Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 22
22 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Fyrrum þungaviktarmeistarinní hnefaleikum, Mike Tyson, var dæmdur í árs fangelsi í Maryland eftir að hafa veist að tveimur öku- mönnum eftir umferðaróhapp sem hann lenti í í ágúst árið áður. Tyson missti stjórn á sér eftir áreksturinn og sló 62 ára gamlan mann í andlitið og sparkaði í klof fimmtugs karlmanns. Tyson hafði oft áður komist í kast við lögin og var fundinn sek- ur um nauðgun og dæmdur til fangelsisvistar árið 1992. Fanga- vistin virtist hafa haft góð áhrif á villidýrið sem tók búddatrú og var tíðrætt um þá stóísku ró sem hann hefði fundið. Hann losnaði fyrr úr fangelsinu en dómurinn sagði til um og var því á skilorði þegar hann réðist á bílstjórana tvo. Skapofsinn hélt síðan áfram að koma kappanum í bobba og flest- um er sjálfsagt enn í fersku minni þegar hann beit stykki úr eyra andstæðings síns, Evanders Hollyfield í hnefaleikahringnum fyrir nokkrum árum. Dómstóllinn í Maryland gerði Tyson að sæta geðrannsókn til að fá úr því skorið hvort hann væri hæfur til að losna fyrr úr fangelsi og fá að dvelja á vinnuheimili. ■ Friðjón Þórðarson, fv. ráðherra, er 81 árs. Jónas Kristjánsson ritstjóri er 64 ára. Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri umferðarráðs er 61 árs. Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur er 56 ára. Bolli Héðinsson hagfræðingur er 50 ára. Gísli Sigurjónsson flugvélastjóri, Þórs- götu 6, Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. febrúar. Karl Friðrik Schiöth, Mávanesi 15, Garðabæ, lést mánudaginn 2. febrúar. Guðfinna Þóra Snorradóttir lést fimmtudaginn 29. janúar. Kristín Guðmundsdóttir, Vatnsnesvegi 27, Keflavík, lést sunnudaginn 25. janú- ar. Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórhildur Salómonsdóttir, fyrrum for- stöðumaður Þvottahúss ríkisspítalanna, lést laugardaginn 31. janúar. Guðbjörg Bjarnadóttir, Einibergi 3, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 3. febrúar. Björn. I. Kristjánsson, Gunnarsbraut 8, Búðardal, lést laugardaginn 31. janúar. Matthías Viðar Sæmundsson, dósent, lést þriðjudaginn3. febrúar. ??? Hver? Framkvæmdarstjóri fyrir hundrað ára afmæli heimastjórnar. ??? Hvar? Í forsætisráðuneytinu. ??? Hvaðan? Er Reykvíkingur en á ættir að rekja að mestu til Norðurlands. ??? Hvað? Það eru fáar frístundir þessar vikurnar en ég les svolítið bækur, ættfræði og ævisögur. Ég fer reglulega í veiðitúr og við hjónin förum dálítið til útlanda. Börnin búa bæði erlendis þannig að við heimsækjum þau. Á sumrin förum við mikið út á land í stuttar ferðir. ??? Hvers vegna? Vegna þess að það er langur vinnudag- ur, sérstaklega þegar koma álagspunkt- ar. Eiginkonan er einnig í krefjandi starfi sem framkvæmdarstjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. ??? Hvernig? Til þess að svona verkefni heppnist sæmilega þarf undirbúningurinn að vera góður og það kallar á mikið verk á öllum stigum undirbúningsins. ??? Hvenær? Þetta verður svona alveg fram í septem- ber þegar hátíðarhöldum lýkur með útgáfu á bók um alla forsætisráðherra Íslands. ■ Persónan Það verður ekkert tilstand á af-mælinu. Síðast hélt ég upp á fertugsafmælið í stórum sal en í dag verða hátíðarhöldin í