, er listrænn
ráðunautur í stjórn alþjóðasamtak-
anna Intercoiffure. „Þetta er mjög
alþjóðlegt og skemmtilegt starf,“
segir Elsa. „Fyrst vorum við þrír
listrænir ráðunautar en ég hef
gegnt þessu starfi ein síðastliðin
sex ár. Þetta byrjaði þannig að árið
1981 hafði hópur hárgreiðslumeist-
ara áhuga á að komast í alþjóða-
samtök Intercoiffure og stofna ís-
lenska deild. Svo stækkaði þessi
hópur og hefur alla tíð verið mjög
öflugur innan samtakanna. Árið
1992 fannst mér alþjóðlegu sam-
tökin ekki hafa gert nógu mikið í
því að beina tískuskilaboðum til
meðlima. Ég komst í stjórn samtak-
anna og tók þá ákvörðun að vinna
að þessum listræna þætti. Við höf-
um í samvinnu þróað þessa hug-
mynd og þetta er orðinn mjög mik-
ilvægur þáttur fyrir allar deildir
Intercoiffure.“
Elsa segir alþjóðlega samvinnu
mjög mikilvæga. „Starf mitt felst
meðal annars í því að tengja saman
teymi sem kemur frá mismunandi
svæðum í heiminum. Intercoiffure
hefur átta „heimssvæði“. Fulltrúar
frá þessum svæðum koma árlega
til Parísar og vinna við að hanna
línur í hári, fyrir meðlimi og fyrir
alþjóðlegu samtökin. Við njótum
þess að fá einstaklinga frá tísku-
borgum eins og Róm, Mílanó,
Tókíó, London eða París. Við þurf-
um að fá straumana alls staðar frá.
Ég stýri þessu fólki og vinn með
þeim alla „undirvinnu“, sem felst
bæði í tölvusamskiptum og hug-
myndavinnu áður en við byrjum á
tökunni sjálfri. Þar er allt tekið til
greina, tískuáhrif fyrir komandi
árstíð í fatnaði, háralitum og
formi. Í maí munum við sýna
línuna fyrir næsta haust og verður
sýningin í Tókíó.“ Elsa verður þá
einnig með eigin sýningu. „Það er
ekki ákveðið í hvaða formi hún
verður en þetta er mjög spenn-
andi.“
Íslendingar eru mjög fljótir að
grípa tískustrauma og tileinka sér,
að mati Elsu. „Verslanir leggja sig
fram og það er af hinu góða. Hár-
greiðslufólk á Íslandi hefur líka
alltaf verið duglegt að senda fólk á
sýningar úti og koma með
straumana heim. Um þessar mund-
ir er mikið um þunga toppa, hárið
heldur síddinni en útlínur eru allar
frjálslegri og hreyfanlegri. Eins
eru ekki jafn miklar andstæður í
litum og hafa verið. Ákveðin róm-
antík er að koma inn, við sjáum
meiri hreyfingu, ákveðna mýkt og
eðlilegt fall í hári sem er ekki of
stíft, ekki alveg rennislétt eða
krullað. En þótt auðvitað sé mikil-
vægt að skýra tískuna út fyrir við-
skiptavinum skiptir alltaf mestu
máli að finna út hvað klæðir hvern
og einn, hvað hann ræður við og
líður vel með.“ ■
Hraunbæ 119 (nýja verslunarkjarnanum í Árbæ) sími 567 7776
ÚTSALA - ÚTSALA
DÖMUR ATHUGIÐ
Glæsilegir toppar og bolir fyrir
þorrablótin og árshátíðirnar.
Einnig mikið úrval af flottum
herrabolum.
40-70% AFSLÁTTUR
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Verðhrun
síðustu útsöludagar
ótrúleg tilboð
Vorvörurnar komnar
Buxur, bolir, mussur, skyrtur,
samkvæmisfatnaður
Eddufelli 2,
s. 557 1730
Bæjarlind 6,
s. 554 7030
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N
Alpahúfur kr. 990
Hekluð sjöl kr. 1.690
Mikið úrval af plastskartgripum
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466
Húfur og sjöl
HEF HAFIÐ STÖRF
Á HÁRGREIÐSLUSTOFUNNI
SALON REYKJAVÍK
Bíð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna.
Karen Haraldsdóttir
Hárgreiðslumeistari.
Álfheimum 74 - Glæsibær - Sími: 568 5305
ELSA HARALDS
Hún er ein af fimmtán íslenskum hár-
greiðslustofueigendum sem voru til-
nefndir til að hljóta titilinn „Beauty
Entrepreneur of the Year“. Verðlaunin
verða veitt í London í júní næstkomandi.
Þar fá tuttugu aðilar frá tuttugu þjóðum
verðlaun. „Það verður spennandi að sjá
hvort Íslendingar eiga einhvern séns
þarna. Það er alltaf gaman og örvandi
að taka þátt í svona,“ segir Elsa.
Ég á svo margar uppáhalds-flíkur,“ segir Embla Grétars-
dóttir, sem leikur fótbolta með
meistaraflokki KR. „Til dæmis á
ég ótrúlega góðar diesel-gallabux-
ur. Svo á ég flottan úlpujakka sem
ég nota eiginlega á hverjum degi.
Ég keypti hann í Danmörku í sum-
ar, í H&M. Hann er bæði léttur og
þægilegur en samt hlýr.
Flottasta flíkin mín er samt
teinótt dragt sem ég keypti fyrir
jólin. Kærastinn minn var að út-
skrifast og ég ákvað að kaupa mér
dragt. Hún er rosalega flott en ég
nota hana náttúrlega ekki mikið.
Þetta er fyrsta dragtin mín og
gerir mig aðeins fullorðinslegri.“
Embla segist spá mikið í föt.
„Ég kaupi mér svolítið mikið af vit-
leysu. Til dæmis kjóla sem ég nota
svo kannski bara einu sinni.“ ■
EMBLA GRÉTARSDÓTTIR
Keypti sér fyrstu dragtina fyrir jólin.
Uppáhaldsflíkin:
Úlpujakki og
teinótt dragt
Listrænn ráðunautur í París:
Alþjóðlegt
samstarf mikilvægt
Í OKTÓBER VAR ELSA
MEÐ EINKASÝNINGU
Í boði bandarísk-kanadísku Intercoiffure-
deildarinnar á árlegum aðalfundi hennar. Sýn-
ingin var á Waldorf Astoria hótelinu í New York.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T