Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 38
34 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR RALF SCHUMACHER Ökumaður BMW-Williams á Montmelo- brautinni við Barcelona á Spáni. Formúla 1 NBA verðlaunar bestur frammistöðuna í janúar: Garnett bestur annan mánuðinn í röð KÖRFUBOLTI Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves og Mich- ael Redd hjá Milwaukee Bucks voru í gær valdir bestu leikmenn janúar- mánaðar í NBA-deildinni í körfu- bolta, Garnett í Vesturdeildinni en Redd í Austurdeildinni. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Gar- nett hlýtur þessi verðlaun en hann hefur leikið frábærlega með Tim- berwolves í vetur og þykir líklegur til að vera kosinn leikmaður ársins. Garnett skoraði 23,8 stig, tók nið- ur 14,7 fráköst, sendi 5,1 stoðsend- ingu að meðaltali í 15 leikjum Minnesota í janúar en liðið vann 12 af þeim sem er félagsmet í janúar hjá liðinu í þessum fyrsta mánuði ársins. Garnett náði 14 tvennum og einni þrefaldri tvennu í þessum 15 leikjum. Redd skoraði 22,4 stig, tók 4,2 fráköst og sendi 1,9 stoðsend- ingu að meðaltali í 16 leikjum Bucks en liðið vann 11 leiki í janúar. Redd skoraði tvisvar 40 stig í mánuðinum sem er það besta sem hann hefur gert til þessa í NBA-deildinni. Aðrir sem þóttu skara fram úr af leikmönnum NBA-deildarinnar í janúar voru Carlos Boozer og Le- Bron James hjá Cleveland, Dirk Nowitzki hjá Dallas, Ben Wallace hjá Detroit, Jermaine O'Neal hjá Indiana, Elton Brand hjá Los Angel- es Clippers, Sam Cassell hjá Minnesota, Tracy McGrady hjá Orlando og Peja Stojakovic hjá Sacramento. ■ „Eftir hverju eru mennirnir að slægjast?“ Viggó Sigurðsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta. Áður hafði honum verið tilkynnt af stjórn félagsins að hann yrði rekinn eftir þessa leiktíð. HANDBOLTI Viggó var með samning við Hauka til loka næstu leiktíðar. Hann ákvað að hætta störfum und- ir eins í staðinn fyrir að klára þessa leiktíð eins og stjórn félags- ins hafði falast eftir við hann. Haukar eru sem stendur í öðru sæti suðurdeildar Íslandsmótsins og luku nýverið þátttöku sinni í meistaradeildinni eftir frækilega frammistöðu. Viggó segist vera leiður yfir málavöxtum. „Það er ekki hægt að segja annað. Þetta kom mér mjög á óvart.“ Hann segir að skýringin fyrir uppsögninni hafi verið sú að hann hefði ekki lengur traust stjórnarinnar og henni hefði fund- ist komið nóg. „Það er þá væntan- lega af minni persónu. Ég spurði hvort það væri komið nóg af titl- um eða velgengni en ég fékk eng- ar frekari skýringar. Við ræddum saman í morgun [gærmorgun]. Þeir lögðu hart að mér að klára tímabilið en með þetta á bakinu þá get ég ekki unnið ef það er ekki traust stjórnarinnar.“ Viggó vill ekkert láta hafa eftir sér um vinnubrögð stjórnarinnar og vill frekar láta aðra dæma um það. „Við höfum átt gott samstarf. Þessi blessaða stjórn sem kemur með þessa samþykkt, ég hef aldrei séð hana. Ég veit ekki einu sinni hverjir sitja í stjórn handknatt- leiksdeildar Hauka. Einu sam- skiptin sem ég á eru við formann deildarinnar, Eið Arnarson, og þau hafa alla tíð verið mjög góð. Sem og við aðra í Haukum, bæði leik- menn og aðra,“ segir Viggó. Hann játar að eiga erfitt með að skilja ákvörðun stjórnarinnar. „Ef maður horfir á árangurinn sem liðið hefur náð undir minni stjórn miðað við 70 ára sögu félagsins þá spyr maður auðvitað: „Eftir hverju eru mennirnir að slægjast? Hvaða markmiðum á nýr þjálfari eiginlega að ná? Ég hef unnið níu titla á þremur og hálfu ári,“ segir hann. Viggó þvertekur fyrir að eitt- hvað annað sé í sigtinu núna og segist einungis vera að sleikja sár- in og safna orku. „Það var ekkert annað í sigtinu en að klára þennan samning, en auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hann bætir því við að ekki komi til greina að taka við öðru liði á þessari leiktíð, hvorki innlendu né erlendu. „Ég er með stóra fjöl- skyldu og hef ekki tök á að rjúka til útlanda. Ég sé ekki fyrir mér að ég fari að taka við einhverju liði núna.“ Viggó fékk nýverið fyrispurn frá liði í þýsku Bundesligunni þegar hann var enn samnings- bundinn Haukum. Þess vegna ákvað hann að hafna frekari við- ræðum. Hann segist ekki vera svekktur núna yfir því að hafa tekið þá ákvörðun. „Ég er ekkert ákveðinn í því að fara aftur út. Það hefði þurft ansi mikið til að ég færi af stað á þeim tímapunkti. En eins og ég segi þá gekk ég út frá því að ég væri áfram við stjórn- völinn hjá Haukum og vissi ekki betur.“ Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, stjórnaði æfingu liðsins í fyrrakvöld. Ekki er víst hvort hann verði næsti þjálfari liðsins, eða hvort Páll Ólafsson aðstoðar- þjálfari taki við stjórnartaumun- um. Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, vildi ekki tjá sig um málið við blaðamenn í gær og sagðist vera í felum. freyr@frettabladid.is BESTU LEIKMENN MÁNAÐARINS Í NBA Nóvember 2003 Austurdeildin: Baron Davis, New Orleans Vesturdeildin: Peja Stojakovic, Sacramento Desember 2003 Austurdeildin: Jermaine O'Neal, Indiana Vesturdeildin: Kevin Garnett, Minnesota Janúar 2004 Austurdeildin: Michael Redd, Milwaukee Vesturdeildin: Kevin Garnett, Minnesota KEVIN GARNETT Hefur verið valinn besti leikmaður Vestur- deildarinnar tvo mánuði í röð. Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka, er tilbúinn að grafa stríðsöxina: Á Anelka afturkvæmt í landsliðið FÓTBOLTI „Nicolas Anelka útilokaði sjálfan sig með því að afþakka sæti í landsliðshópnum,“ sagði Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka. „Ef hann breytir ekki yfirlýsingum sínum og afstöðu að eigin frum- kvæði verður að mínu mati ógjörn- ingur að velja hann.“ Ef marka má þessi orð þá er An- elka ekki inni í myndinni þegar Frakkar búa sig undir Evrópumótið í Portúgal í sumar. Anelka afþakk- aði sæti í hópnum sem lék við Möltumenn og Slóvena í und- ankeppni EM í október 2002. Hon- um var misboðið vegna þess að hann var aðeins valinn í forföllum annarra og Santini gerði honum strax ljóst að með þessari ákvörðun væri hann að útiloka sjálfan sig frá landsliðinu í framtíðinni. Thierry Henry og David Trezeguet verða án nokkurs vafa í hópi Frakka en óljóst er hvaða aðrir framherjar Santini velur. Djibril Cisse, sem fer til Liverpool fyrir næstu leiktíð, kom sterklega til greina. Hann fékk hins vegar fimm leikja bann fyrir að sparka í mót- herja í leik með U21 landsliðinu og hefur UEFA aftekið með öllu að milda dóminn. Steve Marlet hjá Olympique Marseille hefur verið meiddur í vet- ur og Daniel Moreira hjá Lens og Sidney Govou hjá Olympique Lyon hafa ekki fundið sig í vetur. Louis Saha, sem gekk til liðs við Manchester United í síðasta mán- uði, og Peguy Luyindula hjá Lyon koma einnig til greina. Santini hefur ekki gefið neitt upp um hugsanlega endurkomu Anelka en Claude Simonet hjá franska knattspyrnusambandinu gaf í skyn að breytingar gætu verið í vændum. „Kannski var þetta unggæðings- háttur hjá Nicholas sem við ættum að gleyma,“ sagði Santini. Sjálfur kallar Anelka þetta sam- skiptaörðugleika. „Ég hef aldrei skilið hvað Santini er að reyna að segja mér,“ sagði Anelka. Robert Pires, leikmaður Arsenal, telur að Anelka eigi að vera í liðinu. „Nicolas á skilið sæti í liðinu, bara vegna hæfileikanna.“ Möguleikinn á því virðist þó frekar byggja á auð- mýkt en hæfileikum. „Ef hann skríður fyrir mér og biðst afsökun- ar mun ég hugleiða málið,“ sagði Santini landsliðsþjálfari. ■ NICOLAS ANELKA Ég hef aldrei skilið hvað Sant- ini er að reyna að segja mér. VIGGÓ SIGURÐSSON Sleikir sárin og safnar orku. Hann skilur hvorki upp né niður í ákvörðun stjórnar Hauka. Enskur umboðsmaður: Ólögleg félagaskipti algeng FÓTBOLTI Ölögleg félagaskipti eru mjög algeng í enska boltanum, að sögn vinsæls umboðsmanns í landinu. Hann sagði í samtali við BBC að bæði félög og umboðs- menn brjóti hvað eftir annað reglugerðir bæði FIFA og enska knattspyrnusambandsins. Graham Bean, fyrrum yfir- maður hjá enska knattspyrnusam- bandinu, viðurkennir að nánast ómögulegt sé fyrir sambandið að eiga við þessi félagaskipti. „Í hvert skipti sem maður heldur að allt sé komið í réttan farveg sést alltaf einhver glufa í reglunum,“ sagði hann. Ólöglegt er fyrir félög eða umboðsmenn að ræða við leik- menn annarra liða nema bæði félögin sem um ræðir hafi þegar samþykkt félagaskiptin. „Raun- veruleikinn er sá að oftast er talað við leikmenn áður en tilboð kemur inn,“ sagði Bean. „Það þýðir að félagið sem kaupir leikmanninn hefur þegar góða hugmynd um það hvort leikmaðurinn vill koma eða ekki áður en það skellir tilboð- inu á borðið.“ ■ KEVIN KEEGAN Manchester City ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Nicolas Anelka fékk gegn Arsenal á sunnudaginn. Kevin Keegan: City ætlar að áfrýja FÓTBOLTI Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Manchester City, ætl- ar sér að áfrýja rauða spjaldinu sem franski framherjinn, Nicolas Anelka, fékk gegn Arsenal á sunnudaginn og hefur hann beðið Alan Wiley, dómara leiksins, að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann vísaði Anelka út af og draga spjaldið til baka. Keegan sagði strax eftir leik að það væri tilgangslaust að reyna að áfrýja spjaldinu en honum hefur greinilega snúist hugur eftir að hann sá atvikið á nýjan leik í sjón- varpinu. Anelka mun missa af þremur leikjum ef hann fær ekki rauða spjaldið fellt niður, nokkuð sem er bagalagt fyrir Kevin Keeg- an þar sem Frakkinn hefur verið langhættulegasti leikmaður liðsins í vetur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.