formi kótiletta, segir Friðrik Rafnsson ritstjóri, þýðandi og bókmennta- fræðingur, sem í dag fagnar 45 ára afmæli sínu. Hann segir hefð fyrir því að afmælisbarnið ráði matseðli kvöldsins. „Í mörg ár hef ég óskað eftir þeim stórmerkilega rétti, lambakótelettur í raspi, eld- að í anda ömmu og mömmu. Þrátt fyrir að ég hafi búið erlendis í nokkur ár, og þyki alls kyns furðu- legur matur góður, leitar hugur- inn stöðugt í kóteletturnar. Ég er dálítið veikur fyrir öllu með raspi utan á. Bæði er þetta yndislega óhollt og gott.“ Friðrik er kunnur fyrir þýðing- ar sínar á erlendum skáldverkum meðal annars eftir höfunda á borð við Milan Kundera og Michel Houellebecq. Nýlega sendi hann frá sér grein til birtingar í frans- ka bókmenntatímaritinu L’Atelier du roman þar sem hann ber sam- an bókina Heimsljós eftir Halldór Laxness við skáldverk Kundera Lífið er annars staðar. Þá stendur til að þýða greinina á fleiri tungu- mál meðal annars ítölsku og rúss- nesku. „Bækurnar eiga það sam- eiginlegt að aðalpersónurnar eru ungskáld. Ég set fram þá bráða- birgðatilgátu að Jaromil, persóna Kundera, sé fagurfræðilegt fram- hald af Ljósvíkingi Laxness.“ En er inni í myndinni að Frið- rik vendi sínu kvæði í kross og sendi frá sér frumsamda skáld- sögu? „Nei, ég held ég hlífi fólki algerlega við því. Það eru margar bókmenntaperlur eftir óþýddar og farsælast að ég haldi mig við þá deild.“ Friðrik starfar sem ritstjóri heimsíðu Háskóla Íslands. Hann segir starfið krefjandi og um leið geysilega skemmtilegt. „Það er alltaf mikið um að vera. Vefurinn er orðinn ein aðalupplýsingaveita skólans og skiptir stofnun að þess- ari stærðargráðu gífurlega miklu máli.“ Það sem hæst ber hjá Friðriki um þessar mundir er undirbún- ingur ráðstefnu sem haldin verður 14. febrúar næstkom- andi. Þar gefst íslenskum fræði- mönnum kostur á að draga upp mynd af því sem verið er að rannsaka og snertir þróunar- mál. „Síðan er alltaf eitthvað um að vera í tölvunni minni,“ segir Friðrik að lokum og var ófáan- legur til að segja hvaða verkefni það væri. ■ Afmæli FRIÐRIK RAFNSSON ■ er 45 ára og ræður því matseðli kvöldsins. BOBBY BROWN Söngvarinn, vandræðagemlingurinn og eiginmaður Whitney Houston er 35 ára í dag. 5. febrúar ■ Þetta gerðist 1631 Roger Williams, sem síðar nam land á Rhode Island, kemur til Boston frá Englandi. 1881 Phoenix í Arizona fær kaupstað- arréttindi. 1917 Mexíkó eignast stjórnarskrá og fagnar þeim tímamótum árlega á þessum degi. 1937 Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, leggur til að dómurum við hæstarétt landsins verði fjölgað. 1962 Charles de Gaulle, forseti Frakk- lands, lýsir yfir stuðningi við sjálf- stæði Alsír. 1994 Byron De La Beckwith er dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á mannréttindafrömuðinum Medgar Evers árið 1963. MIKE TYSON Hnefaeikakappinn hefur átt erfitt með að hemja skap sitt og var dæmdur í árs- fangelsi árið 1999 fyrir líkamsárás. Tyson tapar sér aftur MIKE TYSON ■ Hnefaleikakappinn er alræmdur fyrir ofsafengna geðsmuni sína og var á þess- um degi dæmdur í fanglesi fyrir tvær líkamsárásir. 5. febrúar 1999 Lambakótelettur og Ljósvíkingur Ástkær móðir okkar, unnusta, dóttir, systir og mágkona, GUÐFINNA ÞÓRA SNORRADÓTTIR andaðist á heimili sínu þann 29. janúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju 6. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30 Kristín Harpa Hermóðsdóttir, Anton Helgi Hermóðsson, Birgitta Ír Guðmundsdóttir, Guðmundur Eyjólfur Sigurðsson, Hjördís Björg Hjörleifsdóttir, Snorri Ársælsson, Stefán Hjörleifur Snorrason, Þórunn María Pálmadóttir, Guðbjörg Sigríður Snorradóttir, Unnar Sæmundsson, Jónína Kristrún Snorradóttir, Einar Jónsson. 13.30 Ásmundur J. Jóhannsson tækni- fræðingur, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Guðmundur Þorkell Jónsson, Laugalæk 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Aðalheiður Jónsdóttir, Heiðar- hrauni 51, Grindavík, verður jarð- sungin frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Aðalbjörn Guðmundsson, fyrr- verandi kaupmaður, Ísafirði, verð- ur jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 15.00 Elín Þórdís Björnsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. JÚLÍUS HAFSTEIN Stjórnar og skipuleggur hátíðarhöld vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar. Vegna anna er lítið um frístundir hjá honum þetta árið. FRIÐRIK RAFNSSON Það sem hæst ber hjá Friðriki um þessar mundir er undirbúningur ráðstefnu sem haldin verður 14. febrúar næstkomandi. Þar gefst íslenskum fræðimönnum kostur á að draga upp mynd af því sem verið er að rannsaka og snertir þróunarmál. Það vakti athygli fyrr í vikunni aðútvarpsmaðurinn spræki, Gulli Helga, var mættur í Ísland í bítið og er því þriðji nýi maðurinn þar á stuttum tíma. „Ég leysi af annan hvern mánudag og annan hvern þriðjudag,“ segir Gulli. „Ég er Heimir og Heimir er Fjalar. Þessi bransi er þannig að það eru ör mannaskipti og ef maður þolir það ekki ætti maður bara að gera eitt- hvað annað.“ Gulli er ekki alls ókunnur starfs- umhverfinu þar sem hann var með innslag þættinum í heilt ár undir heitinu „Gulli byggir“ þangað til það fór í hlé. „Þetta er bara hobbí hjá mér,“ segir Gulli um veru sína í Ísland í bítið. „Ég starfa sem bygg- ingameistari en þar sem ég vinn hjá sjálfum mér get ég hlaupið í skarð- ið einu sinni í viku.“ Auk þess er hann áfram á Bylgjunni þar sem hann sér um laugardagsmorgna. Sjónvarpsefni eins og Bítið krefst góðrar samvinnu stjórn- enda auk þess sem góðir stjórn- endur morgunþátta um allan heim eru þekktir sem heimilisvinir. Því geta þessi öru skipti komið illa við áhorfendur. Gulli hefur þó litlar áhyggjur af því þar sem áhorf- endur eru kannski búnir að venj- ast sér á Bylgjunni, þó svo það sé ekki sjálfgefið að hann verði eins í sjónvarpi. „Þetta er spurning um samvinnu og að taka tillit til hvors annars. Það er rosalega gott að vinna með Ingu Lind. Hún er hvers manns hugljúfi í starfi. Þetta er klár kona og það er það sem þarf í þetta.“ ■ Sjónvarp GULLI HELGA ■ segist vera Heimir og að Heimir sé Fjalar. Enn einar mannabreytingar í Ísland í bítið. Þetta er bara hobbí GUNNLAUGUR HELGASON Vill lítið segja til um hvort hans sé að koma í sjónvarp til frambúðar. „Ég veit ekkert um framtíðina. Á heildina litið er voðalega gaman í öllu sem ég geri, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi eða sem smiður.“ Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup er 57 ára. ■ Afmæli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.